Fréttir frá 2007

09 3. 2007

Ráðherrar eru ekki að sinna þeim verkefnum sem þeim eru falinn

Það er ekki óalgengt að heyra marga helstu forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins tala um glæsilegan árangur flokksins í efnahagsstjórn landsins og þeir hafi skilað svo og svo mörgum milljarðatugum í afgang við ársuppgör ríkissjóðs. Ég skil ekki hvernig menn komast að þessari niðurstöðu. Það er vitanlega ákaflega auðvelt að gera sem allra minnst og safna upp tekjuafgang og hrósa svo sjálfum sér fyrir hversu vel sé staðið að verki. En í raun er ekki verið að sinna þeim störfum sem þeim eru falinn.Það er ekki óalgengt að heyra marga helstu forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins tala um glæsilegan árangur flokksins í efnahagsstjórn landsins og þeir hafi skilað svo og svo mörgum milljarðatugum í afgang við ársuppgör ríkissjóðs. Ég skil ekki hvernig menn komast að þessari niðurstöðu. Okkur er gert af þessum hinum sömu að þurfa að horfa upp á biðlista fleiri hundraða aldraðra eftir hjúkrunarrými, neyðarástand hjá þeim sem þurfa geðhjúkrun, sama er upp á tengingnum á mörgum sviðum í heilbrigðisþjónustunni. Verulegra úrbóta er þörf í samgöngumálum . Kostnaði við verknám er í sífellt stærra mæli velt yfir á nemendur og þannig má lengi telja. Maður gæti skilið einhvern hluta af þessu ef stjórnvöldum væri gert ómögulegt að sinna þessum verkefnum sakir þess að við greiddum of lítið í skatta, en það er komið í ljós að svo er ekki. Allar skrifborðsskúffur fjármálaráðherra eru smekkfullar af peningum auk fataskápsins, hann hefur úr nógu að spila. Þetta segir okkur að ráðherrarnir eru ekki að vinna þau verkefni sem við ætlumst til af þeim. Það er afskaplega auðvelt og löðurmannlegt að skila tekjuafgang með því að gera ekki neitt og víkja sér undan því að takast á við þau verkefni sem blasa við. Svo ég líki þessu saman við starfsemi stéttarfélags,  til dæmis rekstur orlofsjóðs. Til hans renna lögbundin gjöld og samkvæmt landslögum og reglugerðum er það hlutverk umsjónarmanna orlofssjóða að bjóða félagsmönnum og fjölskyldum þeirra upp á aðstöðu til orlofsdvalar. Við gerum fjárhagsáætlun um hversu miklar tekjur sjóðurinn komi til með að hafa komandi fjárhagsár. Við stillum upp áætlum um hversu háar leigutekjurnar eigi að vera, að teknu tillit til þess förum við yfir hversu mikið við höfum til þess að endurnýja og lagfæra orlofsaðstöður og hvort hægt sé að bæta við reksturinn. Það er hlutverk okkar starfsmannanna að nýta allan rekstrarafgang til þess ná sem best þeim markmiðum sem okkur eru sett. Það væri vitanlega ákaflega auðvelt fyrir okkur að gera sem allra minnst, safna upp tekjuafgang og hrósa okkur svo sjálfum fyrir hversu vel við stæðum að rekstrinum, með því að sinna í raun og veru að sinna ekki þeim störfum sem okkur eru falinn. Sama gildir í einnig um rekstur sjúkrasjóðs, endurskoða þarf bótakerfið reglulega með tilliti til þess  hvar þörfin sé og hversu miklu sé úr að spila. Þarna er einnig auðveldast að gera sem minnst og skila miklum tekjuafgang.  Það er nákvæmlega það sama sem fjármálaráðherra og aðrir ráðherrar hafa gert. Við skattgreiðendur höfum látið þá hafa nægilegt fjármagn til þess að sinna þeim verkefnum sem við ætlumst til að þeir framkvæmi, en það gera þeir greinilega ekki. Þeir hafa svigrúm til þess að lagfæra launakjörin þannig að manna megi umönnunarstofnanrinar, ganga til samninga við okkur um að byggja 800 hjúkrunarrými fyrir aldraða og rekstur þeirra. Bæta verkmenntakerfið og setja það jafnfætis við bóknám með því að fella niður efnisgjöld. Endurskoða skerðingar- og frítekjumörk bótakerfisins. Hættið þessu slugsi og gangið tiul þeirra starfa sem þið eruð kjörnir til. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?