Fréttir frá 2006

11 13. 2006

Félagsleg niðurboð eru vandamálið, ekki fjöldi erlendra launamanna.

Á yfirstandandi þingi El og IT er baráttan gegn rasisma ákaflega áberandi. Norska verkalýðshreyfingin hefur gefið út margskonar vandaða bæklinga þar sem fjallað er um rasisma. Þar á meðal eru einnig bæklingar um réttindi launamanna í Noregi. Það er samdóma álit þeirra sem um þessi mál fjölluðu að það væri ekki fjöldi erlendra launamanna sem væri vandamálið heldur óprúttin fyrirtæki sem nýttu sér aðstöðu og þekkingarleysi farandverkamnna til þess að hafa af þeim fjármuni. Á yfirstandandi þingi El og IT er baráttan gegn rasisma ákaflega áberandi. Norska verkalýðshreyfingin hefur gefið út margskonar vandaða bæklinga þar sem fjallað er um rasisma. Þar á meðal eru einnig bæklingar um  réttindi launamanna í Noregi. Það er samdóma álit þeirra sem um þessi mál fjölluðu að það væri ekki fjöldi erlendra launamanna sem væri vandamálið heldur óprúttin fyrirtæki sem nýttu sér aðstöðu og þekkingarleysi farandverkamanna til þess að hafa af þeim fjármuni. Pawel Motyka fjallar um það sem hann ásamt félögum sínum lentu í. Starfsmannaleiga kom til þeirra í Póllandi og bauð þeim vinnu í Noregi. Til þess að fá hana urðu þeir að skrifa undir tvo ráðningarsamninga, í öðrum þeirra sem var á pólsku stóð að laun þeirra ættu að vera um 60 Nkr á tímann, í hinum sem var á norsku stóð að laun þeirra ættu að vera í samræmi við lágmarkslaun eða 128 Nkr. á tímann. Þeir skyldu ekki orð af því sem stóð í norska samningnum og þeim var uppálagt að vera ekkert að hafa samband við verkalýðshreyfinguna eða trúnaðarmenn hennar, þar færu glæpamenn. Þegar til Noregs kom fengu þeir eina íbúð og voru þar 20 saman. Ein eldavélahella var þar fyrir þá, eitt klósett og eins sturta. Vatnshitarinn var rafmagnskyntur og dugði vatnið í honum í 20 mín.     Norskir samstarfsmenn þeirra komust að því hvernig var búið að pólverjunum og komu þeim í samband við trúnaðarmenn verkalýðshreyfingarinnar. Málið var tekið föstum tökum og þeir fengu leiðréttingu sinna mála. Flora Peter Deng vann á hóteli í Noregi, henni var gert að vinna ótakmarkaða yfirvinnu án greiðslu. Hún fékk einvörðungu greidda 40 dagvinnutíma á viku sama hversu lengi var unnið. Portúgölsk starfsmannaleiga tók passann af Arsine Bivouma og skipaði honum að segjast vera portúgalskur, en hann kom frá Kongó. Passalaus voru honum allir vegir ófærir, gat ekki sótt heilbrigðisaðstoð, námskeið eða nokkuð. Hann fékk um 40 kr. á tímann í erfiðisvinnu í byggingarvinnu. Þegar hann lenti í vinnuslysi, tók vinnuveitandi hans hann og leiddi hann út í bíl sinn, ók honum á fáfarinn stað upp í sveit og skyldi hann þar eftir.            Eftir sameiningu vinnumarkaðar í Evrópska efnahagsbandalaginu hefur óttinn við flæði fólks frá fyrri Austur-Evrópuríkjum verið mikill hjá Vesturríkjunum. Hjá verkalýðshreyfingunni hefur óttinn beinst mest að því að farandverkamenn væru tilbúnir að vinna fyrir mun lægri laun og við mun lakari aðstæður en vestræn verkalýðsfélög höfðu náð fram með áratugabaráttu. Einnig liggur fyrir að vestrænir launamenn geta ekki með nokkru móti framfleytt fjölskyldum sínum á þeim launum sem aðflutt launafólk gat gert í sínu heimlandi. Rök fyrirtækjaeigendanna voru þau að þau yrðu að fá ódýrt vinnuafl til þess að standast samkeppnina og stjórnvöld tóku undir það og gerðu lítið til þess að koma skipulagi yfir innflutning á erlendum farandverkamönnum.   Það kom fram hjá Jon Horgen Frisberg http://www.fafo.no/Oestforum sem starfar við vinnumarkaðsrannsóknir að þessi rök vinnuveitenda og stjórnvalda standist ekki til langframa. Samkeppnisstaða byggist á góðu framboði á velmenntuðu og hæfu starfsfólki. Sé litið til langs tíma munu góð laun og vinnuaðstaða laða til sín góða starfskrafta og fyrirtækin sem búi við þannig stöðu verði sterkari og geti gert langtíma áætlanir. Hann bendir á Noreg sem gott dæmi um þetta, þar hefur verið unnið ötullega í því að jafna stöðu innflutts vinnuafls, næg vinna er í landinu og laun góð. Norsk fyrirtæki hefðu ekki náð þessum árangri án þess að hafa nægilegt starfsfólk. Einnig benti Frisberg á að þetta hafi gagnvirk áhrif þegar fólk sem hafi kynnst hvernig málin gangi fyrir sig í Noreg og fari heim, þá beri það með sér þá reynslu sem muni leiða til þess að verkafólki þar muni krefjast betri kjara.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?