Fréttir frá 2007

11 8. 2007

Af hverju þarf verðlagseftirlit að vera í þökk Baugsveldisins og Krónunnar?

Mér er eins og svo mörgum fullkomlega ómögulegt að skilja hvers vegna verðlagseftirlit þurfi að fara eftir einhverjum reglum sem eigendur verzlana samþykkja. Verðlagseftirlitsfólk þurfi að vera sérmerkt þegar það kemur í búðirnar og tilkynna komu sína.Mér er eins og svo mörgum fullkomlega ómögulegt að skilja hvers vegna verðlagseftirlit þurfi að fara eftir einhverjum reglum sem eigendur verzlana samþykkja. Verðlagseftirlitsfólk þurfi að vera sérmerkt þegar það kemur í búðirnar og tilkynna komu sína. Af hverju getur starfsólk verðlagseftirlits ekki einfaldlega gengið inn og verzlað vörur eða skráð niður verð og gengið svo út og sett upp niðurstöður könnunarinnar? Af hverju væri t.d. ekki hægt að setja upp t.d. faxtæki við útganga stórverzlanna þar sem fólk getur faxað kassastrimlana til verðlagseftirlitsins? Ég skil ekki afstöðu viðskiptaráðherra, hann tekur alfarið afstöðu með verzlunareigendunum og gengur með þeim gegn verðlagseftirliti launamanna. Mér finnst að verðlagseftirlit verkalýðshreyfingarinnar eigi fram að jólum, að senda fólk út á mörkina með óreglulegum hætti með samræmda innkaupalista í þessar verzlanir og kaupa inn. Jafnvel tvisvar í sömu vikunni, til að sannreyna hvort þetta sé virkilega rétt sem þeir hækki verðin þegar nær dregur helgum og eins hvort það sé virkilega rétt að t.d. bökunarvörur séu tvöfaldaðar í verði eftir hádegi á föstudögum og yfir helgar þegar nær dregur jólum. Verkalýðshreyfingin getur svo gefið afrakstur þessara innkaupa til einstæðra mæðra eða öryrkja. Hún er ótrúleg ósvifnin hjá eigendum Baugs og Krónunnar, það er eins og þeir telji að fólk sé fífl. Þeir geta falið matvöru bakvið tjöldin og kuippt þeim fram þegar verðalgseftirlit fer fram. Hún lýsir sér ákaflega vel afstaða þessara manna til starfsmanna sinna þegar þeir ræða um framkvæmdastjóra ASÍ. Það að hann hafi unnið einhverntíma hjá Kaupás, leiðir til þess í huga eigenda Baugs að allt starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar hafi blint hatur á Baugi. Sé algjörlega skoðanalaus verkfæri í höndum Gylfa og þeir gefa sér að Gylfi sé skoðanalaus frá þeim tíma sem hann vann hjá Kaupás, hvert í ósköpununum eru mennirnir að fara? Eins þegar litið er til ummæla þeirra í garð verðlagseftirlitsins fyrir nokkru þar sem þungar sakir voru bornar á starfsfólk verðlagseftirlitsins. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?