Fréttir frá 2007

07 23. 2007

Geysileg aðsókn í Skógarnes

Það sem af er sumri þá hefur aðsókn á Skógarnes orlofssvæði rafiðnaðarmanna við Apavatn verið meiri en allt síðasta sumar. Gott veður spilar þar vitanlega mest, en stórbætt aðstaða hefur dregið félagsmenn í auknum mæli að ásamt fjölskyldum þeirra. Það sem af er sumri þá hefur aðsókn í Skógarnes orlofssvæði rafiðnaðarmanna við Apavatn verið meiri en allt síðasta sumar. Þar spilar vitanlega stóran hlut gott veður sunnanlands, en einnig bætt aðstaða hefur dregið félagsmenn í auknum mæli að ásamt fjölskyldum þeirra. Reikna má með að gestir á svæðinu fari yfir 10 þús. á þessu ári. Ástæða er að geta þess að svæðið er ætlað félagsmönnum RSÍ, fjölskyldum þeirra og gestum. Vaxandi vandi hefur verið um helgar vegna ásóknar utanfélagsmanna. Á þessari loftmynd sem er tekinn um miðjan júlí sést allt svæðið. Það er 25 hektara og er syðsti hluti af Austureyjarnesi. Efst á myndinni eru nokkrir sumarbústaðir í einkaeigu og hluti Austureyjartúnanna. Nú er búið að malbika allan veginn að svæðinu, en hann 5 km. langur frá Laugarvatnsveginum. Vegurinn er beinn meðfram túnunum, en svo myndar trjágróður línu þvert yfir nesið og beygja er á veginum. Svæðið sunnan þessarar línu er í eigu RSÍ og hefur verið nefnt Skógarnes. Næst línunni nyrst á svæðinu er umsjónarhúsið og vélageymslurnar. Aðaltjaldsvæðið á miðju nesinu er nánast fullt þegar þessi mynd er tekinn, um 110 núverandi tjaldeiningar komast fyrir að þessu svæði og um 60 á hinum svæðunum. Reyndar hafa einingarnar verið að stækka á hverju ári, því hefur verið mætt með því að stækka tjaldsvæðin. Þegar fjölmennast er á svæðinu hafa þar verið um 600 manns. Á miðju tjaldsvæðinu er snyrtihúsið. Einnig eru vagnar á nýja svæðinu og nýju bollunum á skóginum á norðaustanverðu nesinu sem teknir voru í notkun í sumar. Við það stendur nýja snyrtihúsið. Í hvoru snyrtihúsanna eru 6 snyrtingar, 2 sturtur, stórir uppþvottavaskar með heitu og köldu vatni og gasgrill. Allt rafkerfi tjaldsvæðanna var endurnýjað í vor samkvæmt nýjum reglugerðum. Í umsjónarhúsinu er fullkomið þvottahús.  Þessi fallega mynd er tekinn af Róbert Reynissyni Sunnan og vestan við miðsvæðið er stóra húsið sem er 270 ferm. og fjölskylduhátíðartjaldið, sem er um 150 ferm. Í húsinu og tjaldinu hafa farið fram margar athafnir félagsmanna, starfsmannahátíðir, stórafmæli, giftingar, skírnir og fermingaveizlur. Auk þess vinnufundir og upptökur og æfingar á tónlist og leiklist. Tjaldið er tekið niður á veturna. 4 elstu húsin eru þar fyrir ofan í röð niður að bátahúsinu og höfninni, þau eru 45 ferm. Efst á svæðinu á norðvestanverðu nesinu sjást hin 5 nýju stórglæsilegu 93 ferm. hús sem búið er að reisa og hinir 5 grunnarnir sem verður byggt á á næstu misserum. 2 hús næsta vetu, 2 hús veturinn 2008 -2009 og síðasta húsið haustið 2009. Á túninu fyrir neðan stóra húsið sést nýji fóboltavöllurinn, sem verður tekinn í notkun seinna í sumar. Miklir þurrkar hafa seinkað áætlaðri opnun. Milli fótboltavallarins og eldri húsanna er púttvöllurinn sem er markaður af trjánum. Neðst á myndinni eða á suðaustanverðu nesinu er nýji æfingagolfvöllurinn. Brautirnar eru frá 50 m langar upp í 200 m. Samtals eru þær 1.1 km. Völlurinn er í mótun og verið að græða hann upp, en er strax orðin vinsæll meðal gesta á svæðinu. Með vatnsbakkanum um nesið og með girðingunni nyrst á svæðinu þvert yfir nesið sést svo göngustígurinn. Stígakerfið á nesinu er orðið rúmlega 3 km. langt. Þeir eru mikið notaðir jafnt til rólegra göngutúra og af skokkurum.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?