Fréttir frá 2007

08 7. 2007

Þróunnarfélagið fer að rafmagnsreglugerðum

Fyrir um ári síðan þegar Þróunnarfélagið tók við flugvallaríbúðunum benti RSÍ á að þær væru ekki eins velbúnar og þeir létu af. Rafmagnseftirlitð tók undir það og birti í nóvember úrskurð um hvað þyrfti að lagfæra. Þróunnarfélagið virti þetta að vettugi og leigði allar íbúðirnar út í vor og fékk viðskiptaráðherra til þess að gefa út bráðabirgðalög um afslátt á öryggi þeirra sem flyttu í íbúðirnar. RSÍ mótmælti og fékk skömm í hattinn frá ráðherrum og Þróunnarfélaginu.Fyrir um ári síðan þegar Þróunnarfélagið tók við flugvallaríbúðunum benti RSÍ á að þær væru ekki eins velbúnar og þeir létu af. Rafmagnseftirlitð tók undir það og birti í nóvember 2006 úrskurð um hvað þyrfti að lagfæra, öll raftæki fullnægðu ekki öryggiskröfum og sama gilti um raflagnir og öryggistæki hans. Þróunnarfélagið virti þetta að vettugi og auglýsti þær í vor og sýndi sem velbúnar með amerísku tækjunum og það eina sem þyrfti að gera væri að skipta um nokkrar klær. 300 íbúðir voru leigðar út í sumar. RSÍ benti þá á að þetta gengi ekki og það yrði að fara eftir úrskurði rafmagnseftirlitsins annað væri glapræði og glannaskapur. RSÍ benti á það í vetur og endurtók það í vor að þetta væri það umfangsmikið verk að það þyrfti mikinn undirbúning og myndi kosta að öllum líkindum sem svaraði a.m.k 1 - 1.5 millj. kr. á íbúð þegar allt væri tekið, eða um 400 millj .kr. Spara mætti umtalsverðar upphæðir ef það væri boðið út. Í sumar benti RSÍ á að Þróunnarfélagið myndi ekki komast upp með þetta og þyrfti að kaupa allt verkið á hæstu útseldri vinnu. Þegar allt var komið í óefni setti ríkisstjórnin bráðabirgðalög um afslátt á öryggi þeirra sem flyttu í íbúðirnar. RSÍ mótmælti og fékk skömm í hattinn frá ráðherrum og Þróunnarfélaginu. Málið var skoðað betur og það kom í ljós að ekki yrði undan því vikist að lagfæra raflagnir og rafbúnað. En þá var vitanlega orðið allt of seint að bjóða verkin út. Á sama tíma og ráðherrar og forsvarsmenn Þróunnarfélagsins voru að skamast út í RSÍ, þá voru þeir í símanum við að ráða rafiðnaðarmenn til verksins. Þetta er gott fyrir alla sérstaklega námsmennina og fjölskyldur þeirra. Þeir fá það öryggi sem þeim ber, rafverktakafyrirtækin fá góð verk án útboða og við erum þakklátir ráðherrum fyrir að sjá að sér.  Guðmundur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?