Fréttir frá 2007

10 7. 2007

Auðmenn hagnast á OR

Maður getur eiginlega ekki annað en velt því fyrir sér hvort sé spillingarlykt af þessu Orkuveitu Energy Invest dæmi.  Enn einu sinni eru stjórnmálamenn búnir að gleyma því að þeir eru að fara með almanna fé. Einnig hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort við séum að láta auðmenn nýta íslensk fyrirtæki í eigu almennings til að hagnast á bláfátækum þjóðum með því að koma sér þar í einokunaraðstöðu við uppbygginu orkuvera og hirða allan arðinn. Skelfing er þetta Orkuveitu Reykjavík Energy Invest dæmi eitthvað klaufalegt, það er eins og það hafi runnið gullæði á menn.  Enn gleyma stjórnmálamenn því að þeir eru að fara með almanna fé.  Orkuveita Reykjavíkur er fyrirtæki í eigu borgaranna og verðmæti þessa fyrirtækis byggist á traustum starfsmönnum og ekki síður við erum allmörg sem höfum byggt okkar hús á þessu svæði, og hlutur Orkuveitunnar í REI er okkar eign. Fjárfesting í orkuverkefnum í útlöndum er spennandi verkefni. Það er aftur á móti mjög áhættusamt verkefni og á heima hjá einkafyrirtækjum en ekki fyrirtækjum í eigu almennings.Orkuveitu Reykjavíkur hefur það hlutverk að sjá almenningi fyrir hita, vatn og rafmagni. Útrásarhlutinn á ekki heima í forsjá opinberra aðila. Þetta þarf að vera á markaði vegna þess að almenningur verður að fá að velja hvort hann vilji vera með.  Það er svo siðferðileg spurning hvort við viljum að opinber íslensk fyrirtæki í almannaeigu séu í útrás til þess að komast í einokunaraðstöðu í löndum sem minna mega sín. Er ekki réttara að við nýtum orkufyriritækin okkar til þess að aðstoða hin fátæku lönd. Eru íslenskir stjórnmálamenn að týna sér í græðgisvæðingunni? Það er alltaf  hætta á pólitískri spillingu þegar stjórnmálamenn fara að ráðskast með opinbert fé eins og það sé þeirra eigið og eru komnir á bólakaf í viðskipti með einkaaðilum. Hugmyndin um þessa sameiningu þessara fyrirtækja er á margan hátt góð, en maður sér ekki að hvað peningamennirinir eru að leggja til. Fyrirtækin sem eru í almannaeigu búa yfir víðtækri þekkingu ásamt miklum eignum sem hafa orðið til í skjóli einokunar og samtakamætti almennra borgara,  en án andstöðu almennings vegna þess hann á fyrirtækin. Það eru þessi verðmæti sem auðmennirnir eru að seilast í. Það sem Geysir Green Energy leggur til er Hitaveita Suðurnesja og Jarðboranir. Það eru hin raunverulegu verðmæti sem eru orðin spilapeningar í Matador spili. Á heimasíðu REI er það kynnt að Nesjavellir og Hellisheiðavirkjun sé þeirra eign, sem er ekki rétt eftir því sem ég best veit, en þessu eru framangreindir menn vísvitanda að nýta sér almannaeignir til þess að skapa sjálfum sér betri stöðu og meiri arð.   Hluturinn sem Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, fékk að kaupa á sérstökum samningi sem hann gerði við stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur í dótturfyritæki á genginu 1,28, er nú metinn af REI á 1082 milljónir. Hann greiddi 500 milljónir á genginu 1.28 fyrir hlutinn og hefur því meira en tvöfaldað fjárfestingu sína því REI metur gengið nú á 2.77. Nú er spurt hvaðan kemru það verðmat? Bjarni er sá eini, fyrir utan Jón Diðrik Jónsson, góðvin Bjarna úr Glitni sem ráðinn var í sérverkefni fyrir REI, sem fengið hefur að kaupa á þessum sérkjörum. Jón Diðrik keypti fyrir 30 milljónir. Til samanburðar má nefna að starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, sem skapað hafa þá þekkingu og reynslu sem býr til virði REI, eru tæplega 600. Bjarni Ármannsson hefur því hagnast sem nemur tæpri milljón á hvern starfsmann. Það mætti með tilliti til ofanritaðs ætla að hann einn sé að taka út arð af þekkingu starfsmannanna. Einnig hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort við séum að láta auðmenn nýta íslensk fyrirtæki í eigu almennings til að hagnast á bláfátækum þjóðum með því að koma sér þar í einokunaraðstöðu við uppbygginu orkuvera og hirða allan arðinn.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?