Fréttir frá 2007

10 30. 2007

Félagsfundur á Reyðarfirði

Í gær var haldin félagsfundur RSÍ á Reyðarfirði. Fundinn sóttu rafiðnaðarmenn hjá Fjarðaál og var fjallað um uppsagnir á svæðinu auk annarra mála.Í gær var haldin félagsfundur RSÍ á Reyðarfirði. Fundinn sóttu rafiðnaðarmenn hjá Fjarðaál og var fjallað um uppsagnir á svæðinu auk annarra mála. Undanfarið hefur verið ókyrrð hjá  Fjarðaál vegna fyrirvaralausra uppsagna. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins sagði að hjá stórum fyrirtækjum komi það fyrir að það verði að segja fólki upp. Þarna er verið að sneiða framhjá um hvað málið snýst um, allir landsmenn vita að það kemur fyrir að segja verður fólki upp.     Það sem starfsmenn og stéttarfélög þeirra gagnrýna, er hvernig staðið er að tilteknum uppsögnum. Það er alvarlegt áfall fyrir einstakling ef til hans koma fulltrúar fyrirtækis á miðjum vinnudegi og leiða hann út fyrir svæðið og segja honum að hans starfsferli hjá fyrirtækinu sé lokið og senda hann heim í leigubíl. Ef svona er staðið uppsögn þurfa að vera mjög ríkar ástæður, um sé að ræða mjög alvarleg og ítrekuð brot í starfi. Svo var ekki að mati starfsmanna Fjarðaáls. Rafiðnaðarsambandið hafði samband við forstjóra fyrirtækisins um helgina og niðurstaða þess var að hann bauð til fundar í gærmorgun þar sem farið var yfir þetta ferli. Þar kom fram að ekki hefði verið farið að viðurkenndum ferlum og beðist afsökunar. Síðan var haldinn fundur með rafiðnaðarmönnum hjá Fjarðaál var farið yfir málið allt. Málinu er ekki endanlega lokið og munum við fylgjast með því. RSÍ og AFL munu halda í næstu viku fundi með öllum starfsmönnum þar sem farið verður yfir stöðui þessara mála. RSÍ og AFL hafa sýnt Fjarðaál og uppbyggingu á svæðinu mikinn velvilja. Við höfum lent nokkrum sinnum í átökum við fyrirtæki sem hafa verið að hafa af starfsmönnum sínum laun og réttindi eins og komið hefur fram í fjölmiðlum á undanförnum árum. Svo einkennilegt sem það nú er þá hafa sumir spunameistarar snúið því yfir í að RSÍ sé andstætt þessari uppbyggingu, því fer fjarri enda hefur slíkt aldrei komið fram          

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?