Fréttir frá 2007

09 7. 2007

Enn einu sinni snýst opinber stofnun gegn launamönnum

Eins og margoft hefur komið fram á undanförnum árum þá hafa trúnaðarmenn launamanna og starfsmenn stéttarfélaga ítrekað kvartað undan því að þó svo fyrir liggi að fyrirtæki séu að brjóta lög og kjarasamninga þá bregðast opinberar eftirlitsstofanir seint eða jafnvel alls ekki við.Eins og margoft hefur komið fram á undanförnum árum þá hafa trúnaðarmenn launamanna og starfsmenn stéttarfélaga ítrekað kvartað undan því að þó svo fyrir liggi að fyrirtæki séu að brjóta lög og kjarasamninga þá bregðast opinberar eftirlitsstofanir seint eða jafnvel alls ekki við. Ítrekað hefur komið fyrir þegar fyrirtæki á Kárahnjúkasvæðinu hafa ekki uppfyllt reglugerðir um aðbúnað og kannski fengið á sig dagsektir eftir langt þref trúnaðarmanna starfsmanna, þá hafa þær ætíð verið felldar niður.   Undanfarnar vikur hafa trúnaðarmenn starfsmanna ítrekað krafist þess að fá upplýsingar um kjör starfsmanna undirverktaka Arnarfells. Þeir töldu sig hafa fyrir því allgóð rök að þessi mál væru ekki í lagi. Fyrirtæki Arnarfells hafa virt þessi tilmæli að vettugi. Þrátt fyrir kvartanir og kröfur um viðbrögð snéri Vinnumálastofnun ætið bakinu í viðmælendur, svo kom eftir 6 vikur að Vinnumálastofnun gat ekki annað en tekið upp síman og svarað. Upphófst venjubundinn fyrirsláttur við starfsmenn stéttartfélaganna og undanlátssemi gagnvart fyrirtækjunum. Vinnumálastofnun varð sér ítrekað til minnkunar og athlægi, sendi lögregluna á stað og greinilega fengu starfsmenn Vinnumálastofnunar  einhver harðorð símtöl frá mikilsmetandi mönnum þannig að rokið var til og lögreglan kölluð tilbaka.   Svo kom að miðstjórn ASÍ sendi frá sér mjög harðorða ályktun og íslenskir samstarfsmenn hinna erlendu manna hófu undurbúning vinnustöðvunar, þá loks fór forstjórinn austur og settist að samningum við Arnafell!!. Samning um hvað!!? Var um eitthvað að semja? ?Við viljum sko engin slagsmál? hreitti hrokafulkur fulltrúi Vinnumálastofnunar í launamenn í fjölmiðlum, ?Við erum búinn að leysa málið með farsælum hætti.?   Vinnumálsatofnun er enn einu sinni með allt niðrum sig og sendir aumkvunarverð frá sér þau skilaboð til fyrirtækja að það sé alveg sama þó þau brjóti alla samninga á launamönnum um laun og aðbúnað. Skilboðboð Vinnumálstofnunar til fyrirtækjanna eru : Það er sko allt í lagi fyrirtæki góð því við munum alltaf verja ykkur fyrir kröfum launamanna og stéttarfélaga. Við munum sjá til þess að það muni ekki verða tekið á því og þið fáið engar sektir. Reynið bara og athugið hvort þið komist ekki upp með það. Það er stundum sem hin karga verkalýðshreyfing stendur í einhverju mótmælaþvargi vikum saman. við athugum alltaf hvort við getum ekki þagað hana af okkur. En ef það tekst komum við og semjum við fyrirtækin. Þið þurfa ekkert að óttast elskurnar okkar, blessaðir verið nú ekki að hika við að brjóta á starfsmönnum ykkar. Kærar kveðjur ykkar kæra Vinnumálastofnun.   Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?