Fréttir frá 2007

11 5. 2007

Vegna yfirlýsinga formanns Öryrkjabandalags Íslands

Alþýðusamband Íslands mótmælir harðlega rangfærslum og útúrsnúningi Sigursteins Mássonar, formanns Öryrkjabandalags Íslands, á þeim hugmyndum sem ASÍ og SA hafa verið með til umfjöllunar undanfarið. Þessar hugmyndir miða að því að efla og treysta réttindi þeirra sem lenda í alvarlegum veikindum eða slysum ásamt því að stórauka starfsendurhæfingu til að auðvelda þeim þátttöku á vinnumarkaði. Alþýðusamband Íslands mótmælir harðlega rangfærslum og útúrsnúningi Sigursteins Mássonar, formanns Öryrkjabandalags Íslands, á þeim hugmyndum sem ASÍ og SA hafa verið með til umfjöllunar undanfarið. Þessar hugmyndir miða að því að efla og treysta réttindi þeirra sem lenda í alvarlegum veikindum eða slysum ásamt því að stórauka starfsendurhæfingu til að auðvelda þeim þátttöku á vinnumarkaði. Fátt af fullyrðingum Sigursteins eiga við rök að styðjast og eru í engu samræmi við þær tillögur og hugmyndir sem ASÍ og SA hafa haft til umræðu. Formaður Öryrkjabandalagsins hefur jafnvel gengið svo langt að leggja Alþýðusambandinu til tilteknar skoðanir og óskað síðan eftir lögfræðiáliti á þessum tilbúnu skoðunum. Síðan er farið með slíkt lögfræðiálit í fjölmiðla til að slá því upp sem frétt. Alþýðusambandið harmar að Sigursteinn skuli í nafni Öryrkjabandalagsins leiðast út á þessa braut rangfærslna í jafn mikilvægu máli og um ræðir og vísar þessum málatilbúnaði alfarið á bug.Mikilvægt er að fram komi, að réttindi fólks vegna veikinda-, slysa- og örorku eru að langmestu leiti bundin í kjarasamningi en ekki í lögum um almannatryggingar. Umfjöllun og ákvörðun um breytingar á þessum réttindum eru því viðfangsefni kjarasamninga stéttarfélaganna. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa náð mikilvægum áfanga í endurskoðun á réttindum launafólks vegna veikinda-, slysa- og örorku. Þessi áfangi hefur verið til kynningar meðal aðildarfélaga ASÍ. Ef þessi áfangi yrði að samkomulagi í nýjum kjarasamningi myndi það leiða til verulegrar hækkunar á bótum, bæði þeirra sem eru með fulla þátttöku á vinnumarkaði sem og umtalsverða hækkun grunnbóta allra. Það er því með öllu óskiljanlegt að formaður Öryrkjabandalags Íslands hafi valið að fara gegn þessum tillögum og dapurlegt að það sé gert með rangfærslum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?