Fréttir frá 2007

10 7. 2007

Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ 2007.

Næstk. fimmtudag 11. okt. verður árleg ráðstefna trúnaðarmanna rafiðnaðarmanna sett og mun hún standa fram á föstudag. Meginumfjöllunarefni ráðstefnunnar að þessu sinni verður undirbúningur kjarasamninga.  En auk þess verður samkvæmt lögum sambandsins farið yfir starfsemina og drög að rekstraráætlun næsta árs. Trúnaðarmönnum gefst þá kostur á að koma með tillögur áður en miðstjórn sambandsins gengur endanlega frá rekstraráætluninni. Næstk. fimmtudag 11. okt. verður árleg ráðstefna trúnaðarmanna rafiðnaðarmanna sett og mun hún standa fram á föstudag. Meginumfjöllunarefni ráðstefnunnar að þessu sinni verður undirbúningur kjarasamninga.  En auk þess verður samkvæmt lögum sambandsins farið yfir starfsemina og drög að rekstraráætlun næsta árs. Trúnaðarmönnum gefst þá kostur á að koma með tillögur áður en miðstjórn sambandsins gengur endanlega frá rekstraráætluninni.   Undanfarnar vikur hefur Capacent unnið að launakönnun innan sambandsins og verður niðurstaða hennar kynnt í upphafi ráðtefnunnar, að því loknu setjast trúnaðarmenn ásamt miðstjórn og starfsmönnum að því að undirbúa kröfugerðir og viðræðuáætlanir. Í könnun Capacent voru félagsmenn jafnframt spurðir um hverjar ætti að vera helstu áherslurnar  í komandi samningum.   Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ kemur inn í umræðurnar með ávarpi ásamt Gylfa Arnbjörnssyni framkv.stj. ASÍ sem mun fjalla um þá könnunarvinnu sem hefur staðið yfir undanfarna mánuði um að koma á fót nýju réttindakerfi í með samþættingu veikindadagaréttar, sjúkradagpeninga sjúkrasjóða, örorkubóta lífeyrissjóða og almenna tryggingarkerfisins. Ólafur Sigurðsson framkv.stj. lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna, Stafa, mun fara yfir hver sé hans sýn á þessar hugmyndir.   En eins og áður hefur komið fram þá hafa komið fram hugmyndir um að 1% af greiðslum til lífeyrissjóðakerfisins fari inn í áfallasjóðinn sem mun yfir hluta örorkubótakerfisins af lífeyrissjóðunum. Markmiðið í þesari vinnu hefur verið að auka umtalsvert tryggingar og bætur til þeirra sem lenda í langvarandi veikindum eða langvinnri fjarveru frá vinnu vegan slysa. Þetta var kynnt á þingi RSÍ í vor og tóku þíngfulltrúar jákvætt í þessar hugmyndir eins og var fjallað um hér á heimsíðunni. Í sumar var unnið að því að þróa þessar hugmyndir.    Í undirbúningsvinnu fyrir skoðanakönnunina og trúnaðarráðstefnuna hafa komið fram margar tillögur um hver eigi að vera meginsamningsmarkmið RSÍ í komandi viðræðunum. Þetta verður lagt fyrir trúnaðarmennina og munu þeir setja upp helstu áherslur. Meðal þess sem komið hefur fram má nefna :   ·         Megináhersla eigi að vera hækkun launa ekkert annað   ·         Hækkun launa og aukið námsorlof t.d. eins og gert var í kjarasamningunum í Danmörku í vor og hefur verið fjallað um hér á heimasíðunni.   ·         Hækkun launa og bæta þar í með því að lækka yfirvinnuálagið eins og gert það er í nágrannalöndunum, með það að markmiði að stytta vinnuviku og gera yfirvinnu minna eftirsóknarverða   ·         Láta launin eiga sig, launaþróunin og atvinnuástandið stjórni því hvort sem er. En vera með áherslu á lengra orlof, fleiri frídaga og hóflegar launahækkanir   ·         Leggja áherslu á að sérstaka hækkun lægstu launa, klippa neðan af taxtakerfunum en láta launin að öðru leiti eiga sig og leggja áherslu á önnur atriði   ·         Hækkun launa og selja þar til viðbótar hluta orlofsréttar, veikindaréttar (t.d. fyrsta dag sem gefur mest um 2% launahækkun) og fækka frídögum, t.d. selja sumardaginn fyrsta.   ·         Vegna mikils fjölda erlendra launamanna á vinnumarkaðinum eigi að skilgreina betur hver lágmarkslaun eru? Þá sérstaklega með það í huga að margir þeirra eru skráðir sem aðstoðarmenn.   ·         Færa frídaga sem lenda stakir í miðri vinnuviku að helgum og fá langar helgar í júní og júlí. Þetta leiði til aukins hagræðis sérstaklega í iðnaðar- og framleiðslufyrirtækjum, sem þurfa að verja töluverðum tíma í að ganga frá vélum og búnaði í lok vinnuviku og keyra búnaðinn svo upp aftur í byrjun vinnuviku. Einnig hefur veriðbent á þá leið sem Svíar fóru í þessu efni að losna við svokallaða klemmudaga við þjóðhátíðardag. Þar er átt við að ef t.d. 17. júní lendir á þriðjudegi þá er mánudagur klemmudagur. Þar mætti nýta réttinn til frí t.d. uppstigningardag eða sumardaginn fyrsta til þess að það verða alltaf 3ja daga helgi í tengslum við 17. júní. Um þetta var fjallað í kröfugerðum rafiðnaðarmanna síðustu kjarasamninga. Miðstjórn RSÍ leggur til að tekið verði upp svipað fyrirkomulag og um hefur samist td í Svíþjóð. Þegar 17. júní lendi á þriðjudegi, þá verði frí á mánudegi og þá samfellt frí á vinnustöðum. Ef 17. júní lendi á fimmtudegi þá verði frí á föstudögum. Lendi 17. júní á miðvikudegi þá verði ekki aukafrí. Ef 17. júní lendi á laugardegi eða sunnudag verði frí á föstudag.  Kostnaður fyrirtækja vegna frídaga með þessu skipulagi verður svipað og núverandi fyrirkomulag, hagræði fyrirtækjanna er augljóst og launamenn ná mun betri og fjölskylduvænni fríum.   ·         Selja uppsagnarfrest, hann er víða styttri en hér landi, en þar eru lagaákvæði um að fyrirtækin verða að gera grein fyrir ástæðu uppsagnar.   ·         Fella allar einsgreiðslur eins og t.d. desember- og orlofsuppbætur inn í laun og koma þannig í veg fyrir að launagreiðendur geti undanskilið þennan hluta launa við uppgjör við starfsmenn sína. Hér er aðallega átt við erlenda launamenn sem eru hér í takmarkaðan tíma og margt af unga fólkinu sem er á vinnumarkaði í stuttum tímabilum t.d. á námstíma.   ·         Samfara þessu mætti huga að því að skoða þá leið sem danir sömdu um í vor að vinnuveitandi greiðir 1.25% af launum á sérstakan reikning sem starfsmaður getur árlega tekið út af og nýtt það sem orlofsuppbót eða leggja inn á séreignarsjóð í lífeyriskerfinu.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?