Fréttir frá 2007

09 22. 2007

Hverjir eiga orkuna?

Ég hef eins og svo margir íslendingar ekki velt því mikið fyrir mér hvort orkuframleiðendur eigi að greiða eitthvert gjald fyrir vatnið eða gufuna sem renna í gegnum virkjanirnar, vegna þess að þetta hafa verið fyrirtæki í eigi almennings. Undanfarið hefur borið á hugmyndum um að einkavæða orkufyrirtækin, þá staldrar maður við. Ég hef eins og svo margir íslendingar ekki velt því mikið fyrir mér hvort orkuframleiðendur eigi að greiða eitthvert gjald fyrir vatnið eða gufuna sem renna í gegnum virkjanirnar, vegna þess að þetta hafa verið fyrirtæki í eigi almennings. Undanfarið hefur borið á hugmyndum um að einkavæða orkufyrirtækin, þá staldrar maður við og situr íhugull örlítið lengur með kaffibollan við morgunverðarborðið og spyr sjálfan sig; Er það virkilega möguleiki að skyndilega sitjum við íslendingar uppi með það að einhver einstaklingur fái gefins öll vatnsréttindi í Þjórsá, gufuaflsréttindin á Reykjanesi, Langasjóinn eða öll orkuréttindi á Torfajökulssvæðinu?  Er aðferðafræðin við kostnaðarútreikninga við framkvæmd virkjana rétt? Eru stjórnmálamenn að leiða okkur í samskonar vegferð með orkuréttindin og fiskinn í sjónum?  Er skilið nægjanlega vel á milli verðmats á réttindum og kostnaðar við virkjanir? Erum við ekki nægilega brennd þegar fáir einstaklingar fengu úthlutað fiskinum í sjónum umhverfis landið síðan þá hafa stjórnvöld haldið áfram og hvert opinbera fyrirtækið af öðru einkavætt. Ein af ástæðunum fyrir mikilli raforkueftirspurn til álframleiðslu hér á landi síðustu ár er, sé litið til þess sem fram kom fyrr í vetur um orkuverð til ALCOA í Suður-Ameríku, að virkjanaréttindin hafi ekki verið réttilega metin til fjár. Sá kostnaður er ekki í raforkuverðinu hér á landi, samkvæmt því sem við best vitum. Margir halda því fram að það sé ástlæða þess að stjórnmálamenn halda orkuverðinu leyndi fyrir eigendum orkuveitufyrirtækjanna. Íslensku virkjanafyrirtækin, sem öll eru í opinberri eigu ef einher hefur gleymt því, hafa hingað til athugsemdalítið eins og ég kom að í byrjun, fengið sjálfsafgreiðslurétt til eignarnáms á orkuréttindum og eignarlöndum. Hér liggur á að huga vel að því hvort vatnsréttindi eða jarðhitaréttindi sem ríkið á séu metin hæfilega til fjár. Þetta á sérstaklega við um neðri hluta Þjórsár. Þar á ríkið mikil vatnsréttindi. Ástæða er að halda því einnig til haga að þau eru mun verðmætari vegna þess að íslenska þjóðin er búinn að byggja vatnsmiðlanir ofar í ánni fyrir milljarða og setja undir það umtalsvert land. Hefur Landsvirkjun verið gert að greiða nægjanlega hátt verð fyrir þessi réttindi? Ég hef ekki séð gerða grein fyrir því. Þetta er veigamikill þáttur í að koma umræðu um nýtingu og náttúruvernd inn á málefnanlegar brautir. Víða erlendis er búið að einkavæða og selja almenningsveitur. Þeir sem eignuðust fyrirtækin lokuðu viðhaldsdeildum og sögðu upp starfsfólki og stoppuðu viðhald og uppbyggingu. Með því náðu þeir að sína glæsilega afkomu á ársfundum og hlutabréfin ruku upp. Þeir seldu, en nú er að koma upp að viðhald og endurnýjun hefur verið trössuð í mörg ár og fyrir liggur að fjárfesta þurfi fyrir umtalsverðar upphæðir til að tryggja renndi vatn og frárennslislangir. Það er ekki hægt nema hækka afnotagjöld umtalsvert segja núverandi eigendur. Nú blasir við almenning, sem byggði upp þessi fyrirtæki og gerði þau að verðmætum eignum sem skammsýnir stjórnmálamenn stóðust ekki að selja til að styrkja eigin velgegni, annað hvort verður almenningur að kaupa þessi fyrir tæki sín tilbaka eða sætta sig við verulega aukna skattlagningu í formi hækkaðar afnotagjalda. Almenningur verður að þvinga stjórnmálamenn til þess að bera virðingu fyrir eignarréttindum þjóðfélagsins. Stjórnmálamenn verða að  breytta aðferðafræði þá getur náðst sátt milli náttúruverndarfólks og ásættanlegrar nýtingar. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?