Fréttir frá 2007

09 22. 2007

Hversu lengi ætla stjórnvöld að draga umræðu um efnahagslífið?

Meginhlutverk stjórnvalda er að stuðla opinberri umræðu og taka þátt í henni. Slíkt einkennir opin og lýðræðisleg samfélög og við viljum að Ísland fullnægji þeirri skilgreiningu.Upptaka Evrunnar og stöðugleiki í gjaldeyrismálum mun þýða betri afkomu fyrirtækjanna, minni kostnað og bætta afkomumöguleika auk betri afkomu heimilanna, í formi lægri verðbólgu og lægri vaxta. Aðrir þættir s.s. matvælaverð myndi að öllum líkindum lækka vegna minni kostnaðar við innflutning, en á Íslandi er matvælaverð eitt hið hæsta í Evrópu.Meginhlutverk stjórnvalda er að stuðla opinberri umræðu og taka þátt í henni. Slíkt einkennir opin og lýðræðisleg samfélög og við viljum að Ísland fullnægji þeirri skilgreiningu. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að þagga niður umræðu. Ef stjórnvöld eru í tengslum við þjóðina þá vita þau nákvæmlega hvaða umræða er í gangi. Ráðherar hafa mikil áhrif á umræðuna og því mikilvægt að þeir geri síkt af skynsemi og raunsæi, þessvegna undrast maður umæli forsætisráðherra um að hann hafi ekki orðið var við neinn þrýsting til umræðu um Krónuna og Evruna, og seðlabankastjóri segir að það sé sprenghlægilegt að mönnum skuli detta slíkt í hug. Þetta segja þeir þrátt fyrir þá staðreynd að með hverjum degi verður þátttaka Íslends í meiri á alþjóðlegum vettvangi og við verðum einfaldlega að ræða breytingar í umheiminum.   Það er mikil þörf á fordómalausri umræðu um hvaða gjaldmiðill hentar íslenskum neytendum, atvinnulífi og viðskiptaumhverfi best. En ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa í síbylju haldið að okkur undanfarinn áratug innistæðulausum fullyðringum um að sjálfstæðri þjóð þurfi að fylgja sjálfstæður gjaldmiðill. Okkur er boðið upp á að hlusta á rökleysur eins og; Við ætlum ekki að afsala sjálfstæði okkar. Þetta er endurtekið sífellu þrátt fyrir að við undirgöngumst sjálfvirkt og án þátttöku í umræðum og afgreiðslu 80% af öllum ákvörðunum sem teknar eru í Brussel.   Seðlabankastjóri ætti að eyða kröfum sínum í að útskýra þau hugsanlega vandamál sem steðja að íslenska þjóðarbúinu, í stað þess að beina athyglinni frá þeim. Á meðan bruna íslensk alþjóðafyrirtæki fram úr í umræðunn og við horfum upp á þá sérkennilegu stöðu að stjórnmálamenn sem við höfum kosið til þess að taka ákvarðanir og víkja sér undan umræðu.   Það má leiða verulegar líkur að forystumenn Sjálfstæðisflokksins þori ekki af alvöru að ræða Evruna, því þá muni myndi skapast djúpur klofningur innan flokksins. En öll vitum við þó að flokkurinn mun ekki komast hjá því að ræða þessi mál af yfirvegun og skynsemi. Íslenska krónan er óstöðug og mun verða það, a.m.k ef við ætlum að halda áfram að framkvæma meðþeim krafti sem við höfum verið að gera og það er allavega búið að taka ákvarðanir um næsta áratuginn eða svo.   Sumir telja að við getum drifið í því að skipta yfir í Evru, en það liggur samt fyrir að hún veður ekki tekin upp á einum degi. Fyrst þurfa ríki og stjórnvölda að uppfylla ákveðin skilyrði, t.d. að verðbólga megi ekki vera yfir ákveðnum mörkum, verðlag þarf að hafa verið stöðugt í a.m.k. tvö ár og skuldir hins opinbera mega ekki vera hærri en sem nemur 60% af heildar landsframleiðslu. Það að taka upp Evru krefst aðgerða, sem eru tímafrekar og geta verið mjög sársaukafullar. Þær krefjast mikils pólitísks vilja og geta verið mjög áhættusamar og kostað atkvæði.   Upptaka Evrunnar og stöðugleiki í gjaldeyrismálum mun þýða betri afkomu fyrirtækjanna, minni kostnað og bætta afkomumöguleika og getur komið skuldsettum launamönnum í gegnum sársaukafulla magalendingu hagkerfisins. Þetta mun leiða til betri afkomu heimilanna, í formi lægri verðbólgu og lægri vaxta. Aðrir þættir s.s. matvælaverð myndi að öllum líkindum lækka vegna minni kostnaðar við innflutning, en á Íslandi er matvælaverð eitt hið hæsta í Evrópu.   Sameiginlegt myntbandalag í Evrópu varð það ekki að veruleika fyrr en 30 árum eftir stofnun ESB, með upptöku Evrunnar í 11 löndum. Það sýnir þrautsegju sem einkennir alvöru stjórnmálamenn, en því miður hefur verið skortur á þeim hér á landi. Finnar tóku upp Evruna árið 1999 og í yfirliti seðlabankastjóra Finnlands um reynsluna af Evrunni kemur fram að upptaka hennar hafi haft jákvæð áhrif á efnahagslífið, en fátt hafikomið fram af því sem andstæðingar Evrunnar héldi fram. Verðbólga í Finnlandi hafi verið með því lægsta í Evrópu, en hagvöxtur hafi verið meiri en meðaltalið innan ESB. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?