Fréttir frá 2007

12 6. 2007

Flórida bætist við í orlofskerfinu

Á síðasta fundi miðstjórnar RSÍ var ákveðið að bæta við húsi á Flórida inn í leigukerfi orlofssjóðs. Um er að ræða 200 ferm. hús með 3 svefnherbergjum og tveim baðherbegjum. 150 ferm. verönd sem er að hluta til yfirbyggð auk þess er þar sundlaugÁ síðasta fundi miðstjórnar RSÍ var ákveðið að bæta við húsi á Flórida inn í leigukerfi orlofssjóðs. Um er að ræða 200 ferm. hús með 3 svefnherbergjum og tveim baðherbegjum. 150 ferm. verönd sem er að hluta til yfirbyggð auk þess er þar sundlaug.     Húsið er í St. Augustine sem er fallegur bær og jafnframt elsti bær í Ameríku. Um 10-15 mín akstur er í gamla miðbæinn þar sem nóg er af góðum veitingahúsum og verslunum. Gamli bærinn er vel þekktur fyrir allskyns uppákomur   Húsið er staðsett við rólega götu á St. Johns Golf Club í hverfinu Cypress Lakes. Um er að ræða 27 holu golfvöll þar sem fólk á öllum aldri og getustigum er velkomið. Vallargjöld frá 1. maí - 31. des. eru frá $34.50 fyrir 18 holu hring og eftir kl. 13.00 $23.50.   Út um glugga sundlaugarinnar sést braut 3 á golfvellinum.   Stutt er í allar áttir og sem dæmi má nefna er um 15 mín. akstur á næstu strönd. Það eru hinsvegar margar aðrar strendur í nágrenninu.      

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?