Fréttir frá 2007

09 12. 2007

Fundur Félagsmálaráðherra og fulltrúa ASÍ í dag vegna óskráðra launamanna og viðbrögðum við ef fyrirtæki eru að brjóta settar reglur. Gera á sérstakt átak á næstunni gagnvart fyrirtækjum sem ekki fara eftir settum reglum.

Félagmálaráðherra boðaði fulltrúa ASÍ til fundarins í dag. Fundarefni mótaðist af framkomnum upplýsingum og rökstudds gruns um að fjöldi fyrirtækja er starfa hér á landi hafi látið hjá líða að tilkynna til Vinnumálastofnunar um ráðningu erlendra starfsmanna og upplýsa um réttindi þeirra og kjör. Í lósi þessa  hefur félagsmálaráðherra kallað eftir eftirlitsátaki og hertum aðgerðum Vinnumálastofnunar til úrbóta í fullt. Af hálfu ASÍ sátu fundinn forseti og varaforseti, ásamt Halldóri Grönvold aðst.framkvs.tj. og Guðmundi Gunnarssyni form RSÍ. Félagmálaráðherra boðaði fulltrúa ASÍ til fundarins í dag. Fundarefni mótaðist af framkomnum upplýsingum og rökstudds gruns um að fjöldi fyrirtækja er starfa hér á landi hafi látið hjá líða að tilkynna til Vinnumálastofnunar um ráðningu erlendra starfsmanna og upplýsa um réttindi þeirra og kjör. Í lósi þessa  hefur félagsmálaráðherra kallað eftir eftirlitsátaki og hertum aðgerðum Vinnumálastofnunar til úrbóta í fullt. Af hálfu ASÍ sátu fundinn forseti og varaforseti, ásamt Halldóri Grönvold aðst.framkvs.tj. og Guðmundi Gunnarssyni form RSÍ. Samhliða þeirri vinnu sem nú á sér stað í starfshópi á vegum félagsmálaráðuneytisins hefur ráðherra mælst til þess að Vinnumálastofnun hefji þegar vinnu við afmörkuð verkefni er lúta að eftirlitinu, að skýr skilaboð verði gefin út um að ekki sé annað liðið en að fyrirtæki, innlend sem erlend, virði íslensk lög og að viðurlögum í lögum verði beitt með markvissum og samræmdum hætti eftir því sem ástæða er til. Meginmarkmið með eftirlitinu og aðgerðum Vinnumálastofnunar er að tryggja að hinir erlendu starfsmenn búi við sambærileg kjör og aðbúnað og íslenskir starfsmenn og að ekki sé brotinn á þeim réttur samkvæmt gildandi lögum, reglum og kjarasamningum hér á landi. Vinnumálaeftilitið mun fjölga sarfsmönnum sem sinna þessum störfum og munu þeir sarfa með þeim starfsmönum stéttarfélagana sem eru í þessum störfum Félagsmálaráðherra hefur jafnframt óskað eftir nánu samstarfi við vinnustaðaeftirlit félaga  innan ASÍ um öflugt og mjög ákveðið átak um framkvæmdina og mun funda með fulltrúum ASÍ og Vinnumálastofnunar um málið. Ákveðið var að hefja vinnu strax og beina sjónar að þeim fyrirtækjum sem trúnaðarmenn hafa kvartað undan. Inn í þetta spilar sterkt vaxandi umræða um verksvik í nýjum íbúðum sem saklausir kaupendur verða fyrir og gengur erfiðlega að fá leiðréttingu á. Þessi miklu umsvif þessara fyrirtækja sem hafa ráðið erlenda iðnaðarmenn en greiða þeim unglingataxta og ef gengið er að fyrirtækjunum þá eru þessir menn sagðir vera aðstoðamenn iðnaðarmanna. Aðbúnaður þessara iðnaðarmanna er með eindæmum. Þetta skilar sér vitanlega í að vinnubrögð og frágangur er í samræmi við framangreint. Í nýlegum upplýsingum frá Hagstofunnni kemur glöggt fram að þetta hefur haft mikil áhrif á launarþóun iðnaðarmanna, en laun þeirra hafa hækkað mun minna á undanförnum misserum en annarra landsamanna.   

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?