Fréttir frá 2007

11 14. 2007

Samningafundur með SART og SA.

Á samningafundi þ. 13. nóv. lögðu báðir aðila fram þau gögn um það sem þeir vildu leggja áherslu á í komandi viðræðum. Kröfugerðin sem lögð voru drög að á trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ og kynnt hefur verið á félagsfundum okkar að undanförnu var lögð fram og farið yfir hana. Á samningafundi þ. 13. nóv. lögðu báðir aðila fram þau gögn um það sem þeir vildu leggja áherslu á í komandi viðræðum. Kröfugerðin sem lögð voru drög að á trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ og kynnt hefur verið á félagsfundum okkar að undanförnu var lögð fram og farið yfir hana. Mikil umræða varð um þróun launa á byggingarmarkaði  og hvernig bregðast ætti við því hvernig tiltrekin fyrirtæki væru að spila á núverandi kerfi með því að flytja inn iðnmenntað fólk og skrá það sem verkamenn, ef það væri á annað borð skráð.  Þetta hefði leitt til þess að launaþróun hjá iðnaðarmönnum í byggingariðnaði hefði verið lakari en hjá öðrum hópum. Einnig var rætt um kröfur um lengra orlof og aukningu á námskeiðstíma. SART lagði fram sínar áherslur, þar kom fram að þeir vildu leggja áherslu á hækkun lægstu launa, en þar sem mikið launaskrið hefði átt sér stað gætu menn ekki vænst til þess að fá miklar launahækkanir. Við núverandi ástand væri ekki hægt að semja til langri tíma en tveggja ára. Vilji er til þess að lokið verði viðræðum um áfallatryggingar og laun í veikindum og slysatryggingar. Þar kom réttilega fram að það væri séríslenskt fyrirbrigði að fyrirtækin bæru þennan kostnað. Í öðrum löndum væri veikindaréttur stuttur en síðan tæki almenna tryggingarkerfið við og fyrirtækin bæru einnig ekki kostnað af  slysatryggingum. SA legði á það áherslu að þessi mál væru endurskoðuð og einfölduð, ekki með því hugarfari að minnka réttindi heldur hið gagnstæða. Auk þess lögðu þeir fram hugmyndir um skýrari texta í kjarasamning um vegna ítrekeðra deilna um tiltekin atriði. Ákveðið var að mynda starfshópa um nýjar skilgreiningar í taxtakerfi og námskeiðin.     

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?