Fréttir frá 2007

09 19. 2007

Eftirlit með fyrirtækjum og erlendum starfsmönnum þeirra.

Vafalaust telja flestir að málið snúist einvörðungu um skráningu erlendra starfsmanna og uppgjör skatta og launagreiðslur séu ekki í samræmi við umsaminn kjör. En það er ekki minna mál að fá fram rétta skráningu starfsréttinda og að launakjör séu í samræmi við þau störf sem viðkomandi erlendur starfsmaður sinnir. Svikamylla umræddra starfsmannaleiga er eins og kom fram í nýlegum upplýsingum frá Hagstofunni farinn að hafa þau áhrif á laun íslenskra iðnaðarmanna í byggingariðnaði, að þau hafa hækkað að jafnaði 5-6% minna en í öðrum starfsgreinum.Félagsmálaráðherra hefur nú boðað hert eftirlit Vinnumálastofnunar með erlendum starfsmönnum. Gert verður átak í að hafa samband við öll fyrirtæki sem eru með erlenda starfsmann, einnig verður reynt að samtengja betur eftirlitstofnanir, eins og Vinnumálastofnun, Vinnueftirlitið, Skattstjóra, Útlendingastofu og lögreglu. Í gildi eru mjög skýr lög um réttindi og skyldur fyrirtækja hvernig þessum málum skuli háttað, sjá lög nr. 97/2002, nr. 139/2005 og nr. 45/2007. Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað bent á margskonar misbresti á þessum málum og alloft hefur það leitt til harkalegs uppgjörs og jafnvel málaferla. Vafalaust telja flestir að málið snúist einvörðungu um skráningu erlendra starfsmanna og uppgjör launatengdra gjalda og skatta og að launagreiðslur séu ekki í samræmi við umsaminn kjör. En það er ekki minna mál að fá fram rétta skráningu starfsréttinda og að launakjör séu í samræmi við þau störf sem viðkomandi erlendur starfsmaður sinnir. Starfsmenn og trúnaðarmenn stéttarfélaganna hitta flesta þá erlendu launamenn sem eru hér á vinnumarkaðinum og þekkja allvel til hvernig þessi mál standa. Ákveðnar starfsmannaleigur sigla undir fölsku flaggi og skrá sig sem verktakafyrirtæki, en þær flutja hingað verkafólk og leigja það til stóru byggingarfyrtækjanna. Í störfum starfsmanna stéttarfélaganna koma aftur og aftur upp sömu nöfnin á íslenskum starfsmannaleigum, sumar hverjar hafa skipt um nöfn og kennitölur oft til þess að komast hjá afleiðingum gerða sinna. Starfsmenn stéttarfélaganna fá þær upplýsingar frá hinum erlendu starfsmönnum að umræddar starfsmannaleigur hafi auglýst í þeirra heimalandi eftir iðnaðarmönnum og þeir kom hingað með pappíra sína, en síðan þegar hingað er komið koma þær í veg fyrir að þeir fáist staðfestir. Það er mjög algengt að starfsmannaleigurnar skrái hina erlendu iðnaðarmenn inn í landið sem aðstoðarmenn iðnaðarmanna og þá telja starfsmannaleigurnar sig hafa heimild til þess að greiða verkamannataxta, oftast byrjunartaxta unglinga 700 kr. á tímann en stundum sem sérhæfðir verkamenn og en á byrjunartaxta með 820 kr. á tímann, jafnvel þó um sé að ræða fullorðið fólk með langa starfsreynslu og en þeir eru síðan leigðir út sem fullgildir iðnaðarmenn til byggingarfyrirtækja. Hinir erlendu félagar okkar kvarta mikið undan geypilegu okri starfsmannaleiganna á vistarverum sem þær eru með sínum snærum þar sem oft eru um 10 menn í 80 ferm. íbúð eða þá einhverjum herbergjum sem hafa verið útbúinn í húsnæði sem ætlað er til iðnaðarstarfsemi. Þar er rukka starfsmannaleigurnar húsaleigu sem oft er um 40 þús. kr. á mán. fyrir hvern einstakling og einnig eru þeir oft rukkaðir um verulegar upphæðir fyrir mat. Hinir erlendu launamenn fá lélegan aðbúnað og lakar aðstæður til þess að vinna störf sín sem síðan hefur leitt til þess, eins og komið hefur fram í fréttum undafarna daga, að það húsnæði sem byggingarfyrirtækin eru að selja er stundum gallað og það eru kaupendur þessa húsnæðis sem sitja í súpunni. Þessi svikamylla umræddra starfsmannaleiga er eins og kom fram í nýlegum upplýsingum frá Hagstofunni farinn að hafa þau áhrif á laun íslenskra iðnaðarmanna í byggingariðnaði, að þau hafa hækkað að jafnaði 5-6% minna en í öðrum starfsgreinum. Allt í kringum umræddar starfsmannaleigur, sem sumar hverjar segjast vera verktakafyrirtæki, er sviðin jörð. Bláfátækir fjölskyldufeður fara fjarri heimilum sínum til þess að geta framfleytt fjölskyldum sínum eru blákalt sviknir. Launatengdum gjöldum er ekki skilað og það er að koma í ljós að sumir kaupendur húsnæðis  sitja uppi með meingölluð hús. Það í þessu efni eins og svo mörgum að það eru fáir sem verða til þess að setja þarf í sífellu strangari lög og herða eftirlit.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?