Fréttir frá 2007

07 24. 2007

Bremsulaus rafbúnaður

Þýðingarmesti munurinn milli ameríska 110 volta kerfisins og evrópska 230 volta kerfisins er ekki spennumunurinn eins og forsvarsmenn Þróunnarfélags Keflavíkurflugvallar hafa hamrað á í andsvörum sínum, heldur er það mikill munur kröfum um varnarbúnað. Útleysitími varrofa er mun lengri og mun hærri lekastraumur þarf að fara um þann sem verður fyrir rafstuði áður en búnaðurinn leysir út. Straumur umfam 200 mA í 200 millisek. veldur alvarlegum innra bruna, hjartatruflunum og skemmdum í vöðvum og nýrum. Föstudaginn 6. júlí þegar hin kostulegu Bráðabirgðalög voru sett komu ráðherrar fram og sögðu að þetta væri smámál. Við bentum þeim á að það væri fjarri því að svo væri, það væri verið að spila með öryggi 350 fjölskyldna. Laugardeginum 7. júlí er farið að hringja í rafvirkja og rafverktakafyrirtæki um öll Suðurnes og ráða rafiðnaðarmenn til breytinga á íbúðunum. Mörgum rafiðnaðarmönnum þótti því fjölmiðlafarsi Þróunnarfélagsins á mánudeginum  9. júlí harla einkennilegur.Rafstraumur veldur skaða í lifandi vefjum fari hann yfir ákveðið magn. Líkaminn verður eins og raftæki og myndar mótstöðu í rafrás og þar myndast hiti og brunadrep verður í vefjum sem valda mótstöðu. Til þess að fá straum í gegnum sig þarf líkaminn að vera hluti straumrásar, t.d. að taka um spennuhafadi vír og standa á röku gólfi. Þá fer straumur í gegnum líkamann. Í þessu sambandi má benda á það sem er mörgum hugleikið; Hvers vegna fuglar geti sest á raflínur eins og ekkert sé. Svarið er að þeir snerta ekkert annað en þessa einu línu. Það myndast engin leiðni í gegnum fuglinn. Lítil mús sem nagar sig í gegnum raftaug lendir aftur á móti illa í því, sakir þess að hún stendur á jörð með rafvírinn upp í sér, músin er orðin hluti af rafrás.   Straummagn á leið í gegnum líkama ræðst af straumstyrk, stærð snertiflatar, lengd tímans sem straumurinn varir og leið hans gegnum líkamann. Straumstyrkurinn ákvarðast af hversu há spennan er á milli staðanna þar sem straumurinn fer inn í líkamann og út úr honum. Þurr heilbrigð húð er ekkert sérstaklega góður leiðari, hún myndar ákveðna vörn fyrir innri vefji. Við getum t.d. hæglega tekið um báða póla rafgeymis í bíl án þess að verða þess vör. En spenna sem er 110 eða 230 volt sem algeng er í húsum nær auðveldlega í gegnum húðina og inn í vöðva og slímhimnur sem eru góðir leiðarar.  Það þarf mjög lítinn straum og í mjög skamman tíma til að valda alvarlegum innra bruna, hjartatruflunum og skemmdum í vöðvum og nýrum.  Hitastigshækkun í innri líffærðum veldur mikilli hættu á að blóðtappar myndist. Við raförvun umskautast frumur og vöðvafrumur dragst saman. Hættulegustu áhrifin verða ef straumur fer frá handar til handar um brjóstholið eða um hendi til fótar. Rafboð til hjartans truflast og hjartaflökkt getur verið afleiðingin. Rafbruni framkallar próteinbreytingu í vefjum og frumuveggjum og myndar tappa.  Áhrif rafstraums á taugarkefið veldur meðvitundarskerðingu, lömun og öndunartruflunun sem valda svo súrefniskerðingu. Algeng afleiðing eru minnistruflanir, svefntruflanir og þunglyndi.   Þýðingarmesti munurinn milli ameríska 110 volta kerfisins og evrópska 230 volta kerfisins er ekki spennumunurinn eins og forsvarsmenn Þróunnarfélags Keflavíkurflugvallar hafa hamrað á í andsvörum sínum, heldur er það mikill munur kröfum um varnarbúnað. Útleysitími varrofa er mun lengri og mun hærri lekastraumur þarf að fara um þann sem verður fyrir rafstuði áður en búnaðurinn leysir út. Straumur umfam 200 mA í 200 millisek. veldur alvarlegum innra bruna, hjartatruflunum og skemmdum í vöðvum og nýrum.  Lekaliðar eru í evrópsku kerfunum og þar er ekki bara mælt á milli fasa heldur einnig til jarðar og ásamt því að öll tæki jarðbundinn eða með tvöfaldri einagrun. Til þess að sá þýðingarmikli varnabúnaður virki þufti að breyta raflögnum í flugvallaríbúðunum verulega, skipta út töflukössum og jarðtengja búnað og skipta um allt raflagnaefni. Ekkert af þessu var til staðar í flugvallaríbúðunum.   Margir skilja ekki þetta tæknimáli. Mér er tamt að nota myndlíkingar því auk rafvirkjamenntunar í Iðnskólanum og framhaldsnáms í Tækniskólum hér á landi og í Danmörku er ég menntaður kennari frá Kennaraháskólanum og starfaði í 10 ár sem kennari í rafmagnsfræðum. Það má lýsa þessu með þeim hætti að amerískir bílar komast klárlega jafnvel áfram og þeir evrópsku, en bremsukerfi hinna amerísku væru mun lakari. Bráðbirgðalög ríkistjórarinnar samsvöruðu því að hún hefði ákveðið að hleypa 350 kraftmiklum en bremsulitlum amerískum bílum út í íslenska umferð. Það er svo sem ekki öruggt að þeir yllu skaða á þeim fjölskyldum sem ferðast myndu í þessum bílum eða á þeim sem yrðu í vegi þeirra, en líkurnar voru töluverðar.   Séstök ástæða er að geta þess að föstudaginn 6. júlí þegar hin kostulegu Bráðabirgðalög voru sett komu ráðherrar fram og sögðu að þetta væri smámál. Við bentum þeim á að það væri fjarri því að svo væri, það væri verið að spila með öryggi 350 fjölskyldna. Einhverjir hafa greinilega farið að skoða málið betur. Á laugardeginum 7. júlí er farið að hringja í rafvirkja og rafverktakafyrirtæki um öll Suðurnes og ráða rafiðnaðarmenn til breytinga á íbúðunum. Sama ráðningarvinna hélt áfram næstu daga á eftir. Mörgum rafiðnaðarmönnum þótti því fjölmiðlafarsi Þróunnarfélagsins á mánudeginum  9. júlí harla einkennilegur, en þá mætti framkvæmdastjóri Þróunnarfélagsins í morgunútvarp og lýsti því yfir að ég væri fífl og vissi ekkert um rafmagnsmál. Verkfræðing með yfir 30 ára reynslu í amerísku rafmagni var teflt fram á Stöð 2 og hann sýndi að í íbúðunum væru tenglar sem væru eins og tíðkast á Íslandi og kominn varnarbúnaður. Ekki kom fram að þetta hefði verið gert yfir helgina og heldur ekki að tekinn hafði verið sú ákvörðun að fara eftir tilmælum Neytendastofu frá því í nóvember 2006 að ekki yrði flutt inn í íbúðirnar fyrr en að lagfæringum loknum.  Spyrja má hvað kostar það mikla fjármuni að Þróunnarfélagið virti að vettugi fyrirmæli æðsta valds rafmagnseftirlits hér á landi og lenda svo í þessari stöðu. Ef farið hefði verið strax í þetta mál eins og Rafiðnaðarsambandið benti ítrekað á að þurfti að gera, þá hefði unnist tíma til þess að gera magninnkaup á rafbúnaði og eins tilboðum í verkið með útboðum.   Það er svo sérstakt umhgusunarefni að ráðherrar telji sig geta sett bráðabirgðarlög og kippt úr sambandi löggiltum reglugerðum til þess að þjónkast einum tilteknum aðila, reyndar mjög alvarlegt mál. Þessar reglugerðir eru reyndar ekki allar á valdi íslenskra stjórnvalda, þær eru samkvæmt EES stöðlum sem íslenskt stjórnvöld geta ekki breytt og hefðu örugglega orðið að draga tilbaka bráðbirgðalögin m.a. vegna jafnræðisreglna. Guðmundur Gunnarsson form Rafiðnaðarsambands Íslands

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?