Fréttir frá 2007

11 2. 2007

Félagsfundir um endurnýjun almenna kjarasamningsins

Mánudaginn 29. okt. voru haldnir 2 félagsfundir, annar á Reyðarfirði eins og áður hefur komið fram á heimasíðunni og síðar um daginn var haldinn í Reykjanesbæ. Þriðjudaginn 30 okt. var haldinn fundur á Akureyri. Mjög vel hefur verið mætt á þessa fundi.Mánudaginn 29. okt. voru haldnir 2 félagsfundir, annar á Reyðarfirði eins og áður hefur komið fram á heimasíðunni og síðar um daginn var haldinn í Reykjanesbæ. Þriðjudaginn 30 okt. var haldinn fundur á Akureyri. Mjög vel hefur verið mætt á þessa fundi. Starfsmenn hafa farið ítarlega yfir nýgerða launakönnun innan sambandsins og þær áherslur sem trúnaðamannaráðstefnan var sammála um að setja fram í kröfugerð vegna almenna samningsins. Fundarmenn voru sammála um að launakönnunin hefði skilað raunsærri niðurstöðu og í samræmi við það þekkist innan geirans. En greinilegt er að laun á Akureyri eru lægri en annarsstaðar á landinu. Rætt var um sameiginlegt átak um að þrýsta launum á Akureyri upp til samræmis við það sem þau eru annarsstaðar á landinu. Víða var komið við í umræðum á fundunum og voru sjónarmið fundarmanna í sama anda og var á trúnaðarráðstefnunni. Mesta áhersla á að hækka lágmarksgólfin í taxtakerfinu til samræmis við það sem tíðkast á vinnumarkaði og skilgreina fleiri lágmarksgólf. Almennar launahækkanir tryggi vaxandi kaupmátt. Lögð hefur verið áhersla á aukið námsorlof. Einnig var tekið undir þá áherslu sem fram kom á trúnaðarráðstefnunni  um að setja fram kröfur um aukið orlof sem er ítrekun á áður framkomnum kröfum um 30 daga orlof. Rætt var um nauðsyn þess að  skilgreina ?línuna? upp á nýtt í kjarasamningnum og setja fram kröfu um að allur akstur frá verkstæði sé greiddur, eins akstur vegna mætinga á öðrum stöðum en verkstæði. Töluvrt bar á fyrirspurnum um endurgjald vegna truflunar í frítíma. Í síðustu samningum var sett in á kvæði í kjarasamningum, þar sem staðfest er að fyrirtæki beri að greiða fyrir hvert símtal sem starfsmaður fær í frítíma, algengast er ein yfirvinnustund. Einnig er algengt að stafsmenn fái mánaðarlega eingreiðslu sem samsvarar meðaltali þeirra hringina sem starfsmaður fær á hverjum mánuði, oftast um 25. ? 35 þús. kr. á mán. Lögð var áhersla á að samninganefnd gerði aðra tilraun til þess að fá þetta betur skilgreint í samningsgerðinni.       

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?