Fréttir frá 2006

11 12. 2006

Átök um varaformann El og IT

Þing Norska rafiðnaðarsambandsins (El og IT) stendur nú yfir. Það hófst þ. 9. nóv. og lýkur í þ. 13. nóv. Staða sambandsins er ákaflega sterk. Félagsmenn eru í heild liðlega 36 þús. þar af eru um 29 þús. fullgreiðandi. á kjörtímabilinu og hefur félagsmönnum fækkað á kjörtímabilinu um 1.123. Fækkunin hefur verið langmest innan símageirans á meðan rafvirkjum í byggingar- og þjónustuiðnaði og einnig rafvirkjum og rafveituvirkjum í orkukerfinu fjölgar.Þing Norska rafiðnaðarsambandsins (El og IT) stendur nú yfir. Það hófst þ. 9. nóv. og þ. 13. nóv. Staða sambandsins er ákaflega sterk. Félagsmenn eru í heild liðlega 36 þús. þar af eru um 29 þús. fullgreiðandi. á kjörtímabilinu og hefur félagsmönnum fækkað á kjörtímabilinu um 1.123. Fækkunin hefur verið langmest innan símageirans á meðan rafvirkjum í byggingar- og þjónustuiðnaði og einnig rafvirkjum og rafveituvirkjum í orkukerfinu fjölgar. Fækkunin í símageiranum hófst þegar norski landssíminn var einkavæddur. Þegar norska Símasambandið sameinaðist El og IT voru félagsmenn þess liðlega 12 þús. en í dag eru félagsmenn El og IT í símageiranum tæplega 6 þús. Þetta þarf ekki endilega þýða svona mikla fækkun starfa í þessum geira. Einkavæðing og stofnun annarra símafyrirtækja getur hafa leitt til þess að eitthvað af þessu fólki sé staðsett í öðrum stéttarfélögum.   Við sameininguna fyrir 8 árum var fyrrv. formaður Símasambandsins kjörinn varaformaður El og IT, en hætti nú á þessu þingi vegna aldurs. Rafvirkjar og rafveituvirkjar í orkugeiranum eru nú orðnir um 8 þús. eða nokkuð fleiri en símamenn og þeir settu fram kröfu um að varaformaðurinn kæmi nú úr þeirra geira, formaður El og IT Hans Felix er rafvirki og kemur úr byggingargeiranum. Um þetta var tekist á þinginu á laugardag í kosningum og hafði orkugeiramaðurinn betur með um 137 atkvæði á meðan símamaðurinn fékk um 75 atkvæði. Símamaðurinn hlaut síðan góða kosningu í miðstjórn.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?