Fréttir frá 2007

09 29. 2007

78 rafiðnaðarmenn ljúka sveinsprófi

Í dag var 62 rafvirkjum, 15 rafeindavirkjum og 1 símsmið afhent sveinspróf í glæsilegu hófi. Eiinnig voru afhent verðlaun fyrir besta samanlagðan árangur í sveinsprófunum, verklegum hluta og bóklegum hluta. Sigurður Guðbrandsson fékk öll þrenn verðlaunin í rafeindavirkjun. Ágúst Ingi Davíðsson fékk öll þrenn verðlaunin í rafivkrjun en Magnús Þórarinn Öfjörð stóð honum jafnfætis í skriflega prófinu. Hófið var að venju haldið af Samtökum atvinnurekenda í raf og tölvuiðnaði og Rafiðnaðarsamandinu. Þar með hafa 169 rafiðnaðarnemar lokið svensprófum á þessu ári, sem er met, eða um 40 - 50 en á undanförnum árum.  Í dag var 62 rafvirkjum, 15 rafeindavirkjum og 1 símsmið afhent sveinspróf í glæsilegu hófi. Eiinnig voru afhent verðlaun fyrir besta samanlagðan árangur í sveinsprófunum, verklegum hluta og bóklegum hluta. Sigurður Guðbrandsson fékk öll þrenn verðlaunin í rafeindavirkjun. Ágúst Ingi Davíðsson fékk öll þrenn verðlaunin í rafivkrjun en Magnús Þórarinn Öfjörð stóð honum jafnfætis í skriflega prófinu Hófið var að venju haldið af Samtökum atvinnurekenda í raf og tölvuiðnaði og Rafiðnaðarsamandinu   Í vor luku 74 rafvirkjanemar sveinsprófum og 17 rafeindavirkjanemar sveinsprófum. Það hafa því 136 rafvirkjarnemar lokið sveinsprófum á þessu ári og 32 rafeindavirkjar og 1 símsmiður, eða 169 samtals. Aldrei áður hafa fleiri rafiðnaðarmenn verið útskrifaðir á einu ári. Á undanförnum árum hafa um 60 -70 rafvirkjar lokið prófinu og um 30 - 40 rafeindavirkjar. Fall á sveinsprófunum nú var um 20% og hefur aldrei verið minna, oftast um 35%. Gífurlegur skortur er á rafiðnaðarsveinum í landinu, og eru um 10% starfandi rafiðnaðarsveina hér á landi í dag erlendir. Reyndar hafa verið brögð á því að fyrirtæki hafi boðið viðskiptavinum sínum upp á ófaglærða menn til rafiðnaðarstarfa, og réttlætt það með því kynna þá sem einhverskonar aðstoðarmenn rafvirkja. Samkvæmt iðnlögjöfinni og eins rafmagnsreglugerðum mega þeir einir vinna við raforkuvirki sem eru með sveinspróf í rafiðnum eða eru nemar í rafiðnum sem starfa undir stjórn rafiðnaðarsveina og á ábyrgð löggilts rafverktaka. Það hefur komið fyrir að rífa hefur þurft niður raflagnir eftir hina ófaglærðu menn og leggja nýjar vegna þess að þær hafa verið ónothæfar sem hinir ófaglærðu hafa sett upp. Við hvetjum alla eindregið að skoða vel hverjir hafi unnið við raflagnir íbúða sinna og hvernig frágangur er á rafbúnaði þeirra húsa sem fólk hyggst fjárfesta í.     

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?