Fréttir frá 2007

12 13. 2007

Við förum eftir kjarasamningum

Enn einu sinni fáum við svona svar hjá framkvæmdastjóri ríkisstofnunar. Alltaf er hlaupið í skjól bakvið lágmarkskjör kjarasamninga á flóttanum eins og framkv.stj. tækni og eigna Landsspítalanum gerir í Fréttablaðinu í dag. Ábyrgðarleysi einkennir stefnuna í viðhaldsmálum spítalans. Fyrirtækin í landinu standa í röðum í bið eftir að fá vana viðgerðarafvirkja, þeir eru með eftirsóttasta vinnuafli á íslenskum vinnumarkaði í dag. Mun eftirsóttari en framkvæmdastjórar, á þeim er offramboð.Enn einu sinni fáum við svona svar hjá framkvæmdastjóri ríkisstofnunar. Alltaf er hlaupið í skjól bakvið lágmarkskjör kjarasamninga á flóttanum eins og framkv.stj. tækni og eigna Landsspítalanum gerir í Fréttablaðinu í dag.og segir; ?Við förum eftir kjarasamningum?   Honum til upprifjunar má benda á að í síðustu kjarasamningum við Fjármálaráðuneytið var staðið upp frá kjarasamningum með ákveðin lágmarksgólf, en starfsmenn fjármálaráðuneytis sögðu að stofnanir myndu síðan lyfta kjörum til samræmis við það gengur og gerist á markaði hvað verðar viðkomandi störf. Þeim myndi vera gert það kleift auk þess að þær hefðu fjármagn til þess í rekstri. Á þessum forsendum voru kjarsamningar við ríkisstofnanir afgreiddir.  Framkvæmdastjóri tækni og eigna Landspítalans hefar algjörlega svikið þetta ákvæði gangvart sumum starfsmanna sinna og haldið rafvirkjum á lágmarkskjörum.   Við spyrjum framkvæmdastjórann er hann á launum sem eru í samræmi við lágmarkstaxta VR? Ég er tilbúinn að leggja töluvert undir að svo sé ekki. Ábyrgðarleysi og kerskni framkvæmdastjórans hefur sett Landspítlann í mikla hættu. Eftir því sem ég heyri, þá eru rafvirkjarnir búnir að fá sig endanlega fullsadda á framkomu framkvæmdastjóans. Þó hann reyndi nú að lagfæra stöðuna sé það of seint, lykilmenn eru á förum. Það mun taka lærlinga og nýútskrifaða sveina töluverðan tíma að lesa sig í gegnum upplýsingabæklinga tækjanna og rata um rangala spítlans.     Fyrirtækin í landinu standa í röðum í bið eftir að fá vana viðgerðarafvirkja, þeir eru með eftirsóttasta vinnuafli á íslenskum vinnumarkaði í dag. Mun eftirsóttari en framkvæmdastjórar, á þeim sem líta á starfsfólk sem útskiftanlega hluti er offramboð.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?