Fréttir frá 2007

07 2. 2007

Fjölmenni á fjölskylduhátíð

Rúmlega 600 manns voru á fjölskylduhátíð RSÍ á orlofssvæði sambandsins í Skógarnesi. Dagskrá var með hefðubundum hætti; byrjaði með víðavangshlaupi eftir hádegi á laugardag og í beinu framhaldi því var fótboltamótið. Púttmótið var á sínum stað og veiðikeppnin. Golfmót var haldið í fyrsta skipti á nýja vellinum og mikil þátttaka. Yngstu gestunum var boðið á hestbak og vakti það mikla lukku. Boðið var upp á pylsur eftir pylsurnar. Mannakorn spilaði svo á dansleiknum um kvöldið og sátu margir um að fá að taka lagið með Pálma. Dagskránni lauk svio að venju með varðeldinum kl. 11.00. Veðrið var gott en nokkuð hvasst um fyrri hluta dagsins        margir smelltu sér á bak. Mikið fjölmenni var og góð þátttaka í öllum atriðum   Mikið var af börnum sem skemmtu sér vel Mannakorn léku á fjölskylduskemmtun og fyrir dansi við geysilega góðar undirtektir Sigurgeir form. símsmiða afhendir verðlaun í golfkeppni Í lokin var fjölmennt við varðeldinn

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?