Fréttir frá 2007

11 14. 2007

Blekkingar við undirbúning kjarasamninga.

Að venju fara SA og stjórnvöld af stað við undirbúning kjarasamninga með ýmiskonar blekkingar. Nú er boðið til ráðstefnu með "Houdini hagfræðinnar" Arthur Laffer, sem er heimsþekktur fyrir "Voodoo Economics". Þegar þessari stefnu var beitt í Bandaríkjunum eftir 1980 leiddi það til þess að allur afrakstur hagvaxtarins rann til tekjuhæsta hópsins og fjárfesta, verkafólk sat uppi með kauplækkun og lengdi vinnutíma sinn í kjölfarið til að vinna gegn kjaraskerðingunni. Nýlega var sýnd kraftmikla kvikmynd um hvernig kerfið virkar í ?draumalandinu?.SA og stjórnvöld fara að venju við undirbúning kjarasamninga hamförum við að halda því að launamönnum að það sé frábærri efnahagsstjórn ríkisstjórna undanfarinna ára hversu gott allir hafi það. Hið eina sem verkalýðshreyfingin hafi áorkað sé stutt verðstöðvun á árinu 1990, kölluð Þjóðarsátt. Þessu til áréttingar var fenginn hingað E. C. Prescott þekktur frjálshyggjumaður nóbelsverðlaunahafi sem var kynntur sem sérfræðingur í skattamálum. Hann ásamt forsætisráðherra kvörtuðu undan því að íslenskir launamenn skiluðu ekki nægilega löngum vinnudegi. Hinu gagnstæða hefur hins vegar verið haldið fram. Því fer fjarri að Prescott hafi fengið verðlaunin fyrir þekkingu sína á lækkun skatta eins og haldið var fram í kynningum á heimsókn hans, verðlaunin fékk hann fyrir stærðfræðilegt líkan af hagsveiflum. Prescott hefur einungis skrifað eina fræðigrein um samband skatta og vinnutíma og hún hefur verið harkalega gagnrýnd.   Prófessorar við Harvard og MIT hafa rannsakað mismunandi vinnutíma í vestrænum þjóðfélögum mun meir en Prescott og kannað skýringargildi annarra þátta en skatta. Niðurstöður þeirra eru að skattar skýri aðeins lítinn hluta af breytilegu vinnumagni þjóða, það er styrkur og skýr stefna launþegahreyfinga sem skipti þar öllu máli ásamt umfangi velferðarríkja og tekjuskipting. Sé litið til fullyrðinga Prescotts þá ættu Íslendingar að vinna mun minna en Bandaríkjamenn, við greiðum hærri skatta. Við vinnum hins vegar meir, sé miðað er við atvinnuþátttöku og meðalvinnutíma. Norðurlandabúar ættu að vinna minna en aðrir í Evrópu en atvinnuþátttaka þeirra er mun meiri en hjá öðrum Evrópumönnum og meiri en í Bandaríkjunum.   Nú er boðað til nýrrar ráðstefnu þar sem mætir "Houdini hagfræðinnar" Arthur Laffer. Hann er heimsþekktur fyrir "Voodoo Economics", sem fjalla  um hvernig við græðum öll á því að skattar á fyrirtæki og fjárfesta verði lækkaðir. Þessari stefnu var beitt í Bandaríkjunum eftir 1980 og leiddi til þess að allur afrakstur hagvaxtarins rann til tekjuhæsta hópsins og fjárfesta. Verkafólk sat uppi með kauplækkun og lengdi vinnutíma sinn í kjölfarið til að vinna gegn kjaraskerðingunni. Nýlega var sýnd kraftmikil kvikmynd um hvernig kerfið virkar í draumalandinu.   Laffer heldur því fram að ef skattprósenta á tekjur einstaklinga væri 0% fengi ríkissjóður engar tekjur. Ef skattprósentan væri 100% af tekjum, þ.e. ef launþeginn fengi ekkert fyrir vinnu sína, hverfa tekjur ríkissjóðs.  Það veit enginn hvar við erum stödd á Laffer-kúrfunni. Hvað gerist þegar skattprósentan er hækkuð og fer yfir það gildi sem gefur ríkissjóði hæstar tekjur þannig að tekjur lækka við frekari hækkun prósentunnar?  Viss störf munu leggjast af, sum flytjast til annarra landa og önnur hverfa undir yfirborðið og fólk fer að koma sér hjá því að greiða skatta. Ekki er hægt að meta hvar hámarkið er á kúrfunni og það er háð efnahagsástandi og skattlagningu í öðrum löndum.   Það er mjög erfitt að vera sammála þeim sjónarmiðum sem SA og stjórnvöld hafa sett fram um að verðbólguhorfur séu ágætar. 400 stærstu fyrirtæki landsins reikna með hækkandi vöruverði og ekki dregur úr verðhækkunum á íbúðamarkaði næstunni. Búast má við að verðbólga aukist á ný þegar Seðlabankinn byrjar að lækka stýrivexti um mitt næsta ár. Full ástæða er að ítreka það við stjórnvöld að ef þau telja ástlæðu til þess að koma í veg fyrir hugsanlega kollsteypu í efnahagsmálum í kjölfar hækkana í komandi kjarasamningum, þá verði þau að taka til við að stjórna efnahagskerfinu. Byrja á því að taka gjaldtöku bankana og vextina í gegn og nái verðlagi nauðsynjavara niður á Evrópskt plan. gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?