Fréttir frá 2007

09 26. 2007

Ráðstefna um átak gegn brotastarfsemi fyrirtækja og félagslegum undirboðum.

Í umræðum á fundinum kom fram að þetta verkefni væri tvíþætt, það skráning fyrirtækja og erlendra launamanna. Hinn þátturinn er erfiðari viðfangs vegna þess hvernig mál hafa þróast hér á landi. Það er að hinir erlendu launamenn séu á launum í samræmi við þau störf sem þeir eru að vinna og menntun þeirra. Algengt er að fyrirtækin og starfsmannaleigurnar mæti á skrifstofur verkamannafélaganna og skrái þar athugasemdalaust erlenda iðnaðarmenn sem verkafólk á byrjunataxta ófaglærðs fólks, en fyritækin selja þá svo út sem iðnaðarmenn.Félagsmálaráðherra hefur gengið fram fyrir skjöldu og boðað að það verði ekki liðið að á íslenskum vinnumarkaði viðgangist félagsleg undirboð. Hún hefur ákveðið að Vinnumálastofnun geri átak í þessume fnum í samvinnu við ASÍ. Í gær var haldin ráðstefna þar sem undirbúningsvinna var kynnt og þær aðgerðir sem fyrirhugaðar eru. Það hafa á undanförnum árum verið gerðar töluverðar breytingar á löggjöf og reglum hvað varðar starfsemi erlendra fyrirtækja og erlenda launamenn á íslenskum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin hefur komið að þessari vinnu. En það hefur komið okkur í opna skjölda hbvers vegna opinberar eftirlitstofnanir hafa ekki framfylgt þessum nýju reglum. Í umræðum um þessi mál hefur ítrekað komið fram að stjórnvöld hafa ekki í fjárlögum gert ráð fyrir aukinni vinnu vegna þessa. Auk þess hafa ráðherrar ítrekað gripuið fram fyrir hendurnar á eftirlitstofnunum þegar þær hafa reynt að framfylgja lögunum. Á fundinum kom fram að aðildarsamtök ASÍ vilja leggja Vinnumálstofnum lið í þessu átaki. Hjá nokkrum þeirra eru starfsmenn sem eru með töluverða reynslu í reglubundnu eftirliti á vinnumarkaði. Einnig mun ASÍ gefa út upplýsingarit um íslenska kjarasamninga og eins rit með ítarlegum upplýsingum um atvinnuréttindi, starfskjör og skyldur atvinnurekenda. Í umræðum á fundinum kom fram að þetta verkefni væri tvíþætt, sá þáttur sem mest hefur verið fjallað um er skráning fyrirtækja og erlendra launamanna. Hinn þátturinn sem er ekki fyrirferðarminni og að öllum líkindum erfiðari viðfangs vegna þess hvernig mál hafa þróast hér á landi. Það er eftirlit með ráðningarsamningum, að hinir erlendu launamenn séu á launum í samræmi við þau störf sem þeir eru að vinna og menntun þeirra. Mikill misbrestur er á þessu. Algengt er að fyrirtækin og starfsmannaleigurnar mæti á skrifstofur verkamannafélaganna og skrái þar athugasemdalaust erlenda iðnaðarmenn sem verkafólk á byrjunataxta ófaglærðs fólks, en fyritækin selja þá svo út sem iðnaðarmenn. Þetta hefur haft alvarlegar afleiðingar meðal iðnaðarmanna í byggingargeiranum og reyndar ekki síður fyrir ófaglærða byggingaverkamenn. Launakjör þeirra hafa ekki fylgt almennri launaþróun, eins og kom fram nýlega hjá Hagstofunni, þá vantar 6% þar upp á. Á það var bent á ráðstefnunni í gær að þetta gætiu haft alvarlegar afleiðingar í komandi kjarasamningum. Ef fyrir liggur samþykki verkamannafélaganna að í störfum þar sem krafist er fagþekkingar séu erlendir iðnaðarmenn  á lægstu töxtum, á hvaða forsendum ætla forsvarsmenn viðkomandi félaga þá að krefjast launahækkana þeirra íselsnku félagsmanna sem hafa starfsreynslu og hafa sótt sé reinhverja viðbótarmenntun. Þetta er í raun mjög alvarleg og stórhættuleg atlaga að íslenskri starfsmenntun. Ekki bara iðnaðarmanna, ekki síður fyrir væntanlegan starfsframa þeirra ófaglærðu byggingarverkamanna sem vilja sækja starfsmenntanámskeið. Hér eru sum verkamannafélögin búin að brjóta margar brýr, sem gæti reynst þeim erfitt að reisa aftur. GG  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?