Fréttir frá 2007

10 20. 2007

Formaður RSÍ endurkjörinn í miðstjórn ASÍ - einkennilegar kosningareglur

Á ársfundum ASÍ fara fram kosningar þar sem annað hvert ár er kosin forseti og helmingur miðstjórnar og hitt árið er kosinn varaforseti og hinn helmingur miðstjórnar. Kjörtímabil fulltrúa Rafiðnaðarsambandsins rann út á þessum fundi og var formaður sambandsins kosin sem aðalmiðstjórnarmaður með 96% atkvæða. Á ársfundum ASÍ fara fram kosningar þar sem annað hvert ár er kosin forseti og helmingur miðstjórnar og hitt árið er kosinn varaforseti og hinn helmingur miðstjórnar. Kjörtímabil fulltrúa Rafiðnaðarsambandsins rann út á þessum fundi og var formaður sambandsins endurkosin sem aðalmiðstjórnarmaður með 96% atkvæða. Vinnureglurnar eru þær að miðstjórnarsætum er skipt í hlutföllum milli landssambanda og félaga með beina aðild. Samböndin tilkynna til kjörnefndar hverjir hafi verið kjörnir á þeirra vegum í þessi sæti. Langoftast er það síðan staðfest á ársfundinum. En á ársfundinum í gær kom fram mikil óánægja frá Afli, hinu hratt vaxandi félagi á Austfjörðum sem er orðið 3ja stærsta félagið innan Starfsgreinasambandsins og þótti fulltrúum Afls að forysta Starfsgreinasambandsins ganga freklega fram hjá sér með því að láta Afli ekki eftir eitt af sætum Starfsgreinasambandsins eins og kom fram í ræðu formanns félagsins. Formaðurinn stakk því upp á Sverri Mar framkvæmdastjóra Afls í miðstjórn og ársfundurinn þurfti því að kjósa. Fyrir 2 árum fór fram umfangsmikil umræða um skipulag ASÍ, þá sendi Rafiðnaðarsambandið  inn til miðstjórnar ábendingu um að það væri ákveðið gat í kosningareglum ársfunda. Það væri svo að samböndin fengju tilteknum sætum úthlutað og þau veldu þá einstaklinga, sem þau treystu best til þess að starfa í miðstjórn ASÍ. Ef sú staða kæmi upp að utan úr sal árfsfundar kæmu tillögur um einhverja aðra einstaklinga þá væri allir í kjöri, ekk bara miðstjórnarmenn viðkomandi félags. Ef t.d. hópur innan stóru sambandanna eins Starfsgreinasambandsins eða Verzlunarmanna væri óhress og stingi upp á einhverjum öðrum en tilkynntir hefðu verið til kjörnefndar, gæti það auðveldlega leitt til þess að sá einstaklingur yrði kosinn, en ekki á kostnað einhvers annars fulltrrúa viðkomandi sambands, heldur á kostnað einhvers annars sambands t.d. einhverra hinna minni sambanda. Það leiddi þá til þess að það samband hefði ekki möguleika til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í miðstjórn. Rafiðnaðarsambandið lagði til að kosningareglum yrði breytt á þann veg, að ef fram kæmu tillögur umfram tillögur kjörnefndar á ársfundi, þá færi fram kosning milli fulltúra viðkomandi sambands, ekki annarra, og þeir einir hefðu kosningarétt í þeirri kosningu sem væru fulltrúar viðkomandi sambands. Jafnframt bentu rafiðnaðarmenn á að þeir hefðu engan áhuga á að vera skipta sér af því hverjir væru fulltrúar annarra sambanda, jafnframt að rafiðnaðarmenn vildu kjósa sína fulltrúa án afskipta annarra sambanda.  Ef við skoðum kosninguna í gær þá má draga þá ályktun að allir ársfundafulltrúar hafa litið svo á að þeir ættu að kjósa þá fulltrúa sem kæmu frá öðrum samböndum. Það sést á því að fulltrúar verzlunarmanna, sjómanna og rafiðnaðarmanna fengu nær fullt hús atkvæða eða 96%, á meðan atkvæði skiptust milli fulltrúa Starfsgreinasambandsins. Með góðum rökum má túlka það svo að allir fulltrúar annarra sambanda en Starfsgreinasambandsins hafi kosið uppstillingu kjörnefndar, en þeir eru um 60% þingfullttrúa, en nær allir þingfulltrúrar Starfsgreinasambandsins hafi ekki farið að þeirri tillögu sem send var til kjörnefndar og kosið frekar fulltrúa Afls, en hann fékk 40% en náði þrátt fyrir það ekki inn. Það rökstyrður þá skoðun að fulltrúar annarra sambanda vilja ekki vera að skipta sér af innahúsátökum í öðru sambandi og kjósa án umhugsunar tillögu kjörnefndar. Það hlýtur að vera miðstjórn ASÍ umhugsunarefni hvort breyta ekki eigi að breyta fyrirkomulagi kosninga á ársfundinum.    

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?