Fréttir frá 2007

09 17. 2007

Eigum við að taka upp Evru?

Heimasíðunni hefur borist bréf þar sem kvartað er undan eílífum áróðri sumra um upptöku Evrunar sem gjaldmiðils hér á landi.Sæll Guðmundur Varðandi eílífan áróður sumra um upptöku Evrunar sem gjaldmiðils hér á landi þá vil ég gjarnan benda á eftirfarandi:   a) Matvælaverð er lítið hærra hér enn víða í Evrópu nema á svæðum þar sem kaup er lægra og kaupmáttur mun minni. b) Upptaka Evrunar mun þýða lægri vexti enn líka lægra kaup og minni kaupmátts alls venjulegs fólks þegar til lengri tíma er litið. c) Matvælaverð mun lækka eitthvað, svo og vextir, enn kaup og kaupmáttur mun líka minnka til lengri tíma litið. Þetta er aðalatriðið og ber að leggja áherslu á það. Vill fólk skipta út eitthvað lægra matvælaverði fyrir lægra kaup og minni kaupmátt? Það væri kannski ágætt að spyrja það að því í skoðanakönnun. Æsingurinn í Evruna myndi líklega eitthvað minnka. d) Í Litháen hækkar matvælaverð sífellt og er komið langleiðina að verði hér enn kaup er helmingi lægra enn hér. e) Í þýskalandi er verðlag matvæla eitthvað lægra enn hér enn kaup er líka lægra.   Virðingarfyllst Einar Gunnar Birgisson     Sæll og takk fyrir bréfið Matvælaverð á Íslandi og í Noregi sem ein norðurlanda standa utan EU, er 30 - 40% hærra en á hinum norðurlandanna, eins og margoft hefur komið fram í samanburði á þessum löndum af hagstofum landanna og öðrum ábyggilegum aðilum.   Ótraust gengi íslensku krónunnar kemur i veg fyrir eðlilega samkeppni á Íslandi.    Vextir í langtímalánum til fasteignakaupa er í þeim norðurlöndum sem eru innan EU 2,5% - 2,7%, á Íslandi 4,5% - 6.5%.   Auk þess tíðkast á Íslandi margskonar þjónustu-, uppgreiðslu-, seðil- og stimpilgjöld sem ekki þekkjast í sambærilegum mæli innan EU landanna.   Gildandi fyrirkomulag á Íslandi tryggir að íslensku bankarnir fá enga samkeppni og geta haldið kverkataki sínu á íslenskum almenning á meðan auðmenn eru hættir að skipta við þá og hafa flutt sig erlendis.   Meðadaglaun rafvirkja í Danmörku eru um 2.100 Íkr. á tímann, í Svíþjóð um 1.800 kr.   Það er að mínu mati, og reyndar hratt vaxandi hóps áhugamanna um íslensk þjóðmál, einungis ein leið til þess að komast út úr þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf er í án þess að lenda í óðaverðbólgu og feykilega djúpri niðursveiflu með skelfilegum afleiðingum fyrir skuldsettar íslenskar fjölskyldur, það er að taka til íslenskri efnahagsstjórn þannig að við séum tæk í Evruna, en því fer fjarri að svo sé nú vegna skelfilegrar stjórnunar undanfarinna ára.   Góðar kv GG

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?