Fréttir frá 2007

11 17. 2007

Þráðlaust net í Skógarnesi

Við jarðvegsframkvæmdir vegna uppbyggingar í Skógarnesi var gert ráð fyrir að setja ljósleiðara í öll húsin. Nú er búið að setja upp nýtt loftnets- og netkerfi í öll húsin og eins á tjaldsvæðin. Hægt er að tengjast háhraðanetinu þráðlaust hvar sem er á nesinu. Við jarðvegsframkvæmdir vegna uppbyggingar í Skógarnesi var gert ráð fyrir að setja ljósleiðara í öll húsin. Nú er búið að setja upp nýtt loftnets- og netkerfi í öll húsin og eins á tjaldsvæðin. Hægt er að tengjast háhraðanetinu þráðlaust hvar sem er á nesinu. Hvað varðar uppbyggingu nýju húsanna þá er langt komið að reisa hús 6 og 7. Hús 6 verður tekið í notkun í febrúar og hús 7 í maílok. Hús 8 og 9 verða svo reist næsta vetur. Uppbyggingu á nesinu verður svo lokið með byggingu hús 10 haustið 2009. Þá verða 14 orlofshús á nesinu auk stóra hússins. Það sem af er árinu hafa tæplega 10 þús. gestir komið í Skógarnesið, þar af um 8 þús. á tjaldsvæðin   

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?