Fréttir frá 2007

10 5. 2007

Ávinningur fyrir launafólk mikill

Ólafur Darri hagfræðingur ASÍ segir í viðtali við Viðskiptablaðið að  það sé umtalsverður ávinningur fyrir launafólk ef við göngum í Evrópusambandið og tækjum upp evru.Ólafur Darri hagfræðingur ASÍ segir í viðtali við Viðskiptablaðið að  það sé umtalsverður ávinningur fyrir launafólk ef við göngum í Evrópusambandið og tækjum upp evru. Í fyrsta lagi myndi vaxtastig lækka og þá sérstaklega af langtímalánum. Við myndum fá mun hagstæðari kjör á íbúðalánamarkaði en nú er. Í öðru lagi má búast við að neysluverð myndi lækka. Nefndar hafa verið háar tölur í þessum sambandi. Þá er horft til þess að evran myndi lækka viðskiptakostnað fyrirtækjanna. Við gætum einnig átt von á samkeppni myndi opnast. Með því að fara inn í Evrópusambandoð yrðum við hluti af sameiginlegri landbúnaðarstefnu og það hefði klárlega áhrif á matvælaverð hér á landi. Matvælaverð er hvergi hærra en í löndum sem liggja utan þessa markaðar það er á Íslandi, Noregi og Sviss. En það eru líka neikvæðir kostir, við myndum afsala okkur sjálfstæðri peningamálastjórnun. Ef við tökum upp evru með tilheyrandi afsali á stjórn peningamarkaðarins og yfir efnahagslífið dyndi mikið áfall á sama tíma og allt væri í blóma í Evrópu, þá væri staðan sú að evrópski seðlabankinn stæði á bremsunum á meðan við þyrftum á því að halda að vextir lækkuðu til þes að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Ef það væri uppsveifla hjá okkur en niðursveifla í Evrópu þá þyrftum við að standa á bremsunum á sama tíma og evrópski seðlabankinn gerði tilraunir til þess að örva atvinnulífið. Í fyrra tilfellinu gætum við setið uppi með fjöldaatvinnuleysi, en í hinu gæti þennsla aukist mikið og verðbólgan farið úr böndunum. Í slíkum tilfellum myndi reyna enn frekar á á innlenda hagstjórn. Evran er engin töfralausn sem forðar okkur frá vondri íslenskri hagstjórn, þvert á móti þyrftum við að temja okkur mun meiri aga. En það er eftir miklu að slægjast ef vel tækist til, en ef illa tækist til gætum við fengið alvarlega á baukinn.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?