Fréttir frá 2007

07 9. 2007

Smjörklípuaðferðin er stjórnmálamönnum töm þegar grípa þarf til andsvara.

?Ég ætla ekki að standa í vegi fyrir uppbyggingu þessa samfélags á Suðurnesjum ? segir ráðherra þegar hann var spurður um öryggi rafmagnsmála í hinum 350 íbúðum sem Keilir er að leigja ungum námsmönnum. Var spurt um það? Rafiðnaðarmenn eru mjög sáttir við að gamla herstöðin verði endurlífguð með ungu námsfólki og það eru margir möguleikar þar í að gera þetta svæði að lifandi byggð.?Ég ætla ekki að standa í vegi fyrir uppbyggingu þessa samfélags á Suðurnesjum ? segir ráðherra þegar hann var spurður um öryggi rafmagnsmála í hinum 350 íbúðum sem Keilir er að leigja ungum námsmönnum. Var spurt um það? Rafiðnaðarmenn eru mjög sáttir við að gamla herstöðin verði endurlífguð með ungu námsfólki og það eru margir möguleikar þar í að gera þetta svæði að lifandi byggð. Reyndar hafa nokkrir bent á að herinn hafi skilið mjög illa við sig hvað varðar hreinsun á landi umhverfis byggðina. En þar erum við rafiðnaðarmenn ekki á heimavelli, en spyrjum hvort ráðherrar hafi skoðað það mál. Viðskiptaráðherra er með einkar ósmekklegum hætti að stilla málinu upp með þeim hætti að málið snúist um að bjarga málinu svo þetta takist. Það er búið að liggja fyrir allan tímann að raflagnir og allur rafbúnaður uppfyllti ekki íslenskar kröfur og æðsti aðili rafmagnseftirlits hér á landi var búinn að banna notkun á íbúðunum. En Þróunnarfélagið og Keilir gerðu ekkert til að lagfæra það og virtu rafmagnseftirlitið að vettugi.  Það er mjög alvarlegt þegar ráðherrar taka sig til og taka æðsta aðila í eftirliti rafmagnsöryggis úr sambandi og gera honum að kokgleipa fyrri yfirlýsingar. Það er sambærilegt og þegar fyrrv. ráðherra sagði fyrir skömmu þegar kom í ljós að tillögur hans gengu gegn stjórnarskránni; ?Þá þarf að breyta stjórnarskránni.? Íslenskur almenningur hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum þurft að grípa fram fyrir hendurnar á ráðherrum, þegar þeir hafa talið sig vera í þeirri stöðu að þurfa ekki að fara að landslögum. Þar má benda á Eyjabakkanna, fjölmiðlamálið, neitunarvald forseta og eftirlaunafrumvarpið. Vitanlega átti Þróunnarfélagið að byrja á því að lagfæra íbúðirnar og hlutverk ráðherra er að sjá um að Þróunnarfélagið fari að landslögum og sé ekki að spila með öryggi fjölskyldna ungra íslenskra námsmanna. Ráðherrar okkar féllu enn einu sinni í þá gryfju að telja sig yfir lög hafna og færa fram ómerkilega afsakanir og beita smjörklípuaðferðinni. Nú um helgina voru ráðnir nokkrir rafvirkjar til þess að gera tilraun að bjarga málunum á nokkrum vikum. Það er ekki hægt, t.d. þarf að skipta um allar rafmagnstöflur og varbúnað. Jarðtengingar eru ekki í lagi og þannig má lengi telja. Við blasir mikill óvissutími hjá hinum 350 fjölskyldum. Það eru þeir ráðherrar sem settu bráðabirgðalögin sem eru búnir að losa Þróunnarfélagið og Keili undan ábyrgð og munu vitanlega verða krafðir um það. En eins og við íslendingar þekkjum okkar ráðherra, þá trúir ekki nokkur maður að þeir muni gera það. Enda smeigðu þeir inn í bráðabirgðalögin afsökun,  þar stendur að ráðherrar ætli að gera rafmagnseftirlitið ábyrgt, þrátt fyrir að þeir hafi gert það ómerkt. Guðmundur Gunnarsson form. Rafiðnaðarsambands Íslands 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?