Fréttir frá 2007

10 13. 2007

Umræður um áfallatryggingasjóð

Á trúnaðarmannaráðstefnu Rafiðnaðarsambandsins fór Gylfi Arnbjörnsson framkv.stj. yfir þær hugmyndir sem hafa komið fram við undirbúningsvinnu ASÍ og SA vegna hugsanlegs áfallatryggingarsjóðs. Umræður um fyrirhugaðarn sjóð urðu allmiklar, mikil jákvæðni kom fram, en þó vildu ráðstefnugestir að nokkur atriði yrðu skoðuð betur. Á trúnaðarmannaráðstefnu Rafiðnaðarsambandsins fór Gylfi Arnbjörnsson framkv.stj. yfir þær hugmyndir sem hafa komið fram við undirbúningsvinnu ASÍ og SA vegna hugsanlegs áfallatryggingarsjóðs.   Réttindi í 5 ár. Lagt er upp með að réttindi vegna veikinda verði reglubundin laun í 2 mán. frá fyrirtæki ef 1. árs starf og full tilfærsla veikindaréttar milli fyrirtækja eftir það. Í sérsamningum verður fjallað um umframréttindi ef þau eru í núgildandi kjarasamningum.   Eftir 2ja mán. veikindarétt hjá fyrirtæki fái allir fá sama rétt í Áfallatryggingasjóði, sem nemi 60% af meðaltekjum síðustu 6 mánaða í allt að 4 ár og 10 mánuði. Eftir 5 ár kemur sjóðsfélagi í lífeyrissjóð að jafngildi til lífeyrissjóðsins og almannatryggingakerfisins, hafi endurhæfing ekki tekist.   Viðbótarréttindi frá sjúkrasjóðum Viðbótarréttindi frá viðkomandi sjúkrasjóði fyrir þá sem eru þar með réttindi, 30% viðbót fyrstu 10 mánuðina, 20% viðbót næstu 24 mánuðina og 10% viðbót næstu 24 mánuðina.   Mikið átak í endurhæfingu Ráðnir verða um 50 þjónustufulltrúar til áfallatryggingarsjóðsins, sem munu starfa hjá stéttarfélögunum. Þeir munu fylgjast með möguleikum til endurhæfingar. Með þessu kerfi er ætlunin að bæta úr því ófrmedarástandi sem nú ríkir þar sem öryrkjar verða að leita milli margra stofnana til þess að ná fram réttindum sínum. Það er þekkt að margir gefast upp og fá aldrei fullar úrbætur í sínum málum. Hér er því ummikið réttlætismál að ræða. Endurhæfing verður þeim sem hana sækja kostnaðarlaus.   Það er eftir miklu að sækjast í endurhæfingu, þá fyrst og fremst betri lífsgæði þeirra sem fá annað tækifæri til þátttöku í atvinnulífinu. Núverandi kerfi dæmir í raun þá sem lenda í langvarandi veikinum eða örorku til ævilangrar fátæktar og kerfir hegnir þeim sem reyna að koma að einhverju leiti út á vinnumarkaðinn með miklum skerðingum í bótarétti.   Ávinningur þjóðfélagsins Fjárhagslegur sparnaður lífeyrisjóða og þjóðfélagsins er gífurlegur ef hægt verður að auka endurhæfingu. En áfallatryggingasjóðurinn mun verja helming sparnar til aukinna réttinda þeirra sem missa starfsorkuna og hinum helmingnum til að efla lífeyrissjóðina vegna fyrri skerðinga.   Með tilkomu áfallatryggingarsjóðs ef af verður mun kostnaður lífeyrissjóðanna lækka um 1,51%.  1% vegna bóta fyrstu fimm árin og reiknað er með 32% árangri í endurhæfingu skilar sér beint í fækkun þeirra sem koma eftir 5 ár, eða sparnað upp á 0,51%. Á grundvelli þessa er lagt upp með að lækka samningsbundið mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð um 1%, úr 8% í 7% og þetta eina prósent renni í áfallatryggingarsjóðinn. Þetta þýðir að skilið eftir tryggingafræðilegur hagnaður í kerfinu að meðaltali sem nýta má til aukinna réttinda að mati stjórnar sjóðsins. Kostnaður ríkisins lækkar um 1,24%, það er 0,97% vegna bóta fyrstu fimm árin og 0,27% vegna árangurs í endurhæfingu. Því er lagt upp með að lækka Tryggingargjald atvinnurekanda um 1,13%. Hvoru tveggja almenn gjöld sem skapa almenn réttindi   Iðgjald í sjúkrasjóði hækkað Núverandi iðgjald í sjúkrasjóði er 1% og að meðaltali fara um 0,48% í sjúkradagpeninga vegna langvinnra veikinda félagsmanna og síðan eru sjóðirnir með margskonar aðrar styrki. Ný réttindi, 30-20-10 % á 5 árum, munu kosta sjóðina 0,74% á ári, því er lagt til að iðgjald í sjúkrasjóði hækki úr 1% í 1,25% í nýju kerfi.   Í lok ræðu sinnar sagði Gylfi að þessi áform tækju aldrei gildi fyrr en 1. janúar 2009. Mikil vinna væri eftir við að útfæra innleiðingu og yfirgang í nýja kerfið, það er að segja ef samstaða takist um það.   Miklar umræður Eftir erindi Gylfa voru töluverðar fyrirspurnir og umræður. Allir sem til máls tóku sögðu að þeir væri mjög fylgjandi þeim markmiðum sem menn hefðu sett sér í að bæta stöðu þeirra sem lentu í langvinnum veikindum. Staða þeirra væri alls ekki ásættanleg eins og hún væri í dag. Það kom fram að rafiðnaðarmanna hefðu á undanförnum áratugum ítrekað haft furmkvæði um að auka tryggingarvernd innan verkalýðshreyfingarinnar og lagt fram umtalsverða fjármuni til þess. Ávallt hefði það starf koðnað niður vegna andstöðu innan hreyfingarinnar. Einkennilegast væri að sú andstaða hafi ætíð komið frá forsvarsmönnum þeirra sem hefðu uppskorið mest.   Í umræðunum komu meðal annars fram ábendingar um að kostnaður lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna vegna örorku væri töluvert minni en 1%.  Með þessu fyrirkomulagi væri gert ráð fyrir að færa umtalsverða fjármuni lífeyrissjóðnum, það kæmi fram í lakari lífeyri okkar fólks. Einnig var bent á að það sama gilti um sjúkrasjóð rafiðnaðarmanna. Gylfi benti á að menn gleymdu að taka ávinninginn með í reikninginn. Útgjöld lífeyris- og sjúkrasjóðanna myndu lækka umtalsvert.   Í lok umræðunnar var samþykkt einróma að menn styddu þessi áform, en með þeim fyrirvörum að skoðuð yrði betur þau atriði sem menn hefðu bent á í umræðunum.  gg 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?