Fréttir frá 2007

12 12. 2007

Rafvirkjar á Landspítala segja upp

Skrifstofu RSÍ bárust þær fréttir í dag í gegnum fréttamann sem var að leita upplýsinga hjá skrifstofunni að allir rafvirkjar utan tveggja Landspítalans hefðu sagt upp fyrir nokkru.Um er að ræða 16 rafvirkja sem starfa á Landspítalnum við Hringraut, í Fossvogi og á Kleppi. Þeir tveir sem ekki sögðu upp störfum eiga stutt eftir í starfslok. Skrifstofu RSÍ bárust þær fréttir í dag í gegnum fréttamann sem var að leita upplýsinga hjá skrifstofunni að allir rafvirkjar utan tveggja Landspítalans hefðu sagt upp fyrir nokkru.Um er að ræða 16 rafvirkja sem starfa á Landspítalnum við Hringraut, í Fossvogi og á Kleppi. Þeir tveir sem ekki sögðu upp störfum eiga stutt eftir í starfslok. Samkvæmt okkar upplýsingum er ástæða þessarar uppsagnar er að rafvirkjum er haldið á lágmarkstaxta eða með 212 þús. kr í daglaun. en launataflan nær upp í 287 þús. kr. og reyndar er full heimild til þess að fara enn hærra því eins og landsmenn vita þá kveða kjarasamningar á um lágmarkslaun. Eftir því sem skrifstofan hefur frétt þá sauð upp úr þegar það uppgötvaðist að spítalinn hefur hækkað laun annarra rafiðnaðarmanna umtalsvert. Samkvæmt nýlegri launakönnun sem Capacent gerði fyrir Rafiðnaðarsambandið þá eru meðalregluleg laun rafvirkja í sambærilegum störfum um 303 þús kr. Um er að ræða rafvirkja sem hafa sérfræðiþekkingu á lækningatækjum og alllanga starfsreynslu á því sviði og mörg fagnámskeið. Rafvirkjarnir reyndu að semja við spítalann um leiðréttingar og teigðu sig allangt í þeim efnum, en fengu kaldar kveðjur frá yfirmanni rekstrardeildar og var sagt að þeir gætu farið strax ef þeir vildu og rafvirkjarnir þáðu það boð. Það er öllum ljóst að það er gífurlegur skortur á rafvirkjun sem eru þjálfaðir til bilanaleitar og næsta víst að allmörg fyrirtæki muni bjóða þessum rafvirkjum störf strax á mun hærri launum en þeim bjóðast hjá spítalanum. Flestir rafvirkjarnir munu því líklega hætta fljótlega eftir áramót. Það verður að segjast eins og er, að þetta ráðslag getur ekki talist annað en gríðarlegt ábyrgðarleysi af hálfu rekstrarstjóra spítalans. Þarna eru á ferð sérfræðingar í þessum tækjum, þau eru gríðarlega flókinn og eins og flestir ættu að geta ímyndað sér þá tekur allangan tíma að þjálfa rafiðnaðarmenn upp í viðkomandi tæki hverju fyrir sig. Öryggi sjúklinga er stefnt í mikla hættu því óvanir menn verða alllangan tíma í fyrsta lagi að finna viðkomandi tæki í rangölum spítalanna og síðan að finna hvað sé að og finna leiðir til þess að finna töflur, varahluti og fleira. Á þessu ber ábyrgð rekstrarstjóri spítalans.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?