Fréttir frá 2007

06 26. 2007

Hamars málið

Um mánaðarmót febrúar og marz á þessu ári komu að máli við trúnaðarmenn Rafiðnaðarsambandsins pólskir rafvirkjar sem vor að störfum hjá fyrirtækinu Hamar. Hamar er með verkefni víða um land og er stór undirverktaki hjá Bechtel við byggingu Fjarðaálsverksmiðjunnar. Erindi pólsku rafvirkjanna var að þeir undruðust  hvers vegna þeir væru á mun lægri launum en samlandar þeirra sem höfðu verið ráðnir beint til Bechtel. Þeir sögðust vera með um 400 kr. á tímann á meðan Bechtel rafirkjarnir væri með 1.200 ? 1.500 kr. Við skoðun á ráðningarsamning Hamarsrafvirkjanna komu í ljós atriði sem ganga þvert á reglur íslenskra kjarasamninga og alls ekki boðlegar á íslenskum vinnumarkaði.Um mánaðarmót febrúar og marz komu að máli við trúnaðarmenn Rafiðnaðarsambandsins pólskir rafvirkjar sem vor að störfum hjá fyrirtækinu Hamar. Hamar er með verkefni víða um land og er stór undirverktaki hjá Bechtel við byggingu Fjarðaálsverksmiðjunnar. Erindi pólsku rafvirkjanna var að þeir undruðust  hvers vegna þeir væru á mun lægri launum en samlandar þeirra sem höfðu verið ráðnir beint til Bechtel. Þeir sögðust vera með um 400 kr. á tímann á meðan Bechtel rafirkjarnir væri með 1.200 ? 1.500 kr. Við skoðun á ráðningarsamning Hamarsrafvirkjanna komu í ljós atriði sem ganga þvert á reglur íslenskra kjarasamninga og alls ekki boðlegar á íslenskum vinnumarkaði. RSÍ hafði samband við Hamar og spurðist fyrir um launakjör rafiðnaðarmanna hjá fyrirtækinu, svörin voru lítil og var starfsmönnum RSÍ svarað út í hött, þetta væru nú bara pólskir aðstoðarmenn, það væri alltof mikið vesen að eltast við einhverja pappírsvinnu ganga frá þeirra málum og fleira í þeim dúr. Hamarsmönnum var tjáð að þekktist ekki á íslenskum vinnumarkaði neitt sem héti aðstoðarmenn rafvirkja, það væri einfaldlega ekki heimilt. Við lagningu raflagna mættu einungis vinna löggiltir rafvirkjar og nemar í iðngreininni. Við nánari grenslan kom í ljós að skráning vel á annað hundrað erlendra starfsmanna Hamars sem voru að störfum hér á landi var verulega ábótavant. Starfsmenn RSÍ kærðu því fyrirtækið til Vinnumálastofnunar. Forsvarsmenn Hamars lofuðu að lagafæra þessi mál en þegar leitað var eftir efndum stóðu Hamarsmenn ekki við neitt af því sem þeir höfðu sagt og virtust telja að þeir gætu talað sig frá þessu. Eftir 3ja vikna stapp þraut starfsmenn RSÍ þolinmæðin, þeir voru búnir að fá nóg af útúrsnúningum og ókurteysi Hamarsmanna og miðstjórn Rafiðnaðarsambandsins fór yfir málið þ. 30. marz 2007. Það lá fyrir að Vinnumálastofnun fékk 22. febrúar þjónustusamninga milli Bechtel og Hamars, m.a. þar sem kemur fram að Bechtel sé að kaupa vinnu iðnaðarmanna. (Electricians, Fitters & Cladders). Sá samningur er alveg skýr. Þar kom í ljós að Hamar og fylgifyrirtæki höfðu ekki fylgt reglum um skráningar á mönnum og auk þess að fá ekki staðfestingu á starfsréttindum hinna pólsku launamanna. Auk þess að hafa heldur ekki lagt fram ráðningarsamninga og launaseðla. Í ráðningarsamningum sem Hamar lagði síðar fram kom fram að mennirnir ekki á íslenskum kjörum. 1500 PLN x 22,96 er um 34.000 ísl. krónur.  Fyrir liggur að rafvirki fékk útborgað þann 15.3 2007  fyrir einn mánuð kr. 124.607. Miðað við vinnutíma sem er nefndur í þjónustusamningi fær þessi upphæð varla staðist ef reiknað er út frá viðeigandi kjarasamningum. Einnig kom fram að rafeindavirki með meistararéttindi og sérnám í sjálfstýringu fékk útborgað kr. 157.832. Þessir menn virðast vinna 60 tíma á viku eða meira og yfirvinnuálag sé  40%. Lágmarksmánaðardaglaun þessa manna áttu ð vera taxti 22 eða 222.599 kr. og yfirvinnutíminn kr. 2,231.- og stórhátíðarkaup kr. 2.987. Með 60 tíma vinnuviku þá eru lágmarksmánaðarlaun þessara manna um 481.273. kr. en ekki um 125.000 kr. eins og þeir fengu útborgað. Í ráðningarsamning Hamars stendur m.a. í gr. 8: Non disciplinary behavior or refusal to work overtime. Að það leiði til brottrekstrar og heimsendingar. Þetta ákvæði er ekki gilt á Íslandi. Einnig stendur í gr. 10: personnel delegated to him will not work in Iceland unless in collaboration with COMPANY (Hamar ehf) and any other for the period of two year if the contract is terminated". Hér verið að binda hendur manna umfram venjur á íslenskum vinnumarkaði. "  Í samning Hamars ehf og Euro-Weld.stendur í grein 4.5 "To provide Principal (Hamar ehf) with other workers if Principal is not satisfied with quality of work"... Þetta ákvæði bendir til þess að þessi viðskipti séu í eðli sínu starfsmannaleiga og ættu að vera skráð sem slík, sbr. lög um starfsmannaleigur 139/2005, en fyrirtækin eru ekki skráð eins og áður hefur komið fram. Sú spurning vaknar einnig hvort fylgt hafi verið tilkynningum ríkisskattstjóra um tryggingargjöld. Hafa E-101 vottorðin verið lögð fram hjá Tryggingastofnun?  Sé litið til þeirrar miklu umræðu sem fram hefur farið í íslensku þjóðfélagi undanfarin misseri um vinnumarkaðsréttindi og erlenda farandverkamenn, nýjar reglugerðir og fleira, þá er vart annað hægt en að ætla að hér um staðfastan brotavilja Hamars og fylgifyrirtækja að ræða. Það er útilokað að leggja trúnað á þá skýringu forsvarsmanna Hamars að þeim hafi ekki verið ljóst með hvaða hætti þeim bæri að ganga frá málum hinna erlendu launamanna. Þeir gera samning um að útvega rafiðnaðarmenn, öllum er ljóst að í landinu eru gild ákvæði um lágmarkslaun og kjarasamningar eru öllum aðgengilegir á heimasíðum stéttarfélaga og samtaka fyrirtækja. Einnig má vísa til þess sem fram kemur í upphafi þessa bréfs að Hamar og fylgifyrirtæki semja við Bechtel um að útvega rafiðnaðarmenn með tilskyldum réttindum, en Hamar virðist svo viðhafa allt önnur viðhorf gagnvart hinum pólsku rafiðnaðarmönnum. Miðstjórn Rafiðnaðarsambandsins lagði sérstaka áherslu þá á að málið væri í raun mun alvarlegra, ef það reyndist vdra rétt að Hamar og fylgifyrirtæki hafi sent ófaglærða rafiðnaðarmenn til starfa hjá Bechtel en kynnt þá sem faglærða. Þegar miðstjórn fjallaði um málið hafði Hamar og fylgifyrirtæki haft viku til þess að koma á framfæri sínum skýringum og leggja fram tilskilinn gögn og ganga rétt frá málum um mat á starfsréttindum. Miðstjórn kynnti Bechtel málið og alvarleika þess og þeim tjáð að það yrði aldrei liðið að hér væru að störfum erlendir rafiðnaðarmenn sem væru ekki á réttum launum og hefðu heldur ekki fengið staðfest starfsréttindi sín.  Bechtel sagði að það gæti ekki staðist þeir fengju reikninga frá Hamar þar sem um væri að ræða fullgilda rafiðnaðarmenn að ræða og ef það reyndist ekki rétt þá væri Hamar að framkvæma stórfelld vinnusvik. Bechtel brást snögglega við og tók alla rafvirkja Hamars í störfum sem snéru að löggiltum raflögnum og Bechtel sagðist mynu ábyrgjast að allir pólverjarnir hjá Hamar myndu fá rétt laun. Forstjóra Hamars var gerð grein fyrir þessari niðurstöðu fundar RSÍ og Bechtel, þá fyrst var farið af hálfu að vinna í málinu. Launin voru leiðrétt og gengið frá nýjum ráðningarsamningum og allt gert upp fyrir 1. maí. Jafnframt var því lofað að senda öll gögn um starfsmenntun til menntamálaráðuneytisins til staðfestingar. Þar með töldu starfsmenn RSÍ að málið væri komið í höfn. Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins fylgdist með málinu og forvitnaðist fljótlega hvers vegna þessir pappírar bærust ekki. 2 vikum síðar kom í ljós að pappírarnir hefðu borist en þeir hefðu verið ófullnægjnadi, ráðuneytið hefði farið ítarlega yfir málið með forsvarsmanni Hamars og sent hann tilbaka með pappírana. Í síðustu viku kannaði Fræðsluskrifstofan enn um stöðu mála og var tjáð að Hamarsmenn hefðu verið að koma með pappíra og það væru nákvæmlega eir hinir sömu og þeir hefðiu verið sendir heim með mánuði fyrr. RSÍ hafði þá samband við Hamar og Bechtel og sagði að það væri með ólíkindum að Bechtel gæti án vandræða lagt fram tilskylda pappíra en Hamars menn gætu það ekki og hefðu það sér til afsökunar að menntamálaráðuneyti Íslands  vildi ekki vinna með starfsmönnum Hamars. Eins og margoft hefur komið fram hér á heimasíðunni þá eru það ekki hinir erlendu launamenn sem eru til vandræða, það eru fyrirtæki og starfsmannaleigur, sem eru að nýta þessa bláfátæku menn til þess að hagnast á þeim með því að hafa af þeim laun og margskonar réttindi. Þó svo það sé ekki í fjölmiðlum þá eru starfsmenn RSÍ að kljást við svona mál reglulega, því miður. Ef forsvarsmenn RSÍ hafa svarað spurningum fréttamanna um þessi mál hafa þeir verið dregnir fyrir dómstóla og sektaðir um milljónir krónar fyrir að segja sannleikann. Alvarlegt mál kom upp í Fljótsdalsvikjun þar sem Indónesískum rafiðnaðarmönnum voru greidd laun sem voru innan við 100 þús. kr. á mán. og vinnutími ótakmarkaður. GG

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?