Fréttir frá 2007

07 23. 2007

Lyktir Hamarsmála

Forsvarsmenn Rafiðnaðarsambandsins og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðar áttu fund með fulltrúum Bechtel og Alcoa áttu fundi fyrir nokkru þar sem fjallað var um starfsréttindi þeirra 50 pólsku rafiðnaðarmanna sem fyrirtækið Hamar hafði gert samning um að útvega Bechtel við byggingu álversins í Reyðarfirði. Málþófið hefur staðið yfir frá því í februar en það var loks í júnílok sem tókst að fá umbeðin gögn. Þá lagði Hamar fram gögn yfir 36 menn sem skráðir voru sem fullgildir rafvirkjar. Við mat menntamálaráuneytisins kom í ljós kom að einungis 22 þeirra voru með fullgild réttindi rafiðnaðarmanna,  8 höfðu lokið hluta náms sem rafiðnaðarmenn og 4 höfðu engin réttindi.Forsvarsmenn Rafiðnaðarsambandsins og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðar áttu fund með fulltrúum Bechtel og Alcoa áttu fundi fyrir nokkru þar sem fjallað var um starfsréttindi þeirra pólsku rafiðnaðarmanna sem fyrirtækið Hamar útvegaði Bechtel við byggingu álversins í Reyðarfirði.    Hamar gerði eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni í byrjun þessa árs samning við Bechtel um að útvega 50 fullgilda rafvirkja til verkefnisins. Pólsku rafvirkjanir komust fljótlega að því að þeir voru á mun lakari kjörum en aðrir rafvirkjar á svæðinu og höfðu samband við RSÍ. Við athugun starfsmanna Afls stéttarfélags í febrúar kom  í ljós að skráningar á annað hundrað starfsmanna sem Hamar útvegaði Bechtel voru ekki í lagi, sama gilti um launakjör og skráningu starfsréttinda.   Eftir alllangt þjark stéttarfélagana og Vinnumálastofnunar tókst loks að fá Hamar til þess að laga þessi atriði og lauk þeim þætti 1. maí síðastliðinn, utan þess að þá hafði Hamar ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir starfsmanna Fræðsluskrifstofu rafiðnaðar og menntamálaráðuneytisins lagt fram upplýsingar um starfsréttindi þeirra  sem fyrirtækið seldi út sem fullgilda rafvirkja. Loks í júní lok tókst að fá umbeðin gögn. Þá lagði Hamar fram gögn yfir 36 menn sem skráðir voru sem fullgildir rafvirkjar. Í ljós kom að einungis 22 þeirra voru með fullgild réttindi rafiðnaðarmanna,  8 höfðu lokið hluta náms sem rafiðnaðarmenn og 4 höfðu engin réttindi.   Þegar uppvíst varð í febrúar að Hamar hafði ekki fengið metin starfsréttindi þeirra sem fyrirtækið seldi út til Bechtel sem fullgilda rafiðnaðarmenn, tók Bechtel þá úr verkum þar sem krafist var starfsréttinda og hafa þeir ekki unnið við þau störf síðan. Á fundi forsvarsmanna Rafiðnaðarsambandið og Bechtel þann 17. júli þar sem farið var yfir allt málið að fenginni staðfestingu á starfsréttindum frá menntamálaráðuneytinu.  Þar sem þetta liggur fyrir, ásamt því að það tókst að fá Hamar til að leiðrétt laun, þá er ekki talinn þörf frekari aðgerða.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?