Fréttir frá 2007

07 28. 2007

Komum skúrkunum til fógeta

Ég les ekki DV reglulega, en fletti því ef það verður á vegi mínum og ég er ekki að flýta mér. Ég veit svo ekki nákvæmlega hvers vegna, en líklega er það vegna þess að að umfjöllun í DV hefur oftar en ekki snúist um eitthvað sem mig langar ekkert að vita. Í vikunna rakst ég á viðtal við formann verkalýðsfélagsins á Akranesi. Vilhjálmur er mjög duglegur í sínu starfi, en ég get bara ekki fallist á svona málflutning, hann þjónar varla þeim tilgangi að ná árangri. Verkalýðshreyfingin hefur ekki staðið í vegi fyrir því að laun skagamanna hækki. Ég les ekki DV reglulega, en fletti því ef það verður á vegi mínum og ég er ekki að flýta mér. Ég veit svo ekki nákvæmlega hvers vegna, en líklega er það vegna þess að að umfjöllun í DV hefur oftar en ekki snúist um eitthvað sem mig langar ekkert að vita. Í vikunna rakst ég á viðtal við formann verkalýðsfélagsins á Akranesi. Vilhjálmur er mjög duglegur í sínu starfi, en ég get bara ekki fallist á svona málflutning, hann þjónar varla þeim tilgangi að ná árangri. Í viðtalinu sagði hann m.a. að það væri verkalýðshreyfingunni til skammar að félagið hans væri með kjarasamning þar sem lágmarkslaun væru rétt liðlega 100 þús. kr. Gerir verkalýðsfélagið á Akranesi kjarasamninga við verkalýðshreyfinguna? Eru það Grétar og Gylfi sem svona miklir skúrkar? Eða er það kannski Kristján í Starfsgreinasambandinu sem samdi svona við skagamennina? Ég er búinn að vera í þessum bransa í 17 ár, eins og segir ágætu kvæði Ladda, og við í Rafiðnaðarsambandinu höfum alltaf gert kjarasamninga við fyrirtækin sem okkar félagsmenn vinna hjá, aldrei við önnur stéttarfélög. Við samningamenn rafiðnaðarmanna höfum oft verið í Karphúsinu um leið og samningamenn annarra stéttarfélaga og ég get fullyrt að ég hef aldrei skynjað annað en að allir samningamenn verkalýðshreyfingarinnar berjist um á hæl og hnakka með hurðaskellum og öllum pakkanum við að ná töxtum kjarasamninganna upp. Eins og ég upplifi þetta þá stendur deilan á milli þeirra og fulltrúa fyrirtækjannna. Þær niðurstöður sem nást í Karphúsinu eru alltaf bornar undir félagsmenn og það eru þeir sem samþykkja eða fella samninga. Einhverra hluta vegna minnir mig endilega að skagamenn hafi alltaf verið með öðrum Starfsgreinasambandsmönnum í Karphúsinu og skrifað undir samningana og samþykkt þá. Ég hef aldrei þurft að deila við önnur stéttarfélög um lægstu laun. Halda menn að samningamenn verkalýðshreyfingarinnar standi og segi; "Nei takk alls ekki meiri launahækkanir." Ég hef aftur á móti þurft að takast á við nokkur fyrirtæki þá helst starfsmannaleigur um lægstu laun, svo ég vitni aftur í alþýðuskáldið Ladda, takast á við skúrkanna og koma þeim til fógeta. Formaðurinn á skaganum lýsir því svo yfir að ef hann fái að ráða í komandi kjarasamningum þá verði lægstu laun hækkuð verulega umfram það sem aðrir geta náð. Með leyfi; ætlar hann að gera þennan samning við verkalýðshreyfinguna eða fyrirtækin? Er lausnin fólgin í því að setja alla aðra á varamannabekkin og gefa skagamönnum tækifæri til þess að skora mörkin? Það tókst að hækka lágmarkslaun rafiðnaðarmanna um 47% á síðasta samningstímabili, eða liðlega 28% umfram almennar launahækkanir og erum að gera okkur vonir um að ná þeim eitthvað lengra í komandi samningum, en held að það sé óraunsætt að svona mikið stökk verði endurtekið. Ég hélt að það væru bara misvitrir frjálshyggjustjórnmálamenn sem tækju þannig til orða að það sé verkalýðshreyfingunni að kenna að lægstu laun séu svona lág. Ekkert er auðveldara en að vera með yfirboð og stjórnmálamenn eru þekktir fyrir þau. Það er klókum samningamönnum verkalýðshreyfingarinnar að þakka hversu mikið kaupmáttur hefur aukist á Þjóðarsáttartímanum. Á árunum þar á undan sömdu menn um 30% launahækkanir á 6 mánaðafresti og verðbólgan át allt upp  og menn sátu uppi með minnkandi kaupmátt. GG

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?