Fréttir frá 2007

08 2. 2007

Grein um málefni launamanna eftir formann Verkalýðsfélags Akranes

Heimasíðunni hefur borist bréf frá Vilhjálmi formanni Verkalýðsfélags Akranes, sem hann biður um að verði birt.Sæll félagi Guðmundur   Hingað á skrifstofu félagsins kom maður og sagði mér að þú hefðir ritað pistil á síðu RSÍ sem fjallaði að stórum hluta um mig.   Ég er djúpt snortinn eftir að vera búinn að lesa þennan pistil sem þú skrifar og enn og aftur kemur þú og leiðbeinir mér í þessum flókna skógi sem verkalýðsmálin eru.   Ég var svo vitlaus að halda að þú ynnir gegn mér þegar við vorum að vinna að stóriðjusamningunum á Grundartanga.  Hvað með það þú værir að senda samninganefndinni á sínum tíma tölvupóst þar sem þú gagnrýndir mig harðlega m.a. fyrir að fara í vinnustaðaheimsókn til starfsmanna Norðuráls, þú varst að sjálfsögðu bara að hjálpa mér og leiðbeina.      Hvernig gat mér dottið í hug að verkalýðshreyfingin hefði eitthvað með kaup og kjör verkafólks að gera, hún ber að sjálfsögðu ekki ábyrgð á slíku. Auðvitað er það rétt hjá þér, og á það reyndar við allt sem þú segir eða gerir.  Verkalýðshreyfingin hefur ekkert með það að gera að lágmarkslaun sú einungis 125.000 hún þarf ekkert að skammast sín fyrir þessa taxta eða eins og segir í ágætu kvæði hjá  Bubba- ekki benda mig.   Ég skil ekki af hverju starfsmenn Norðuráls voru brjálaðir yfir kjarasamningum sem þú og fyrrverandi formaður VLFA gerðuð árið 1998.  Vissulaga var kjarasamningur Norðuráls 25% lakari heldur en kjarasamningur ISAL á þeim tíma og starfsmenn fengu ekki færi til að kjósa um hann.  Hvernig datt starfsmönnum NA í hug að kenna ykkur um þennan lélega kjarasamning.  Eins og þú segir lélegir kjarasamningar og launataxtar eru ekki verkalýðshreyfingunni að kenna, það er einhverjum öðrum um að kenna.   Vissulega var það einnig ekki þér og RSÍ að kenna að starfsmenn GTT njóti mun lakari réttinda en félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness sem starfa hjá Fangi og Klafa á Grundartangasvæðinu.  Að sjálfsögðu er það ekki þér að kenna að nýir starfsmenn GTT hafa ekki sama veikindarétt, bónus, orlofs og desemberuppbætur eins og allir aðrir á Grundartangasvæðinu, þú jú reyndir eins og þú gast í síðustu samningum og þetta var bara grís hjá VLFA að ná öllum þessum réttindum fyrir sitt fólk.   Auðvitað var ekkert annað í stöðunni hjá þér en að boða til formannafundar landssambandanna þegar þú taldir að ég væri næri búinn að eyðalega stóriðjusamningana á Grundartanga árið 2005.  Eins og áður sagði þá var það heppni að VLFA náði öllum sínum kröfum í gegn, en ekki RSÍ.  Þú vast bara óheppinn í samningum við GTT og þetta er eins og áður sagði ekki þér að kenna, en ég segi bara, kemur bara næst kúturinn minn.    Það hefur verið gríðarlegur heiður að fá að vinna með þér og maður er búinn að læra hvernig alvöru verkalýðsleiðtogi eins og þú vinnur við gerð kjarasamninga.   Það er algjör snilld að sjá þegar þú þykist vera sofandi á samningafundum og ég tala ekki um þegar þú rýkur út af fundum og skellir hressilega á eftir þeir þannig að stór sér á dyrakömrum allt lauslegt hrynur í hillum og í kjölfarið koma blaðamenn úr öllum áttum til að taka viðtal við þig.   Ég tala nú ekki um á ársfundum ASÍ þar sem þú flytur hverja stórræðuna á fætur annarri og lætur allt og alla heyra það og maður hreinlega pissaði niður af hrifningu þegar þú strunsaðir út af einum ársfundinum fyrir nokkrum árum, ef ég man þetta rétt.   En að lokum vil ég þakka þér fyrir að benda mér á það að það er ekki verkalýðshreyfingunni að kenna að lágmarkslaunin eru einungis 125.000 hreyfing hefur ekkert með það gera.    En eitt að lokum mig hlakkar til að læra meira af þér félagi Guðmundur, þú ert jú aðalkallinn í verkalýðshreyfingunni sem allir eru SKÍTHRÆDDIR.  Ég reyndar skil það alls ekki af hverju menn eru hræddir við þig því að þú er númer 1 í verkalýðshreyfingunni og ekki má gleyma að geðbetri mann innan verkalýðshreyfingarinnar er ekki hægt að finna.    Þinn einlægur vinur Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness   Ps  Þú birtir þetta væntanlega á heimasíðu RSÍ sem svar við pistli þínum um mig.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?