Fréttir frá 2007

09 25. 2007

Öryrkjabandalagið tekur undir fyrri ályktanir verkalýðshreyfingarinnar

Öryrkjabandalag Íslands kynnti í gær áherslur sínar vegna fjárlagagerðar og í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Meðal þess sem bandalagið leggur til er hækkun grunnlífeyris, hækkun frítekjumarks og hækkun skattleysismarka, bandalagið telur að komið sé að því að lágtekjufólk, öryrkjar og aldraðir fái að njóta skattalækkana. Þetta er í fullu samræmi við fyrri ályktanir og kröfur verkalýðshreyfingarinnar.Í kröfugerðum verkalýðshreyfingarinnar og eins í ályktunum frá fundum og ráðstefnum  á hennar vegum hefur það skerðingarkerfi sem stjórnvöld hafa á undanförnum árum byggt upp í almenna tryggingarkerfinu verið harðlega gagnrýnt. Á það hefur verið bent að stjórnvöld hafi aukið skerðingar í bótakerfinu í samræmi við vacxandi réttindi í lífeyriskerfinu. Þetta hefur í raun leitt til þess að um 40% af því sem lífeyrisjóðirnuir greiða út rennur þráðbeint í ríkissjóð. T.d. ályktaði miðstjórn RSÍ  þ. 25. okt. 2006 um stöðu öryrkja og aldraðra ; ?Miðstjórn RSÍ telur að eina leiðin úr þessum vanda sé að taka á ósanngjörnum skerðingum vegna atvinnutekna og meðhöndla greiðslur úr lífeyrissjóðum sem sparifé, sem það vitanlega er. Aukin atvinnuþátttaka eldri borgara og öryrkja væri jafnframt jákvætt mótvægi við hina miklu æskudýrkun sem hér ríkir. Bótakerfið er of flókið og letjandi hvað varðar atvinnuþátttöku og endurhæfingu. Miðstjórn RSÍ telur að við endurskoðun á bótakerfinu eigi að skoða betri og gangsærri samtvinnun veikindarétts, sjúkrasjóða, bótakerfis lífeyrissjóða og almenna tryggingakerfisins.? Öryrkjabandalag Íslands kynnti í gær áherslur sínar vegna fjárlagagerðar og í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Meðal þess sem bandalagið leggur til er hækkun grunnlífeyris, hækkun frítekjumarks og hækkun skattleysismarka, bandalagið telur að komið sé að því að lágtekjufólk, öryrkjar og aldraðir fái að njóta skattalækkana. Þetta er í fullu samræmi við fyrri ályktanir og kröfur verkalýðshreyfingarinnar. En Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gerði á fundinum athugasemdir við hugmyndir um áfallatryggingasjóð. Hann sagði jákvætt að verkalýðshreyfingin vilji efla bótarétt sinna félagsmanna og nota veikindasjóði sem hafa verið að safnast upp. Hins vegar segir hann að öryrkjar telji að sú aðferð sé ekki rétt að að búa til aðgreinandi kerfi, nýtt almannatryggingakerfi, fyrir um.þ.b helming vinnandi fólks í landinu, sem geti mismunað fólki. ?Ég tel að réttarstaða fólks inni í kerfi sem stjórnað er af einkaaðilum sé ekki eins örugg og skýr og í almennu opinberu kerfi." Hér er Sigursteinn að miskilja og ætti hann að kynna sér betur að hverju er stefnt, því það sem unnið er að er góður áfangi til bertri stöðu öryrkja.r    Þetta er þýðingarmikið verkefni sem Öryrkjabandalagið, aðilar vinnumarkaðarins, ásamt ábyrgum stjórnmálamönnum eiga að sameinast um. Verkalýðshreyfingin hefur á mörgum undanförnum árum ályktað í þessa átt og vakið á þessu athygli í viðræðum sínum við stjórnvöld við endurskoðun kjarasamninga. RSÍ hefur einnig bent þingmönnum á að eflaust væri meira mark á þeim tekið ef þeir beittu sér fyrir því að þeirra eigin lífeyrisréttindi litu sömu lögmálum og lífeyrisréttindi sjóðfélaga hinna almennu lífeyrissjóða. Rafiðnaðarmenn hafa alltaf stillt sér heilshugar við hlið þeirra sem minnst mega sín, en hafa bent á að ef árangur á að nást, verði menn að greina vandann og beina vopnum sínum að honum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?