Fréttir frá 2007

11 20. 2007

Rafkonur með hærri laun en rafkarlar

Í könnun Capacent fyrir Rafiðnaðarsambandið um laun félagsmanna í september kom fram að konur eru um 13% félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins. Konur með sveinspróf eða meira, eru með hærri laun en rafkarlar.Í könnun Capacent fyrir Rafiðnaðarsambandið um laun félagsmanna í september kom fram að konur eru um 13% félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins. Konur með sveinspróf eða meira, eru með hærri laun en rafkarlar.    30% rafkvenna höfðu lokið iðnnámi eða meira námi í sept. 2006, en 37% í ág. 2007. Konum með háskólapróf fjölgar um 6% og er greinilega hluti ástæðunnar hvers vegna þær draga meir fram úr rafkörlunum.   83% rafkarla lokið iðnnámi eða meira. Þetta hlutfall breytist nær ekkert á milli kannana.   Dagvinnutímar karla og kvenna í rafiðnaðarstörfum eru að jafnaði 160 tímar, ástæða þess er að um 40% rafiðnaðarmanna vinna á svokölluðum pakkalaunasamningum.   Dagvinnutímar eru hjá raffólki sem ekki hefur lokið iðnnámi er í við lægri að jafnaði eða 157 tímar. Í því sambandi spilar inn að hlutfallslega stærri hópur þess hóps vinnur einhverskonar vaktavinnu.   Regluleg laun                                      sept 06          munur      ág. 07             munur Karlar með iðnnám eða minna        263 þús. kr. + 6,5%       298 þús. kr. + 10,5% Konur með iðnnám eða minna        247 þús. kr.                     269 þús. kr.   Karlar með sveinspróf eða meira    298 þús. kr.                     337 þús. kr.       Konur með sveinspróf eða meira.   352 þús. kr. +18,1%     429 þús. kr. + 27,3%   Í þessu sambandi er ástæða að geta þess að það eru engar konur í ákvæðisvinnu. Dagvinnutaxtar í ákvæðisvinnu eru yfirleitt frekar í lægri kantinum, sem er afleiðing þess að það leiðir einfaldlega til þess að bónusinn verður hærri og daglaunamunur leiðréttist að einhverju leiti við heildaruppgjör.     Ef heildarvinnutími er skoðaður staðfestist það sem áður hefur komið fram í könnunum innan RSÍ, að rafkarlar skila að jafnaði lengri vinnudegi en konur.   Heildarvinnustundir                                sept 06                           ág. 07 Karlar með iðnnám eða minna            201,1 tímar +14,8%      191,4 tímar +13,2% Konur með iðnnám eða minna            175,1 tímar                     169,2 tímar   Karlar með sveinspróf eða meira         201,3 tímar + 5,2%       192,2 tímar +  8,5% Konur með sveinspróf eða meira         191,4 tímar                     177,1 tímar   Hér ástæða að benda á að í fyrri könnun er spurt um vinnutíma í sept., en þeirri seinni í ág, þar sem sannarlega er meira um frí, enda hlutföllin á milli hópana eru ekki ólík bæði árin.   Heildarlaun        Sept. 2006                                            Heildarlaun      Meðaltímalaun munur Karlar með iðnnám eða minna         351 þús. kr.          1.745 kr.           +13% Konur með iðnnám eða minna         270 þús. kr.          1.542 kr.   Karlar með sveinspróf eða meira     409 þús. kr.          2.032 kr. Konur með sveinspróf eða meira     399 þús. kr.          2.085 kr.           +2,6%   Ág. 2007                                               Heildarlaun      Meðaltímalaun munur Karlar með iðnnám eða minna         406 þús. kr.          2.121 kr.           +22.9% Konur með iðnnám eða minna         292 þús. kr.          1.726 kr.   Karlar með sveinspróf eða meira     438 þús. kr.          2.279 kr. Konur með sveinspróf eða meira     456 þús. kr.          2.575 kr.           +12,9%     Eins og hér kemur fram og bent var á ofar (að karlarnir væru meir í ákvæðisvinnu), þá er munurinn á heildarlaunum í reynd ekki eins mikill og fram kemur í daglaunum.   Í öllum launakönnunum sem starfsmenn RSÍ hafa gert í gegnum árin hefur komið fram að það væri engin launamunur milli rafiðnaðarkvenna með sveinspróf eða meiri menntun og sambærilegra rafkarla.   Í öllum tilfellum er um að ræða rafiðnaðarmenn í fullu starfi.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?