Fréttir frá 2007

10 12. 2007

Drög að kröfugerð rafiðnaðarmanna

Trúnaðarmannaráðstefnu Rafiðnaðarsambandsins var að ljúka rétt í þessu. Í lok ráðstefnunnar var farið yfir þau atriði sem komið hafa fram við undirbúning kröfugerðar almenna samningsins. Efst var sett krafa um launahækkanir sem tryggðu vaxandi kaupmátt, færa taxta að raunlaunum og hækka lágmarkslaun sérstaklega. Vextir lækki og verðtrygging endurskoðuð.Trúnaðarmannaráðstefnu Rafiðnaðarsambandsins lauk á föstudagseftirmiðdag 12. okt. Í ok ráðstefnunnar var farið yfir þau atriði sem komið hafa fram í vinnu starfshópa við undirbúning kröfugerðar almenna samningsins. Efst var sett krafa um launahækkanir sem tryggðu vaxandi kaupmátt, færa taxta að raunlaunum og hækka lágmarkslaun sérstaklega. Vextir lækki og verðtrygging endurskoðuð. Þar á eftir var sett krafa um lengra orlof og styttri ávinnslutíma á orlofsrétti. Þessu tengdist umfangsmikil umræða um fjölskyldumál,  þar á meðal frídaga í skólakerfinu. Krafa var um að þá þyrfti að samræma eins og gert hefur verið í nágrannalöndum. Það væri ófært fyrir heimilin að búa við það ástand sem ríkti í dag. Einnig voru áberandi undir þessum lið kröfur um að auka ætti rétt til frítöku eða að heimili ættu rétt á stuðning vegna veikinda og áföll í fjölskyldu. T.d. var bent á að hagræðing í heilbrigðiskerfinu bitnaði á heimilum aðstandenda, þar var sérstaklega bent á að nú væri sjúklingum vísað fljótt út af heilbrigðisstofnunum og inn á heimili aðstandenda.   Settar voru fram kröfur um að ríkisstjórnin leiðrétti strax þann mikla niðurskurð, sem ríkisstjórnin hefði staðið að á undanförnum árum í barnabóta- og vaxtabótakerfinu. Margar ungar fjölskyldur sem hefðu fjárfest í íbúðum hefðu lent  í ófyrirséðum vandræðum vegna hins óvægna niðurskurðar ríkisstjórnarinnar og eru margar hverjar nú að missa heimili sín á nauðungaruppboð vegna þess að lántökugjöldog  vextir ásamt öðrum samþættum kostnaði hefði hækkað umtalsvert á meða vaxtabætur hefði markvisst verið skertar.  Á það var minnt í umræðum að hluti lausnar síðustu kjarasamninga var yfirlýsing þáverandi ríkisstjórnar um efnahagslegar forsendur. Þar á meðal var ákvæði um endurskoðun ákvæða laga um vaxtabætur. Mikil hækkun fasteignaverðs leiddi til þess að vaxtabætur margra skertust umtalsvert verulega. Það frumvarp sem fjármálaráðherra lagði síðan fram á Alþingi um breytingar á ákvæðum laga um vaxtabætur var fjarri því að vera í samræmi við gefin loforð og tryggði engan veginn leiðréttingu á þeirri skerðingu sem margir urðu fyrir vegna hækkaðs fasteignaverðs. Þessi framkvæmd ríkisstjórnarinnar  bitnaði sérstaklega á ungum fjölskyldum sem er að reyna að koma undir sig fótunum. Þar tók rikisstjórnin ekki tillit til þeirra loforða sinna að koma til móts við tillögur verkalýðshreyfingarinnar en hélt vaxtabótum óbreyttum. Fram komu kröfur um að hækka ætti persónuafsláttinn, eða taka upp lægri skattþrep á neðstu stigum. Fram kom eindregin vilji til þess að halda til haga eldri kröfum RSÍ um tilfærsla á stökum frídögum að helgum. Þar var minnt á eldri kröfu um að fara sömu leið og Svíar hafa farið um að flytja staka frídaga að þjóðhátíðardeginum þannig að þá verði ætíð löng helgi. Með þessu nýttust þessir dagar fjölskyldum betur. Hér er átt við að ef t.d. 17 júní lendir á þriðjudegi þá er frídagur nýttur til þess að mynda langa fríhelgi með því að almennt frí verði á mánudeginum 16. júní. Sama gerðist ef 17. júní yrði á fimmtudegi þá væri frí á föstudeginum 18.júní. Þetta kerfi gengur upp á 7 árum eins og rafiðnaðarmenn sýndu fram við endurnýjun síðustu kjarasamninga.  Sett er fram krafa um að stytta vinnuvikuna um eina klst. án skerðingar á núgildandi dagvinnulaunum Krafa er um að lengja námsorlof og jafna rétt starfsnáms við háskólanám. Þar er átt við að fella út efnisgjöld, lækka hópfjölda í starfsnámi úr 15 niður í 12 eins og áður var. Þess er krafist að starfsmenntun sitji jafnfætis háskólanámi með 70% þátttöku ríkis í kennslulaunum á starfsmenntanámskeiðum. Setja á markmiðið við að innan við 10% vinnuaflsins verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsmenntunar í lok þessa tímabils. Tryggja á rétt einstaklingsins til að ljúka a.m.k. einu viðurkenndu námi á framhaldsskólastigi á kostnað ríkisins, auk rétts til raunfærnimats og möguleika á að sækja sér aukna menntun með námsorlofi. Krafist er 1% til viðbótar í séreign og tryggja með því möguleika til flýttra starfsloka. Krafist jafnræðis almennra lífeyrissjóða og lífeyrissjóða opinberra starfsmanna gagnvart ríkissjóð gagnvart örorkubyrði. Trúnaðarráðstefnan vill semja til tveggja ára með endurskoðunarákvæði á miðjum samningstíma. gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?