Fréttir frá 2007

07 7. 2007

Spilað með öryggi 350 ungra fjölskyldna.

Þegar þau tíðindu bárust að íslenska ríkið hefði eignast allar íbúðirnar á Keflavíkurflugvelli héldu stjórnmálamenn því fram að að þarna væru mikil verðmæti. Rafiðnaðarsambandið benti strax á að þetta væru ekki eins mikil gæði og af væri látið, því allar raflagnir og öll rafmagnstæki samræmdust ekki íslenskum öryggiskröfum, þetta staðfesti rafmagnseftirlit Neytendastofu. En þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn svínbeygt reglugerði og leigt íbúðirnar út. Það er skelfilegt að þurfa að horfa upp á að sá aðili sem er yfirvald í rafmagnseftirliti og öryggismálum skuli vera svínbeygður af tækifærissinnuðum stjórnmálamönnum.  Hvar er öryggi borgaranna? Þegar þau tíðindu bárust að íslenska ríkið hefði eignast allar íbúðirnar á Keflavíkurflugvelli héldu stjórnmálamenn því fram að að þarna væru mikil verðmæti. Rafiðnaðarsambandið benti strax á að þetta væru ekki eins mikil gæði og af væri látið, því allar raflagnir og öll rafmagnstæki samræmdust ekki íslenskum öryggiskröfum. RSÍ benti á að skipta þyrfti um verulegan hluta raflagna og allar rafmagnstöflur væru fjarri því að vera í samræmi við íslenskar öryggiskröfur. Skipta þyrfti út öllum raftækjum og allt dreifukerfið þyrfti að endurnýja, um væri að ræða kostnaðarsamar  breytingar og fljótt á litið mætti ætla að kostnaður myndi fara vel yfir milljarð. Þessi orð féllu í grýttan jarðveg. Neytendastofa tók síðan allt svæðið út í nóvember og staðfesti athugasemdir RSÍ og tilkynnti Þróunnarfélaginu að öllum rafmagnsöryggismálum væri verulega ábótavant og þessar íbúðir mættu ekki fara í almenna notkun fyrr en búið væri að endurnýja allar raflagnir. Jafnframt kom fram að ekkert þeirra raftækja sem hefðu fylgt íbúðunum væri nothæft hér á landi sakir þess að þau uppfylltu ekki íslenskar öryggiskröfur. Þrátt fyrir þetta virti Þróunnarfélagið þessar athugasemdir að vettugi. Íbúðirnar voru kynntar almenning og sérstaklega námsmönnum, sem glæsilegar og ?fullbúnar? íbúðir. Fram kom í fréttum  í vor að það eina sem þyrfti að gera væri að skipta um klær á þeim rafbúnaði sem íslendingar flyttu með sér. RSÍ ítrekaði fyrri ábendingar um að þessi kynning Þróunarfélagsins og Keilis væri verulega ámælisverð, vísvitandi væri villt um fyrir unga fólkinu. Kynningin á íbúðunum væri ekki í samræmi við niðurstöðu Neytendastofu. Forsvarsmaður Neytendastofu staðfesti þetta í fjölmiðlum og á heimasíðu stofunnar. En Þróunnarfélagið og Keilir héldu sínu striki og hófu frágang á leigusamningum við ungt námsfólk og í fréttum birtist nýverið að búið væri að leigja 300 ungum fjölskyldum þessar glæsilegu og ?velbúnu? íbúðir. Unga fólkið ætti að flytja inn efitr rúman mánuð. Starfsmenn RSÍ könnuðu hvort það hefði farið framhjá þeim að rafiðnaðarmenn væru á svæðinu við að lagfæra rafkerfi íbúðanna, þetta væri svo umfangsmikið verkefni að það gæti varla hafa farið framhjá þeim. Í ljós kom að ekkert hefði verið gert og engar áætlanir um að taka á málinu. Þá voru fyrri athugasemdir ítrekaðar. Viðbrögð Keilis voru einkennilegt bréf svo ekki sé nú meira sagt, þar sem RSÍ var m.a. sakað um dylgjur og fleira í þeim dúr. En Þróunnarfélagið og Keilir náðu sínu fram, málinu var stillt upp eins og að var stefnt að þegar í upphafi , það væri búið að leigja íbúðirnar 300 ungum fjölskyldum. Þær ættu að flytja inn eftir einungis einn mánuð og ekki væri tími til að lagfæra raflagnir og endurnýja raftæki á svo skömmum tíma. Stjórnmálamenn létu Neytendastofu kokgleypa fyrri yfirlýsingar um að íbúðirnar mætti ekki fara í noktun fyrr en lagfæringum væri lokið. Í ómerkilegu afsökunarklóri ríkistjórnarinnar kom að um væri að ræða verulega kostnaðarsamar endurbætur. Allt sem RSÍ hafði áður bent á var staðfest. Það er skelfilegt að þurfa að horfa upp á að sá aðili sem er yfirvald í rafmagnseftirliti og öryggismálum skuli vera svínbeygður af tækifærissinnuðum stjórnmálamönnum.  Hvar er öryggi borgaranna? Hér eru stjórnmálamenn að spila með öryggi yfir 350 fjölskyldna á ósvífinn og óábyrgan hátt.  Það er búið að liggja fyrir allan tíman að íbúðirnar eru kynntar á röngum forsendum og augljóst að aldrei stóð til að fara að íslenskum öryggiskröfum. Ríkisstjórnin er búinn að losa Þróunnarfélagið undan því að þurfa að axla ábyrgð á því tjóni sem augljóslega mun verða á heimilistækjum þeirra ungu fjölskyldna sem flytja þarna inn. Ríkisstjjórnin er búinn að axla ábyrgð á þeim rafmagnsslysum sem þarna kunna að verða. Þetta er ljótur og óábyrgur leikur gagnvart þeim 350 ungu fjölskyldum, sem hafa verið leiddar veg blekkinga tækifærissinnaðra stjórnmálamanna. Reykjavik 7. Júlí 2007. Guðmundur Gunnarsson form Rafiðnaðarsambands Íslands  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?