Fréttir frá 2007

10 22. 2007

Fyrsti samningafundurinn

Í dag hófust samningaviðræður RSÍ og SART/SA með því að aðilar hittust og gerðu grein fyrir helstu málum sem myndu verða í viðræðum og viðræðuáætlun var undirrituðÁ nýafstaðinni trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ var samþykkt að leggja áhersla á að lægstu launataxtar verði hækkaðir sérstaklega og fleiri taxtar skilgreindir sem lágmarkstaxtar vegna stöðunnar á byggingarmarkaði. Jafnframt að stefnt yrði að tryggja vaxandi kaupmátt. Einnig á að leggja áherslu á aukið orlof og hraðari ávinnslu. Styttri vinnutíma. Endurskoðun á "línunni", það er ferða til og frá vinnustað. Betri starfslokaákvæði eða hækkun á séreignarákvæðum. Einnig var bent á að ræða þyrfti samræmingu á Virkjanasamning  og almenna samningnum, þar sem reiknað er með að Virkjanasamningur verði ekki endurnýjaður.   Fulltrúar vinnuveitenda lögðu fram greinargerð um horfur í efnahagsmálum og stöðu atvinnulífsins. Laun hefðu hækkað mikið og veruleg kaupmáttaraukning átt sér stað. Ákveðið var að hittast aftur fljótlega.      

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?