Fréttir frá 2007

10 20. 2007

Atlaga að starfsmenntun

Í umfjöllun um menntamál á ársfundi ASÍ 2007 kom formaður Rafiðnaðarsambandsins inn á að það ástand sem nú ríkti á Íslandi mætti líkja við skipulagða aðför að starfsmenntun. Hingað til lands væru fluttir launamenn þúsundum saman, margir þeirra væru með iðnmenntun en flestir þeirra væru settir á lágmarkstaxta og byrjunartaxta Starfsgreinasambandsins þó svo um væri að ræða fólk sem væri í flesum tilfellum með langa starfsreynslu. Oft væri um að ræða fólk með einhverja starfsmenntun. Í umfjöllun um menntamál á ársfundi ASÍ 2007 kom formaður Rafiðnaðarsambandsins inn á að það ástand sem nú ríkti á Íslandi mætti líkja við skipulagða aðför að starfsmenntun. Hingað til lands væru fluttir launamenn þúsundum saman margir þeirra væru með iðnmenntun, en flestir þeirra væru settir á lágmarkstaxta og byrjunartaxta Starfsgreinasambandsins þó svo um væri að ræða fólk sem væri í flesum tilfellum með langa starfsreynslu og fólk með einhverja starfsmenntun. Þessir launamenn væri oft settir í störf þar sem áður hefði verið krafist iðnmenntunar. Þetta hefði haft þær afleiðingar að iðnaðarmenn í byggingargreinum væru með mun lægri launaþróun en aðrar stéttir. Flestir sem að þessum málum kæmu legðu á það áherslu að skrá fólk inn á íslenskan vinnumarkað án þess að kanna hvaða menntun viðkomandi hefði og í hvaða störf viðkomandi færi. Þarna væru ákveðin fyrirtæki að spila á kerfið og kæmust átölulaust upp með að láta erlent launafólk ganga í hvaða störf sem væri á byrjunartaxta verkafólks. Í mjög vaxandi mæli væri nú farið að bera á göllum í nýjum íbúðarhúsum og saklausir íbúðarkaupendur stæðu oft frammi fyrir hundraða þúsunda ef ekki milljóna króna bakreikningum.  Guðmundur sagði að margir forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hefðu bent spjótum sínum einvörðungu að Vinnumálastofnun, en forsvarsmaður þeirrar stofnunar hefði svarað með því að verkalýðshreyfinginn ætti að taka til innanbúðar hjá sér áður en hún færi að gagnrýna aðra. Guðmundur sagðist hafa unnið fyrir hönd Verkalýðshreyfingarinnar við undirbúning þess átaks sem nú stæði yfir. Honum hefði orðið ljóst að innan okkar raða væri oft litið svo á að með skráningu og tryggingu um að greiddur væri a.m.k. lágmarkstaxti verkafólks þá væri málið leyst. Þetta nýttu forsvarsmenn tiltekinna starfsmannaleigna sér. Guðmundur sagði að það væri um að ræða marga lágmarkstaxta og það þyrfti að kanna í hvaða starf viðkomandi ætti að fara. Það yrði að kanna hvaða menntun viðkomandi hefði, ásamt því hversu langan starfsaldur hann hefði. Menn væru með þessu að koma í bakið á mönnum við undirbúning kjarasamninga. Nú væru sumir í þeirri stöðu að hafa samþykkt erlenda byggingarmenn með langan starfsaldur og oft á tíðum einhverja menntun inn á taxta sem væri jafnvel 850 kr. á tímann. Nú væru þeir hinir sömu í fjölmiðlum með kröfur um verulega hækkun á töxtum verkalfólk. Hingað til höfum við öll stutt kröfur okkar með auknum starfsaldri og aukinni menntun. Hafa menn áttað sig á út hvaða horn þeir eru komnir?  Með hvaða rök ætla menn að mæta í samningaherbergin í næsta mánuði. Í nýlegum gögnum frá Hagstofunni og í launakönnunum sem við erum að fá þessa dagana við undirbúing kjarasamningaliggur fyrir að laun byggingariðnaðarmanna hafa hækkað mun minna en annrra í landinu síðast liðið ár. Til hvers erum við að halda hverja ráðstefnuna á fætur annarri um uppbyggingu starfsmenntunar, útbúa gott efni um menntamál fyrir ársfund eins og þennan, en á sama tíma eru menn að samþykkja að fólk sem er með þessa menntun fái 850 kr. á tímann? Guðmundur sagðist hafa í nóvember 2005 verið á fjölmennum fundi á stórum byggingarstað þar sem okkur var gert að horfa upp á forsvarsmann verkalýðsfélags, sem reyndar er með iðnaðarmannadeild, handsala það við byggingarstjórann að pólskir smiðir sem voru í uppslætti færu á verkamannataxta.  Þetta er að skila sér í lakara launaþróun byggingarmanna og setur okkur vitanlega í mun lakari samningsstöðu.    

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?