Fréttir frá 2007

11 3. 2007

Ályktun rafiðnaðarmanna hjá RÚV ohf.

Rafiðnaðarmenn hjá RÚV héldu fund 30 okt. um launaþróun innan fyrirtækisins. Á fundinum var þess krafist stjórn RÚV sjái til þess að starfsmenn njóti jafnræðis í launaskriði   Rafiðnaðarmenn hjá RÚV ohf  krefjast þess að regluleg dagvinnulaun þeirra verði leiðrétt til samræmis við laun rafiðnaðarmannna á almennum markaði. Við fögnum þeirri ákvörðun útvarpsstjóra að ganga á undan með góðu fordæmi og förum þess á leit við stjórn RÚV ohf að hún beiti sér fyrir leiðréttingu hjá rafiðnaðarmönnum strax. Það er krafa rafiðnaðarmanna að laun þeirra séu í samræmi við það sem gerist á almennum vinnumarkaði, líkt og hjá útvarpsstjóra. Við bendum stjórn RÚV ohf á nýja launakönnun sem fylgir þessari ályktun. Í henni kemur fram m.a. fram að regluleg dagvinnulaun rafiðnaðarmanna, þ.e. föst laun fyrir 40 dagvinnutíma, utan bónus, álags og yfirvinnu eru í ágúst 2007 : Rafeindavirkjar        403.000 Tæknifólk                 309.000 Rafvirkjar                  303.000 Við förum fram á það við stjórn RÚV ohf, að hún geri grein fyrir afstöðu sinni til málsins og taki jafn einróma ákvörðun um þessa sjálfsögðu kröfu og hún gerði við 100% hækkun launa útvarpsstjóra. Samþykkt einróma á almennum fundi rafiðnaðarmanna hjá RÚV ohf.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?