Fréttir frá 2007

10 26. 2007

Launakönnun Capacent fyrir RSÍ september 2007 - helstu atriði

Hér eru helstu atriðin úr könnuninni. Sum hafa verið birt fyrr á síðunni.    Launakönnun Capacent fyrir RSÍ september 2007 - helstu atriði Unnið var í 1200 manna úrtaki og svarhlutfall var 55.1%. 89% voru karlar 11% konur. Meðalaldur svarenda var 41 ár og meðalstarfsaldur 16 ár. 71% höfðu lokið sveinsprófi eða meiri menntun.   Rafiðnaðarmenn unnu að meðaltali 190 stundir í ágúst 2007, en síðasta könnun var gerð með sama hætti í september 2006, þá var vinnutíminn 199. Þetta er ekki ólíklegt þar sem sumarfrí ná hjá mörgum inn í ágúst.   Heildarmeðallaun í ágúst 2007 voru 424 þús. kr. Meðalvinnutími 190 tímar. Meðalregluleg laun voru 328 þús. kr.   Skipting félagsmanna í ágúst 2007 eftir námi Nám                                        Hlutfall*  Regluleg laun*   Heildarl.                  Meðalvinnutími Grunnskóli                                12.3%         288 þús.            355 þús.                      187.7 Framhaldsskóli                         8.9%         295 þús.            403 þús.                      180.4 Sveinspróf                                 46.3%         328 þús.            432 þús                       191.1 Sveinspr. og meistarask.       20.3%         334 þús.            438 þús.                      194 Iðntæknifr. eða tæknisk.            6.7%        332 þús.            432 þús.                      190 Háskóli                                          5.5%        455 þús.            500 þús.                     185.9 * Í ágúst 2007 höfðu 6.203 einstaklingar greitt til Rafiðnaðarsambandsins um lengri eða skemmri tíma næstliðna 12 mánuði  * Regluleg laun eru föst laun sem greidd eru fyrir 40 dagvinnutíma, utan bónus, álags eða yfirvinnu.   Meðaldaglaun rafvirkja/rafeindavirkja um 1.800 kr. á tímann að meðtöldum des. og orlofsuppbót og öðrum föstum greiðslum. Yfirvinnulaun eru rúmlega 3. þús. kr. á tímann og að meðaltali eru unnir um 45 á viku. Að auki er meðalrafvirkinn/rafeindavirkinn að fá bónus, eða vaktaálög, eða bakvaktarálög upp á um 50 þús. kr. á mán.  Rafvirki/rafeindavirki með meistararéttindi er með rúmlega 1.900 kr. á tímann að meðtöldum föstum greiðslum. Hann er með um og yfir 3.300 í yfirvinnu og vinnur 45 vinnuviku. Þessir  menn virðast vera með í við lægri bónusa eða vaktaálög. Enda eru þeir meir í verkstjórnarhlutverki og með hærri daglaun sakir þess.   Regluleg laun                         sept 2006          ágúst 2007       hækkun Án sveinsprófs                        258.469 kr.        299.830 kr.        16%. Sveinspróf eða meira            291.111 kr.        341.778 kr.        17.4%   Rafeindavirkjar                        308 þús. kr.       403 þús. kr.       30.8% Rafvirkjar*                                 285 þús. kr.       303 þús. kr.         6.3% Símamenn                               279 þús. kr        320 þús. kr.       14.7% Tæknifólk                                  274 þús. kr        309 þús. kr.       12.8%   * Rétt er að benda á að um 350 erlendir rafvirkjar eru skráðir starfandi hér á landi og eru langflestir á lágmarkstöxtum. Einnig er þekkt að allstór hópur erlendra og óskráðra launamanna sem nokkur byggingarfyrirtæki nýta sem til þess að leggja raflagnir og er með á á launum langt undir kjarasamningum.     12% rafiðnaðarmanna með sveinspróf eru með minna en 220 þús. kr. í regluleg laun á mánuði. Þar af eru 3.4% með lægri daglaun en 190.000 sem eru lágmarksákvæði kjarasamningsins. Þar er hópur sem verið að er brjóta og ekki hægt að taka með þegar metið er hver stefnan eigi að vera í komandi kjarasamningum um setningu lágmarkslauna.   9.4% rafiðnaðarmanna með iðnnám eða minna eru með 180. þús. kr. eða minna í regluleg laun á mánuði.   Kynjaskipting launa Karlar með iðnnám eða minna    298 þús. kr.  Konur  með iðnnám eða minna   269 þús. kr.   Karlar með sveinspróf eða meira 337 þús.kr. Konur með sveinspróf eða meira 429 þús.kr. Rafkonur með sveinspróf eða meira eru með 28% hærri regluleg laun er rafkarlar, þessi tala hefur hækkað um 10% frá síðustu könnun. Í þessu sambandi er nauðsynlegt að benda á að rafkonur eru hlutfallslega  fleiri á pakkalaunum og sveigjanlegan vinnutíma og hlutfallslega meira menntaðar.       Regluleg laun                  sept 2006         ágúst 2007        hækkun           Almennir starfsmenn     282 þús. kr      304 þús. kr.          7.8% Verk-/ vaktstjórar              291 þús. kr.     324 þús. kr.        11.3% Millistjórnendur                344 þús. kr.     379 þús. kr.        10.1% Framkvæmdastjórar       393 þús. kr.     403 þús. kr.          2.5%                Heildarmán.laun *             Án sveinsprófs                  330 þús. kr.        398 þús. kr.        20.6%. Sveinspróf eða meira      408 þús. kr.        460 þús. kr.        12.4% *Hér er í báðum tilfellum miðað við 199 klst. vinnu, svo tölurnar séu sambærilegar     Heildmán. laun og unnir tímar                                         sept. 2006                                   ágúst 2007                         hækkun Rafeindavirkjar            390 þús. kr. - 197.2 klst.            474 þús. kr. - 183.7 klst.     30.5% Rafvirkjar                      429 þús. kr. - 206.2 klst.            436 þús. kr. - 195.8 klst.        7.1% Símamenn                   313 þús. kr. - 186.0 klst.            344 þús. kr. - 163.8 klst.      24.8% Tæknifólk                      326 þús. kr. - 195.1 klst.            417 þús. kr. - 190.7 klst.      30.9%     Heildarmán.laun          sept 2006         ágúst 2007    hækkun     Unnir tímar ág. 2007 Almennir starfsmenn     358 þús.           391 þús.             9.2%              195.3 Verk- /vaktstjórar              444 þús.           462 þús.             4%                 211.2 Millistjórnendur                429 þús.           479 þús.           11.6%              197.5 Framkvæmdastjórar       458 þús.           511 þús.           11.5%              197     40% á fastlaunasamningum.   60% fengu greidd laun samkvæmt tímaskrift, en um 40% voru á fastlaunasamningum, sem er svipað og í fyrra. Fastlaunahópurinn skiptist núna í tvo jafnstóra hópa, annar hópurinn er á fastlaunasamning og fær yfirvinnu umfram þann samning greidda. Hinn fær einvörðungu fastlaun. RSÍ hefur gagnrýnt markvisst þá fastlaunasamninga þar sem ekki er skilgreint hvaða tíma var á að greiða fyrir. Margir atvinnurekendur nýttu sér þetta gat í fastlaunasamningnum með því að láta fólk vinna mikla yfirvinnu án þess að greiða fyrir hana. Þetta hafa greinilega margir lagað, því í fyrra var skitping þannig að 26% voru einvörðungu á fastlaunum, en 14% á fastlaunasamningum þar sem greitt var fyrir yfirvinnu sem fór umfram tilgreindan tíma.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?