Fréttir frá 2007

11 5. 2007

Gæðingar á launum eins best gerist - starfsmenn á lágmarkskjörum

Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur undanfarið hækkað laun sín og nokkurra annara náinna starfsmanna umtalsvert. Á meðan almennir starfsmenn fá lítið. Páll segir að laun starfsmanna séu háð kjarasamningum og kjör þeirra haldist óbreytt þangað til að samningar losni. Hann miðar laun sín við það sem gengur og gerist að jafnaði, en laun almennra starfsmanna sinna miðar hann við lágmörk kjarasamninga. Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur undanfarið hækkað laun sín og nokkurra annara náinna starfsmanna umtalsvert. Á meðan almennir starfsmenn fá lítið. Páll segir að laun starfsmanna séu háð kjarasamningum og kjör þeirra haldist óbreytt þangað til að samningar losni. Hann miðar laun sín við það sem gengur og gerist að jafnaði, en laun almennra starfsmanna sinna miðar hann við lágmörk kjarasamninga. Páll notar hér þekkt vinnubrögð háttsettra embættismanna, alþingismanna og ráðherra, en þeir skammta sjálfum með samanburði við meðalllaun á norðurlöndum. En þegar kemur að launum almennra starfsmanna, þá miða þeir ætíð við lágmarks kjör kjarasamninga. Útvarpsstjóri ákvarðar í samráði við útvarpsráð að laun hans eigi að vera nálægt því sem gengur og gerist hjá framkvæmdastjórum í meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi, þetta sjónarmið er fyllilega eðlilegt. Væri hann samkvæmur sjálfum sér þá ætti hann vitanlega að greiða starfsmönnum sínum a.m.k. þau meðallaun sem eru á almennum markaði. Annars ætti hann að miða laun sín við lægstu laun sem þekkjast meðal forstjóra fyrirtækja á almennum markaði.Rafiðnaðarsambandið fagnar launahækkunum Páls og þeim viðmiðunum sem hann hefur innleitt. Vitanlega gerum við kröfur um að laun rafiðnaðarmanna verði strax hækkuð, það er ekkert sem segir að Páll þurfi að bíða eftir því að kjarasamningar renni út. Páll segir að forsendur þessa svigrúms sé að með breytingum á rekstrarfyrirkomulagi Ríkisútvarpsins hafi tekist að gera reksturinn skilvirkari og hann hafi mun betra svigrúm, það er mjög gott. Páli til upplýsingar þá var fyrir viku síðan kynnt ný launakönnun Capacent á launakjörum rafiðnaðarmanna. Meðal regluleg laun (það eru föst laun fyrir 40 stunda vinnuviku) voru í ágúst síðastliðnum 342 þús. kr. og höfðu hækkað um 17.4% frá því í september 2006 á meðan þessi laun eru 225 þús. eða 52% undir almennum markaði.   Meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna í ágúst 2007 voru 460 þús. kr. og höfðu hækkað um 12.4% frá September 2006. 360 þús. kr. eða 28% undir.   Meðalheildarvinnutími rafiðnaðarmanna var 190 tímar í ágúst 2007, mér er kunnugt um hver er meðalvinnutími hjá RÚV en miðað við þessar tölur þá er hann um 220 á mánuði.   GG

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?