Fréttir frá 2006

11 10. 2006

Er ríkistjórnin á móti verklegu námi, og þá sérstaklega því sem fram fer utan Reykjavíkur?

Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi á að draga úr fjárframlögum til verknáms.  Það er gert með því að hækka hópviðmið í faglegum áfögnum á verknámsbrautum úr 15 í 18.  Þetta er gert í með því að breyta forsendum svokallaðs reiknilíkans Menntamálaráðuneytisins.  Núverandi ríkisstjórn hefur í gegnum reiknilíkan falið á undanförnum árum minnkandi fjárframlög til framhaldsskóla og þar hafa verknámsskólar á landsbyggðinni sérstaklega orðið fyrir niðurskurði. Með þessu er ríkisvaldið að gera kröfur um mun fleiri nemendur í verknámsáföngum en áður hefur tíðkast.Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi á að draga úr fjárframlögum til verknáms.  Það er gert með því að hækka hópviðmið í faglegum áfögnum á verknámsbrautum úr 15 í 18.  Þetta er gert í með því að breyta forsendum svokallaðs reiknilíkans Menntamálaráðuneytisins.  Núverandi ríkisstjórn hefur í gegnum reiknilíkan falið á undanförnum árum minnkandi fjárframlög til framhaldsskóla og þar hafa verknámsskólar á landsbyggðinni sérstaklega orðið fyrir niðurskurði. Með þessu er ríkisvaldið að gera kröfur um mun fleiri nemendur í verknámsáföngum en áður hefur tíðkast.   Þessi niðurskurður bitnar augljóslega harðast á verknámsskólum landsbyggðinni. Það er svo einkennilegt að heyra ráðamenn tala fjálglega um að gera eigi verknámi hærra undir höfði. Þetta þýðir að það verður engin rekstrarlegur grundvöllur fyrir skólan utan höfuðborgarsvæðisins að reka verknámsbrautir. Meir að segja þýðir þetta að það verða einungis stóru skólarnir tveir í Breiðholti og á Skólavörðuholti sem hafa möguleika á að reka verknámsbrautir, skólinn í Hafnarfirði verður að loka mörgum af þeim áföngum sem hann hefur verið að bjóða upp á.    Auk ofangreind má einnig benda á að það eru hvergi á landinu verknámstofur sem gera ráð fyrir 18 nemum. Það þekkist reyndar hvergi í heiminum. Alls staðar er gert ráð fyrir að nemar í verklegu námi eigi að vera flestir 12 ? 14, það er niðurstaða áratuga reynslu í verklegri kennslu. Það getur vel gengið að vera með fleiri í bóklegum áföngum. Enn einu sinni virðist það vera svo að fólk með bóknám að baki sé að skipuleggja og taka afdrifaríkar ákvarðanir um skipulag verklegs náms hér á landi.   En þetta er ekki nóg það er gert ráð fyrir að krefjast þess að sértekjur í þessum málflokki hækki um 30 millj. kr. Þetta þýðir að efnisgjöld sem nemar á starfsnámbrautum greiða verða að hækka sem þessu nemur. Í dag verða verknámsnemendur að greiða í efnisgjöld vegna faglegra áfanga um 60 þús. kr. umfram  það sem nemar á bóklegum brautum þurfa að greiða.  Rafiðnaðarsamband Íslands mótmælir þessari aðför ríkisstjórnarinnar að verknámsbrautum. Í mýmörgum dæmum og glæstum sjónvarpsræðum hefur það komið fram af hálfu hins opinbera, að bjóða eigi upp á verknámsbrautir á sem flestum stöðum, svo unga fólkið geti verið sem lengst heima og jafnvel lokið þar námi. Það er veruleg þörf á verkmenntuðu fólki víða um land. Þetta er ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinar hún vill loka verknámsdeildunum. Það gengur ekki ef byggja á upp samkeppnishæft atvinnulíf á Íslandi.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?