Fréttir frá 2007

06 27. 2007

Orlofskerfi stéttarfélaganna.

Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum  að undanförnu um rekstur orlofskerfa verkalýðsfélaganna. VR-ingar velta fyrir sér hvers vegna stéttarfélög eigi að standa í rekstri orlofshúsa og kvarta undan minnkandi aðsókn. Samkvæmt könnun blaðamanns Moggans kemur þessi afstaða VR-inga öðrum stéttarfélögum einkennilega fyrir sjónir og þeir segja að rekstur þeirra gangi vel og aðsókn að vaxa frekar en hitt. T.d. óx fjöldi umsókna hjá RSÍ um 40% frá því í fyrra. Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum  að undanförnu um rekstur orlofskerfa verkalýðsfélaganna. VR-ingar velta fyrir sér hvers vegna stéttarfélög eigi að standa í rekstri orlofshúsa og kvarta undan minnkandi aðsókn. Samkvæmt könnun blaðamanns Moggans kemur þessi afstaða VR-inga öðrum stéttarfélögum einkennilega fyrir sjónir og þeir segja að rekstur þeirra gangi vel og aðsókn að vaxa frekar en hitt. T.d. óx fjöldi umsókna hjá RSÍ um 40% frá því í fyrra.  Ákvarðanir VR-ingar um rekstur orlofskerfis síns á undanförnum árum hafa verið umdeildar innan verkalýðshreyfingarinnar og margir voru til þess að halda því fram að þær gætu ekki leitt til annars en að kerfi þeirra myndi lenda í ógöngum. Einnig hefur verið gagnrýnt að VR-ingar virðast líta á launatengda gjaldstofna sem séreign, svo er vitanlega ekki og þettaeru sameingnarsjóðir. RSÍ rekur 40 hús á 14 stöðum hér á landi auk þess í Kaupmannahöfn og á Spáni. Auk þess er sambandið með 2 húsvagna staðsetta á sumrin í Þórsmörk og leigir félagsmönnum  einnig 11 tjaldvagna.  Nýting þessara eigna er mjög góð. Íbúðirnar í Reykjavík og Akureyri eru reknar í samvinnu við sjúkrasjóðinn, félagsmenn sem búa fjarri heilbrigðisstofnunum og þurfa að dvelja fjarri heimilum sínum um lengri eða skemmri tíma vegna veikinda sín eða fjölskyldu sinnar standa íbúðirnar til afnota án leigugjalds, en orlofskerfið leigir íbúðirnar út þegar þær eru ekki notkun sjúkrasjóðsins. Nýting íbúðanna er tæp 100%. RSÍ er með tvær íbúðir í leigu í Kaupamannahöfn, þær  eru með tæplega 100% nýtingu. RSÍ er með 10 hús á orlfossvæði sínu við Apavatni, þau eru öll með um 90% nýtingu. Í Ölfusborgum á RSÍ 3 hús og 2 hús í Svignaskarði og 1 hús í Varmahlíð öll þessi hús eru með um 85% nýtingu. Önnur hús eru með 40 ? 50% nýtingu, þetta eru hús í Vatnsfirði, Einarstöðum í Héraði, Lóni og á Kirkjubæjarklaustri. Húsvagnarnir í Þórsmörk eru nýttir um helgar frá miðjum júní fram í miðjan september. Lítið er um að þeir séu nýttir alla vikuna. Tjaldvagnarnri eru mikið nýttir og í flestum tilfellum eina viku í senn, í nokkrum tilfellum 2 vikur í senn. Í heild er um að ræða 1200 leigur á ári í orlofskerfi RSÍ. Félagsmenn greiða um helming af rekstrakostnaði í leigugjald , orlofssjóður um 40% og um 10% kemur frá sambandinu í formi vinnu og umsjón. Leiguvikur sumarsins eru auglýstar í byrjun árs og standa félagsmönnum til boða 450 valmöguleikar. Tölvukerfi sambandsins úthlutar svo og miðar við punktafjölda hvers félagsmanns. Flestar útleigur fara út í fyrstu umferð, en stundum standa eftir nokkrar vikur þá helst í útköntum leigutímabilsins, öllum sem fá höfnun er gefinn kostur á að fá þær vikur. Yfir veturinn gildir aftur það lögmál að sá sem fyrstur hefur samband fær, páskar eru ekki í þessu kerfi þar gilda umsóknir og úthlutun eftir stöðu í punktakerfi. Eins og áður sagði þá fara allar helgar út í húsunum í grend við Reykjavík og íbúðirnar í Reykjavík og á Akureyri.   Samkvæmt kjarasamningum þá rennur upphæð sem nemur 0.25% afheildarlaunum félagsmanns í orlofssjóð sem er sameignarsjóður allra fullgildra félagsmanna eins og aðrir sjóðir sem lögbundin launatengd gjöld renna í. Þegar stéttarfélögin sömdu um orlofssjóðina var hugsunin sú að gera því fólki sem minnst mætti sín kleift að njóta vistar í góðum orlofshúsum. Það er því skylda þeirra stéttarfélaga sem sjá um orlofsjóði að nýta fjármuni orlofssjóðanna í samræmi við það sem um var samið. Vaxandi hópur fólks hefur verið að koma sér upp fellihýsum, húsvögnum eða húsbílum. Þetta fólk á eins aðrir félagsmenn rétt á að hluti ráðstöfunartekna orlofssjóð sé verið í aðstöðu fyrir það. Til að mæta þeim óskum hefur hluti fjármagns orlofssjóðs farið í að byggja upp velbúið tjaldsvæði á 25 ha orlofssvæði RSÍ í Skógarnesi við Apavatn. Það er rafvætt, settar hafa verið upp vandaðar snyrtingar og sturtur, aðstaða til þess að vaska upp og aðgangur að gasgrillum. Á svæðinu hafa veriðsett upp margskonar leiktæki. Mikill fjöldi félagsmanna nýtir þessa aðstöðu. Á tjaldstæðinu voru um 5000 gestir á síðasta sumri og hefur þeim farið stöðugt fjölgandi. Svipaður fjöldi nýtir sér orlofshúsin. Kerfið allt er bundið við aðgang félagsmanna og gesta þeirra en lokað öðrum. Á Skógarnesi er búið að setja upp 3 leikvelli, fótboltavöll, púttvöll og 9 holu par 3 æfingavöllur. Einnig er heimil veiði í vatninu. Sambandið býður upp á fjölskylduhátið um Jónsmessuna. Þar boðið upp á margskonar leiki og skemmtan, sem endar með dansleik þar sem Mannakorn spilaði í þetta skipti og síðan er varðeldur. Að framantöldu sést að Rafiðnaðarsambandið er að framfylgja þeirri skyldu sinni að nýta það fjármagn sem kemur inn í orlofssjóð. Sjóðurinn  er stundum skuldsettur um einhvern tíma þegar verið að er a byggja ný hús. Félagsmenn og fjölskyldur kunna vel að meta þetta og eru að nýta eignir orlofssjóðs mjö g vel og hann er að sinna lögbundnu hlutverki sínu með góðum árangri. Guðmundur Gunnarsson 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?