Fréttir frá 2007

07 10. 2007

Staða rafmagnsöryggismála á varnarsvæðinu á Miðnesheiði

Viðskiptaráðherra er setur viðskiptahagsmuni ofar öryggi hinna 350 fjölskyldna. Hlutverk viðskiptaráðherra var að sjá til þess að Þróunnarfélagið færi eftir þeim reglum sem félaginu voru settar fyrir tæpu ári síðan, ekki taka rafmagnseftirltið úr sambandi. Rafiðnaðarsamband Íslands telur engan vafa leika á að ráðherra getur ekki sett bráðabirgðalög sem undanskilji tiltekinn aðila og tiltekin hús frá gildandi rafmagns- og byggingareglugerðum. Þetta tíðkaðist fyrri hluta síðustu aldar. Vinnubrögð viðskiptaráðherra eru ófagleg og að mati Rafiðnaðarsambandsins ólögleg og stórhættuleg og verður látið á það reyna verði fólk flutt inn í búðirnar í ágúst.Vegna ummæla viðskiptaráðherra í gær og greinar hans í Fréttablaðinu í dag þá er ástæða að benda á eftirfarandi staðreyndir, sem hafa legið fyrir frá desember á síðasta ári. Hér er tilkynning sem Neytendastofa birtií vor þegar Þróunnarfélagið og Keilir sýndu námsmönnum íbúðirnar og héldi því fram að nægjanlegt væri að skipta um klær:   Í desember sl. benti Neytendastofa utanríkisráðuneytinu á að raforkukerfi, raflagnir og rafbúnaður á varnasvæðinu væru ekki í samræmi við íslensk lög og reglur á rafmagnssviði og því yrði að huga vel að rafmagnsöryggismálum áður en aðgengi að svæðinu yrði rýmkað. Í framhaldi af ábendingu stofnunarinnar var haldinn sameiginlegur fundur með fulltrúum Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, utanríkisráðuneytisins og Neytendastofu. Á fundi þessum var óskað eftir úttekt stofnunarinnar á stöðu rafmagnsöryggismála á varnarsvæðinu.   Eftir úttekt Neytendastofu á raflögnum og rafbúnaði svæðisins sem fram fór í janúar s.l. kom í ljós að rafmagnskerfi á svæðinu er miðað við þarfir amerískra notenda og raflagnir  og rafbúnaður uppfyllir ekki íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði.   Rafföng, s.s. rofar og tenglar, kælar / frystar, heimilistæki o.þ.h. uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru vegna öryggiskrafna á EES-svæðinu, þ.m.t. á Íslandi og öll sala, leiga eða önnur afhending þeirra því óheimil.   Stofnunin telur því ekki ásættanlegt að húseignir á svæðinu verði teknar í notkun fyrr en raflagnir þeirra, þ.m.t. rafmagnstöflur og annar rafbúnaður, hafa verið færðar til samræmis við íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði.   Neytendastofa er æðsti eftirlitsaðili rafmagnsmála hér á landi og fer eftir þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni, henni er ekki heimilt að veita neina afslætti frá þessum reglum og þær eru flestar tengdar EES-svæðinu. Rafiðnaðarsamband Íslands telur að bráðabirgðalög viðskiptaráðherra séu þess vegna ómerk lög og mun láta lögfræðinga sína reyna á það verði fólk flutt inn í þessar íbúðir í ágúst fyrir dómstólum. Rafiðnaðarsambandið hefur varað við því að fólk flytji inn í íbúðirinar allt frá tíma að ríkisstjórn Íslands tók við íbúðunum fyrir um ári síðan.   Sambandið telur að verið sé að spila öryggi þess og ekki síst þeirra barna sem þangað flytja. Þetta hefur Neytendastofa staðfest, en hún hefur með rafmagnseftirlit að gera.  Þetta hefur legið fyrir síðan í nóvember, en Þróunnarfélagið og Keilir hafa kosið að virða þetta vettugi og auglýst íbúðirnar með ólöglegum rafbúnaði og leigt þær út. Ábyrgðin lá hjá Þróunnarfélaginu en þá kemur viðskiptaráðherra og axlar þessa ábyrgð.   Það vita allir rafiðnaðarmenn að það er ekki nóg að setja lekaliða á hluta rafbúnaðarins. Það þarf að skipta um allar töflur og varrofa auk þess að skipta um hluta af raflögnunum. Það þarf að skipta út öllum raftækjum eins stendur hér ofar. Fyrirsláttur ráðherra í gær um að hann hafi ráðið sérfræðing sem hafi starfað í liðlega 30 ár á Keflavíkurflugvelli til þess að setja upp lekaliða er út í hött. Verulegar líkur eru á að sá sem hefur starfað í umhverfi bandaríska hersins í 30 ár, þekki ekki núverandi reglugerðir og þann rafbúnað sem á að nota hér á landi í dag því hann hefur augljóslega ekki starfað í því umhverfi. Vitanlega hefði verið eðlilegra að ráða fagstofur sem starfa í núverandi umhverfi og gjörþekkja þann rafbúnað sem notaður er á Íslandi í dag.   Viðskiptaráðherra er setur viðskiptahagsmuni ofar öryggi hinna 350 fjölskyldna. Hlutverk viðskiptaráðherra var að sjá til þess að Þróunnarfélagið færi eftir þeim reglum sem félaginu voru settar fyrir tæpu ári síðan, ekki taka rafmagnseftirltið úr sambandi. Rafiðnaðarsamband Íslands telur engan vafa leika á að ráðherra getur ekki sett bráðabirgðalög sem undanskilji tiltekinn aðila og tiltekin hús frá gildandi rafmagns- og byggingareglugerðum. Þetta tíðkaðist fyrri hluta síðustu aldar. Vinnubrögð viðskiptaráðherra eru ófagleg og að mati Rafiðnaðarsambandsins ólögleg og stórhættuleg. Guðmundur Gunnarsson form Rafiðnaðarsambands Íslands

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?