Fréttir frá 2007

11 14. 2007

Smá pæling í upphafi viðræðna

Það er erfitt að vera sammála þeim sjónarmiðum sem SA og stjórnvöld hafa sett fram undanfarið um að verðbólguhorfur séu ágætar. Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort það eigi að sannfæra okkur svona að minnsta kosta á meðan samningaviðræður standa yfir að verðbólguhorfur séu góðar og að það hafi verið lítil verðbólga, á þeim forsemdum gætum við gert bindandi samning til tveggja ára án opnunarákvæða.Það er erfitt að vera sammála þeim sjónarmiðum sem SA og stjórnvöld hafa sett fram undanfarið um að verðbólguhorfur séu ágætar. 400 stærstu fyrirtæki landsins reikna með hækkandi vöruverði og það virðist ekki draga úr verðhækkunum á íbúðamarkaði næstunni. Búast má við að verðbólga aukist á ný þegar Seðlabankinn byrjar að lækka stýrivexti um mitt næsta ár. Það er mikil þensla á vinnumarkaði og hann stækkaði um 5,1% árið 2006, en samdráttur í aflaheimildum mun hafa víðtæk áhrif. Hátt gengi mun gera fyrirtækjunum enn erfiðara að aðlagast breyttum aðstæðum.   Laun hækkuðu að landsmeðaltali um 10% árið 2006 og það er spáð 8% launahækkunum að meðaltali 2007. Innan RSÍ var hækkun launa síðustu tólf mánuði að meðaltali um 16%, en launaskrið er að minnka. Það hefur verið meiri kaupmáttaraukning á undanförnum árum hér en í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við, sem hefur leitt til mikillar aukningar í neyslu og þennslu.   Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að fasteignaverðshækkanir eru eitt augljósasta merki þenslunnar og hafa skapað heimilunum í landinu mikið svigrúm til að taka lán til að fjármagna neyslu. Hækkanir á fasteignamarkaði hafi verið miklar og óæskilegar, en við hljótum að hafa áhyggjur af því að fasteignaverð getur lækkaði mikið og snögglega. Það mun hafa skuggalegar afleiðingar fyrir margar fjölskyldur sem keyptu sér húsnæði eða stækkaði við sig með skuldsetningu upp í topp. Nauðungaruppboðum fer fjölgandi og gæti fjölgað mikið á næsta ári. Fjölskyldur gætu í raun lent í "skuldafangelsi´" í eigin íbúð sem missir til bankanna. Þetta hefur leitt til mikilla hækkana á leiguverði sjá hér.  Háir vextir styrkja krónuna og valda of sterku gengi og það þarf að fara yfir hagstjórnina og taka upp þríhliða samstarf aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um stjórn efnahagsmála.   Það eru litlar líkur á að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist fyrr en á síðari hluta ársins 2009, það er að segja ef rétt er á málum haldið. Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort það eigi að sannfæra okkur svona að minnsta kosta á meðan samningaviðræður standa yfir að verðbólguhorfur séu góðar og að það hafi verið lítil verðbólga, á þeim forsemdum gætum við gert bindandi samning til tveggja án opnunarákvæða. gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?