Fréttir frá 2007

08 14. 2007

Hvað gerir Ratsjárstofnun?

Ef ratsjárupplýsingar eru ófullnægjandi þarf að lengja öryggisbil milli flugvéla mjög mikið bæði fram- og afturfyrir fyrir og upp og niður fyrir. Ef það verður gert komast mun færri flugvélar eftir þeim flugleiðum sem við stjórnum og mun hafa mikla og óásættanlegar afleiðingar að mati flugfélaganna, sem munu þá krefjast þess að flugumferðarstjórnin verði flutt til annarra.Ratsjárstofnun rekur 4 ratsjárstöðvar hér á landi, eina á hverju landshorni. Starfsemin byggist á að mestu að staðsetja allt flug í okkar heimshluta og senda þennan ratsjárgeisla til flugstjórnarkerfa og varnarkerfis bandaríkjamanna. Ratsjárstofnun nær öllum flugvélum sem fara um okkar heimshluta, bæði skráðar vélar og óskráðar vélar. Fyrstu áratugina tvo störfuðu 32 tæknimenn auk 4 ? 6 á skrifstofu. En smá saman voru ráðnir fleiri á skrifstofu stofnunarinnar og voru þeir orðnir á fleiri en tæknimennirinir í árslok 2004. Í dag starfa þar 12 tæknimenn en starfsmenn í heild eru um 50. Bandaríkjamönnum ofbauð hver rekstrarkostnaðurinn var orðin í árslok 2004 og kröfðust þess að skorið væri niður. Þeir bentu á að í stofnuninni væri hver silkihúfan upp af annarri, og fáir skildu hvað þeir vær að gera. Einnig var búið að ráða umsjónarmenn í stöðvarnar og þeim skipað að vera utan stéttarfélaga, einnig var búið að ráða stöðvarstjóra. Engin sem til þekkti var undrandi á því að bandaríkjamönnum blöskraði þessi rekstur. Hagræðingartillaga skrifstofufólksins árið 2004 var; ?Segjum upp helming tæknimannanna? og það var gert.   Þetta setti rekstraröryggið mikið niður, m.a. vegna þess að stöð getur legið niðri þann tíma sem það tekur að koma tæknimönnum frá Keflavík vestur í Bolungarvík og upp á Bolafjall. Austur í Bakkafjörð og upp á Gunnólfsvíkurfjall eða austur í Hornafjörð. Starfsemi Ratsjárstofnunar leiðir til þess að íslendingar geta tekið að sér flugumsjón á mjög stóru svæði í okkar heimshluta og við höfum umtalsverðar tekjur af þessu og skapar mörg verðmæt störf flugumferðarstjóra. Kanadamenn og Skotar hafa ítrekað sóst eftir að ná þessu til sín.  Ef ratsjárupplýsingar eru ófullnægjandi þarf að lengja öryggisbil milli flugvéla mjög mikið bæði fram- og afturfyrir fyrir og upp og niður fyrir. Ef það verður gert komast mun færri flugvélar eftir þeim flugleiðum sem við stjórnum og mun hafa mikla og óásættanlegar afleiðingar að mati flugfélaganna, sem munu þá krefjast þess að flugumferðarstjórnin verði flutt til annarra. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?