Fréttir frá 2006

11 13. 2006

Ályktanir á þingi El og IT

Í umræðum og ályktunum þingsins var áberandi meðal þingfulltrúa að þeir töldu að markaðsöflin hafa í skjóli frjálshyggjusveiflu skapað vaxandi spennu milli vinnu og fjármagns. Einkavæðing og hagræðing undir stjórn eigenda fjármagnsins sem krefjast sem mests arðs á sem stystum tíma hefur ýtt til hliða langtíma hagsmunum.  Í umræðum og ályktunum þingsins var áberandi meðal þingfulltrúa að þeir töldu að markaðsöflin hafa í skjóli frjálshyggjusveiflu skapað vaxandi spennu milli vinnu og fjármagns. Einkavæðing og hagræðing undir stjórn eigenda fjármagnsins sem krefjast sem mests arðs á sem stystum tíma hefur ýtt til hliða langtíma hagsmunum. Fyrirtæki eru bútuð niður, starfsfólki sagt upp svo arður á næsta ársfundi verði sem mestur og hlutabréfin hækki. Þetta er að leiða til ófremdarástand í þýðingarmiklum þáttum í þjóðfélaginu. Viðhald vegakerfinu, járnbrautum, dreifikerfum síma og orku og vatnsveitum, allt er skorið niður til þess að skammtímahagnaður sé sem mestur og hlutabréfin seljist. Nú sitja sveitarfélögin í þeirri súpu að vera að kaupa þessi fyrirtæki til baka til þess að tryggja menning lágmarksþjónustu. Samfélagslegar eignir eins og vatnsorka, gas og olía undir sjávarbotni eru skyndilega komin hendur einkaaðila, án þess að nokkur sinni hafi farið fram sala á þessum eignum. El og IT hvetur til þess að  tekið verði á þessu og snúið til baka af vegi frjálshyggjunnar og stjórnvöld gæti að hagsmunum heildarinnar og tryggi hana.   Auk þess voru samþykktar nokkrar ályktanir um menntun, jafnrétti og kjaratengd atriði. Þar kom ma fram að þekking væri undirstaða uppbyggingar atvinnulífs og samkeppnisstöðu þess. Tryggja yrði öllum jafna stöðu innan menntakerfisins. Tryggja yrði nægt framboð af eftirmenntun að aðgang að henni allt lífið. Verkalýðshreyfingin yrða að vera vakandi fyrir menntun starfsmanna sinna og trúnaðarmanna á vinnustöðum.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?